Eldheitir Miðjarðarhafstónar í Eldheimum

Fimmtudagsakvöldið klukkan 21.00 verða í Eldheimum, tónleikarnir, Suður-Evrópa og íslensk dægurlög. Eins og nafnið bendir til verða fflutt lög frá löndum við Miðjarðarhafið sem fengu nýtt líf á Íslandi með íslenskum textum í flutningi okkar ágætasta tónlistarfólks.  Í þessa námu ætlar valið tónlistarfólk að sækja og fara með gestum einhverja áratugi aftur í tímann. Þau […]

Málið rætt á aðalfundi ÍBV í kvöld

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar afsagnar stjórnar handknattleisráðs: Líkt og yfirlýsing fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV sýnir ríkir ósætti hjá handknattleikráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Aðalstjórn hefur unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og mun á aðalfundi sem fram fer […]

ÍBV-íþróttafélag – Handknattleiksráð segir af sér

Ólga er innn ÍBV-íþróttafélags eftir að stjórn handknattleiksdeildar sagði af sér. Lýsir hún vantrausti á aðalstjórn í yfirlýsingu sem er undirrituð af Grétari Þór Eyþórssyni formanni. Þar er mótmælt einhliða ákvörðun aðalstjórnar um að skipta tekjum félagsins, 65 prósentum til fótboltans og 35 prósentum til handboltans. Segir stjórn deildarinnar að allri viðleitni hennar til að […]

Rikki kokkur kann ekki að segja nei

Rík­h­arður Jón Stef­áns­son Zöega er með kröft­ugri mönn­um. Kokk­ur á Ber­gey VE, nú Bergi VE og ekki á því að hætta á næst­unni þrátt fyr­ir árin 63. Tvisvar fengið gula spjaldið og einu sinni var stutt í það rauða en var bjargað á hjarta­deild Land­spít­al­ans. Virk­ur í fé­lags­starfi, mál­ar og sinn­ir barna­börn­un­um í inni­ver­um, ein […]

Lífgað upp á miðbæinn svo um munar

„Heldur betur verið að lífga upp á miðbæinn í Eyjum! Ungir listamenn, Guðmundur Óskar Sigurmundsson og Brynjar Ingi Lyngberg Andrésson, tóku að sér að skreyta gangstéttina við Bárugötu – og sömu listamenn eru með verk í vinnslu á húsgafli neðar í götunni. Þar eru þeir að setja Gullborgina, hið fræga aflaskip Binna í Gröf, inn […]

Fjölbreytt dagskrá Goslokahátíðar – Menningar- og skemmtiveisla

Fyrstu helgina í júlí ár hvert, stendur Vestmannaeyjabær fyrir myndarlegri Goslokahátíð, til minningar um lok eldgossins sumarið 1973. Um er að ræða fjögurra daga hátíð fulla af viðburðum. Sem dæmi má nefna tónleika, lista- og hönnunarsýningar, fyrirlestra, barna- og fjölskylduhátíð í samstarfi við Landsbankann og Ísfélagið, leiksýningar, skipulagðar göngur, golfmót og ýmist frumkvæði fyrirtækja og einstaklinga […]

Þjóðhátíð – Sölu félagsmannamiða lýkur á mánudaginn

Þar sem TIX sér um miðasölu á Þjóðhátíð í ár, þá þarf að ná í félagsmannamiða á annan hátt. En sölu félagsmannamiða líkur mánudaginn 4. júlí Afsláttur kemur ekki af almennri miðasölu heldur á lokaskrefum líkt og var í kerfinu okkar, heldur er sér aðgangur fyrir félagsmenn. Fara þarf inná dalurinn.is Smella á „Valmynd“ Velja […]

Gullberg VE – Nafngift og boðið að skoða

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum. Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið. Gullberg VE er […]

Nýtt Gullberg til Eyja í morgun

Gullberg VE 292,  nýtt skip Vinnslustöðvarinnar kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum kl. hálf átta í morgun. Nú tekur við vinna að koma skipinu á íslenska skipskrá og mun það taka nokkra daga. Stefnt er á að sýna skipið almenningi síðar í vikunni þegar allt er klárt. Skipstjóri er Jón Atli Gunnarsson áður skipstjóri á Kap […]

Orkumótið – Okkar menn með tvo bikara

ÍBV tefldi fram fimm liðum á Orkumótinu í ár og léku fjögur þeirra til úrslita í sínum flokkum í gær. Og árangurinn var góður, tveir bikarar í hús hjá okkar strákum er frábær árangur. Frábæru Orkumóti lauk í gær með úrslitaleikjum, grillveislu og lokahófi í Íþróttamiðstöðinni þar sem þeir sem þóttu skara fram út fengu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.