FH-ingar Orkumótsmeistarar

Það eitt að sjá stúku Hásteinsvallar þéttsetna í úrslitaleik Orkumótsins í gær sýnir mikilvægið og þá virðingu sem Orkumót ÍBV hefur áunnið sér í gegnum tíðina. Margt af okkar fremsta knattspyrnufólki nefnir mótin í Eyjum sem eina af þeirra stærstu stundum á knattspyrnuvellinum. Orkumótið í ár er engin undantekning þar á og strákarnir í  FH […]

Flutningur bæjarskrifstofanna í gamla Ráðhúsið

Miðvikudaginn 29. júní nk., verður starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, stjórnsýslu og fjármálasvið, flutt úr húsnæði 2. hæðar að Bárustíg 15, í Ráðhúsið við Ráðhúströð.  Meðan á flutningum stendur má búast við röskun á þjónustu bæjarskrifstofanna sem vonir eru bundnar við að vari aðeins þennan dag og fram að hádegi á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að […]

Orkumótið – Landsleikir og glæsileg kvöldvaka með Jóni Jónssyni

Föstudagskvöldið fóru fram tveir landsleikir skipaðir fulltrúum frá öllum 38 félögunum á mótinu. Fyrirkomulagið er þannig að leiknir eru tveir leikir samhliða.  Landslið á móti Pressuliði, raðað er í liðin af handahófi. Úr varð hin besta skemmtun og mikil spenna í lokin en þannig fór að Landsliðið skoraði 7 mörk gegn 6 mörkum Pressunnar. Fyrir […]

Morgunblaðið – Flestar koma þær frá ÍBV

„Liðin tíu, sem skipa Bestu deild kvenna í fót­bolta árið 2022, notuðu 205 leik­menn í fyrstu tíu um­ferðum Íslands­móts­ins. Þar af fengu 170 leik­menn að spila einn eða fleiri leiki í byrj­un­arliði en 35 komu við sögu sem vara­menn í ein­um eða fleiri leikj­um,“ segir í skemmtilegri samantekt Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns í Morgunblaðinu í dag. […]

Tilkynning – Hrossasauðir með útgáfutónleika

Við Hrossasauðir ætlum að koma fram í fyrsta sinn fyrir framan ykkur á Skipasandi í Vestmanneyjum á morgun, 25. júní klukkan 22:00. Ef að þú hefur ekkert að gera nema að liggja heima á rassgatinu þá mætirðu fyrir frítt! Höfum gaman og það má mæta með drykki og svoleiðis!   (meira…)

Þreytir Eyjasund í lok júlí

Sigurgeir Svanbergsson stefnir á Eyjasund í lok júli, þegar hann syndir frá Vestmannaeyjum upp í Landeyjasand. Undirbúningur er nú í fullum gangi. Eyjasundið er til styrktar Barnaheillum en allt safnað fé mun renna til stuðnings börnum sem búa á átakasvæðum. Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar. Sigurgeir er enginn nýgræðingur þegar kemur […]

Hvergi rís fótbolti hærra en á Orkumóti í Eyjum

Peyjarnir hófu leik á Orkumótinu 2022 stundvíslega kl. 08:20 í gærmorgun og var veðrið í gær ágætt, skýjað en einstaka rigingarskúr. En það lék við leikmenn, þjálfara, foreldra og aðra gesti í skrúðgöngunni og á setningarhátíðinni. Dagurinn í dag heilsaði bjartur og fagur og líkur á góðu veðri um helgina. Orkumótinu lýkur á morgun með […]

Molda með nýtt lag á Spoify

„Moldavélin mallar reglulega og heldur áfram að semja,“ segir í nýútkomnu blaði Eyjafrétta um Eyjahljómsveitina Moldu sem hefur gert það gott undanfarið. Þeir hafa sent frá sér eigin lög en nýlega fékk hljómsveitin að endurgera íslenskan slagara og færa hann í Moldubúning. Það er hinn sígildi slagari, Láttu mig vera með 200.000 Naglbítum. Kemur lagið […]

Makríllinn – Ísleifur fékk nokkur tonn í nótt

Fyrstu skipin eru byrjuð að leita að makríl og eru skip Vinnslustöðvarinnar, Huginn VE og Ísleifur VE suður af Eyjum. Austar eru Hornafjarðarskipin, Jóna Edvalds og Ásgrímur Halldórsson. „Ísleifur hífði í nótt og fékk nokkur tonn sem var talsvert blandað við síld. Líklegast leita þeir vestar núna í dag,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar […]

Óbreytt fyrirkomulag á lundaveiði á heimalandinu

„Í kjölfar greinar sem ég skrifaði og birt var á Eyjamiðlunum 4. apríl sl. þá vil ég skora á bæjarráð að snúa til baka þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir líklega 12 til 13 árum, þar sem ákveðið var að setja flest fjöllin á Heimaey í sérstakt veiðifélag og að aðrir en þeir sem væru […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.