Audrey Padgett sem farið hefur fyrir hvalasetri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum frá komu mjaldranna, Litlu hvítar og Litlu gráar í júní 2019 er nú á förum. Er hún ásamt Jana Sirova, sem er yfir starfsemi Sea Life Trust í Vestmannaeyjum og á Bretlandi að leita að arftaka Audrey. Má segja að viðtalið við þær stöllur sé auglýsing og starfslýsing fyrir arftaka Audreyjar og hvaða kröfur hann eða hún þarf að standast.
Helst þarf hann að vera íslenskur, eiga gott með að vinna með fólki, hafa frumkvæði og áhuga á að efla starfsemina. Þjóðerni skiptir þó ekki höfuðmáli en skilyrði er að viðkomandi geti aðlagast samfélaginu og haldið við því góða sambandi sem er á milli Eyjafólks og starfsmanna Sea Life í Vestamannaeyjum.
Sjá nánar í Eyjafréttum í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst