Að stunda nám við FÍV eru forréttindi

„Þá er komið að því að loka stórum kafla í lífi okkar og útskrifast úr framhaldsskóla. Ný og spennandi tækifæri fara að taka við og fleiri vegir opnast. Að hafa fengið að stunda nám við FÍV eru forréttindi. Við höfum fengið tækifæri á því að þroskast, gera mistök og læra frá þeim. Við höfum lært […]

Oktawia og Róbert Elí með bestan námsárangur

Framhaldsskólanum var slitið miðvikudaginn 18. desember  og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Oktawia Piwowarska flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og Bergvin Haraldsson frá ÍBV – Íþróttafélagi veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíu ÍBV og FÍV. Þeir voru  Adam Smári  og Ívar […]

FÍV – Fleiri tækifæri til náms í heimabyggð

Á nýliðinni haustönn voru tæplega 80 fleiri nemendur í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum en önnina á undan. Alls um 280 nemendur á 11 mismunandi brautum og í 82 áföngum. Tæplega 59% umsækjenda á haustönn voru í iðn- og verknám og 36% nemenda sem komu beint úr grunnskóla sóttu um í iðn- og verknámi eða 21 nemandi […]

hOFFMAN í Alþýðuhúsinu í kvöld

Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út. Öllu verður til tjaldað […]

Fleiri útskrifast af iðnbrautum

Framhaldsskólanum var slitið í gær og útskrifuðust þrettán nemar á haustönn, fimm af stúdentabrautum og átta af iðnbrautum. Thelma Björk Gísladóttir, aðstoðarskólastjóri fór yfir starfið á haustönn en um 280 nemendur voru skráðir til náms á 11 mismunandi brautum og 82 áfangar kenndir. „Iðn- og verkmenntaskólar hér á landi fóru í átak haustið 2017 með það […]

Fjárhagsáætlun – Staðan verður áfram sterk

„Gert ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur. A-hluti bæjarsjóðs er skuldlaus við fjármálastofnanir. Útsvar er stærsti einstaki tekjuliður bæjarfélagsins. Við gerð áætlunarinnar um útsvar er byggt á lokaspá fjármálastjóra bæjarins um […]

Nóg að gera hjá Laxey

  Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi gegnir bólusetning mikilvægu hlutverki við að vernda heilsu fiska, tryggja góðan rekstur og styðja […]

Fjörtíu ár frá strandi Sæbjargar VE 56

Fjórtán manna áhöfn bjargað við illan leik í björgunarstól „Fjörtíu ár í dag. Strönduðum við Stokksnes, í fárviðri, á Sæbjörgu VE 56. Vorum á leið heim í jólafrí. Vorum dregnir í land,130 metra, í björgunarstól. Það sem skipti öllu máli er að við, 14 menn , komumst allir af við illan leik.“ skrifaði Stefán Geir […]

Litla Mónakó – Klárir !

„Ekki amalegt að fara með þessar fréttir inní helgina og smá svona snemmbúinn jólapakki,“ segir Jóhann Halldórsson sem birtir reglulega pistla á Eyjafréttum undir heitinu, Litla Mónakó og vísar þar til mikils uppgangs í Vestmannaeyjum. Fréttin sem hann vísar til er kynningafundur um baðlón og hótel á Nýjahrauninu á eyjafrettir.is í síðustu viku. „Þetta er sennilega […]

Hafði aldrei skrifað ávísun og kunni það ekki

Rétt fyrir jól kom út fimmta bók, Ásmundar Friðrikssonar og sú þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur á hans lífsskeiði. Eddi var farsæll sjómaður, skipstjóri […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.