Þrettán ára sigurvegari í pílu

Vestmannaeyjar Open pílumótinu sem hófst á föstudaginn lauk í gær með æsispennandi keppni. Parakeppnin var á föstudaginn en í gær var einstaklingskeppnin. Kári Vagn Birkisson, 13 ára stóð uppi sem sigurvegari. Vann landsliðsþjálfarann, Pétur Rúðrik Guðmundsson í úrslitaleiknum. Kári Vagn er mjög efnilegur píluspilari og náði níu pílna legg fyrir ekki svo löngu síðan sem […]
Markakóngur og vill vera áfram í Eyjum

„Þrátt fyrir að við unnum ekki leikinn þá er þetta bara geðveik tilfinning,” segir Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV eftir 1:1 jaftnefli gegn Leikni í lokaumferð Lengjudeildarinnar við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. Oliver endaði sem markakóngur Lengjudeildarinnar með 14 mörk. „Bara mjög sáttur. Ég ætlaði mér að verða markahæstur og hefði getað skorað aðeins fleiri, en […]
Áfram ÍBV – Förum alla leið

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á núna klukkan 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]
Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni. Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var […]
Þjóðlendukröfur fáránleikans enn í gangi

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram að lögfræðingar, sem fara með mál Vestmannaeyjabæjar er varðar kröfur ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum hafi í sumar sent fjármálaráðherra bréf með ósk um afturköllun kröfulýsingar til óbyggðanefndar. „Eins og rakið var í bréfinu telst krafan byggð á misskilningi um að Vestmannaeyjar hafi verið utan landnáms sem og […]
Farþegar 344.715 – Ósamið um flugið

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn fór bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Herjólfi varðandi farþegartölur það sem af er ári. Farþegafjöldinn fyrstu átta mánuðina er 344.715 en það er fækkun um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Ágústmánuður var sérstaklega góður í ár en farþegar hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði eða 87.077 talsins. Fram […]
Verðmæti inn og verðmæti út

Vestmannaeyjabær liggur vel við góðum fiskimiðum og er einn mesti útgerðarstaður landsins. Ferjan Herjólfur fer daglegar ferðir til og frá Landeyjarhöfn og Vestmannaeyjahöfn. Áætlunarskip á leið til og frá Evrópu hafa viðkomu í Vestmannaeyjum og þar á fjöldi fiskiskipa heimahöfn. Þetta segir á heimasíðu hafnarinnar sem er ein stærsta útflutningshöfn landsins. Oft mikil umferð eins […]
Vestmannaeyjahöfn bauð til veislu

Þeim fjölmörgu sem hafa tekið þátt í störfum hafnarinnar í sumar var boðið til veislu í hádeginu í dag. Það hafa fjörtíu og þrír unnið hjá okkur í sumar en því miður áttu ekki allir heimangengt. Boðið var upp á pulled pork borgara með öllu því sem fylgir. Mannauðurinn er ómetanlegur í störfum okkar hjá […]
Ísfélag og Herjólfur bjóða hópferð á leikinn

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á laugardaginn kl. 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]
Hermann Þór semur til loka árs 2027

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027, þessi frábæri sóknarmaður hefur leikið vel með ÍBV í sumar og á stóran þátt í því að liðið er í toppsæti Lengjudeildarinnar fyrir síðustu umferðina sem fram fer á laugardag. Hermann er 21 árs og eftir að hafa skorað 13 […]