Skemmtilegasti félagsskapur sem hugsast getur

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Kiwanishúsinu í kvöld, 11. september. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta sjá sig og draga jafnvel […]

Slippurinn er eins og ástarsaga af bestu gerð

„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé komin síðasta vikan sem Slippurinn er opinn. Staður sem margir hugsa til sem veitingastaðar en ég hugsa til sem heimilis, skóla og húss minninga sem eru margar af þeim bestu sem ég á,“ segir Gísli Grímsson á Fésbókarsíðu sinni. Hann er Eyjamaður og mikill vinur […]

Mínar dásamlegu milljón mínútur á Hressó

Eru flutt í Prentsmiðjuna við Hlíðarveg, Prentsmiðjuna Gym og bjóða í vetur upp á fjölbreytta stundatöflu – Opin vika í gangi Það voru gæfuspor þegar ég í fyrsta skipti steig inn fyrir dyr á Hressó um miðjan apríl 1995. Þá varð til taug sem ekki slitnaði í rúma 30 ár fyrr en stöðinni var lokað þann fyrsta […]

Gott að búa í Vestmannaeyjum þegar árin færast yfir

Ég hef stundum verið að hugsa um það að undanförnu hve þægilegt það er að vera eldri borgari í Vestmannaeyjum. Reyndar var þetta orðalag, „eldri borgari“ aldrei notað hér á árum áður, heldur alltaf talað um gamalmenni og alltaf haldin sérstök skemmtun árlega sem bar heitið Gamalmennaskemmtunin. En svo þótti einhverjum þetta orð niðrandi og þá […]

Fatlaðir fá 27 kennslustundir – Eiga rétt á 37

„Skólafulltrúar, ráðherrar, þingmenn og bæjarstjóri klappa hver öðrum á bakið í Eyjafréttum í þessari viku vegna áherslu þeirra á „kveikjum neistann“ verkefninu. Á sama tíma hafa börn á verkdeild (fötluð börn eða með annan vanda) eingöngu fengið 27 kennslustundir á viku í mörg ár. Lágmarkið samkvæmt reglum er 37 tímar og fá jafnaldrar í skólanum […]

Ofurkonur – Ekkert verra en að tapa fyrir þeim

 Og ekkert sætara en að vinna þær en best að vera með þeim í liði „Þegar ég byrjaði í fyrsta bekk var ég ekkert mest spennti maður í heimi að fara í skólann. Ekki jókst áhugi minn þegar ég sá að ég þurfti að sitja við hliðina á stelpu. Þetta leist mér nú ekkert á. […]

Októberfest Hallarinnar og Einsa kalda

„Þann 3. október ætlum við að halda okkar árlega októberfest í Höllinni. Þá dælum við bjór í bjórtjaldi, verðum með matartjald og gerum geggjaða München stemningu. Ásgeir Páll, partýstjóri, Matti Matt og Una&Sara troða upp og verður hægt að fara í ýmsa leika, s.s. beerpong. Allir sem mæta í búning fá frían bjór,“ segir í fréttatilkynningu frá Höllinni í Vestmannaeyjum. „Það […]

Ótrúlega flottir krakkar í GRV

Skólastjórar GRV: – Kveikjum neistann verkefni sem virkar -Lykil að bættu skólakerfi er að finna í Vestmannaeyjum – Byggir á traustum vísindum – Betri mælitæki og eftirfylgni – Lestur mikilvægur – Lesskilningur yfir 90 prósent – Hafa meiri trú á sér – Seigla og vilji til að gera vel  Nú eru tímamót þegar fjórði bekkur […]

Fjör og spjall í sviðaveislu Bakkabræðra

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Margir þeirra hafa fé á beit í úteyjunum allan ársins hring. Á sunnudag var réttað þremur eyjanna, Bjarnarey, Álsey og Suðurey. Áður hafði verið réttað í Elliðaey og þaðan flutt 240 fjár til lands, bæði lömb og fullorðið fé. Þá er búið að rétta í Ystakletti en réttir á […]

Lykil að lausninni er að finna í Vestmannaeyjum

Menntakerfi í basli – Hrakleg útkoma í Pisakönnunum – Verri líðan Er íslenska skólakerfið komið að fótum fram? Þannig er umræðan á Íslandi í ágúst 2025 þegar skólabjallan glymur í eyrum tuga þúsunda nemenda á öllum skólastigum. Flestir eru sammála um að margt þurfi að bæta en svo rennur umræðan sitt skeið. Allt í blóma þangað til […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.