Léttsveit Reykjavíkur og Páll Óskar á uppstigningardag

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur ásamt Páli Óskari með vortónleika í Höllinni á uppstigningardag:  Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur fagnar vorinu með heimsókn til Vestmannaeyja og heldur tónleika á uppstigningardag þann 9. maí nk. kl.17.00 í Höllinni. Yfirskrift tónleikanna er Hann og þeir en kórinn syngur að þessu sinni perlur dægurtónlistar eftir íslenska karlhöfunda eins og Magnús Eiríksson, Gunnar […]

ÍBV í undanúrslit – Ætla sér alla leið

Eyja 3L2A0653

Fyrirstaðan var minni en gera mátti ráð fyrir þegar karlarnir mættu Haukum á útivelli í gær, öruggur sigur Íslandsmeistara ÍBV, 37:31 sem komnir eru í undanúrslitin þar sem þeir mæta deildarmeisturum FH. Kári Kristján Kristjáns­son fyr­irliði Íslands­meist­ar­ar ÍBV var létt­ur og ánægður í viðtali við mbl.is eftir leikinn og hann ætlar sér alla leið. „Við […]

Mikil óánægja með dýpkun í Landeyjarhöfn

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála á dýpkun við Landeyjahöfn og samskipti við Vegagerðina á fundi bæjarstjórnar á föstudaginn. Bæjarráð hafði áður farið fram á við Vegagerðina að hún grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila, Björgun vegna vanefnda á samningi. „Dýpið á rifinu er ekki nægjanlegt og dýpkun ekki gengið sem skyldi. Dýpkunaraðili nýtti ekki dýpkunarglugga í […]

Áhyggjur af efnistöku við Landeyjahöfn

Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir umræðu bæjarráðs um fyrirhugaða efnistöku úr sjó við Landeyjahöfn. Málið er í umsagnarferli og hefur Vestmannaeyjabær skilað umsögn við matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun hefur sent Vestmannaeyjabæ umsagnarbeiðni er varðar umhverfismatsskýrslu sem COWI vann fyrir hönd HPM. Skilafrestur á umsögn er til 16. maí nk. Í niðurstöðu bæjarráðsfundar […]

Bjart framundan en hvatt til varkárni

Á fundi bæjarstjórnar á föstudaginn gerði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023  og fór yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem ekki var búið að yfirfara þær fyrir fyrri umræðu. Minnihluti Sjálfstæðisflokk hvatti til varkárni í bókun sinni. […]

Þrjátíu ára afmælishátíð ÁtVR

ÁtVR – Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu heldur 30 ára afmælishátið  að kvöldi síðasta vetrardags, 24. apríl klukkan 20.00. Hátíðin verður í veislusal Fylkishallarinnar við Fylkisveg í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Afmælisfögnuðurinn hefst með léttum veitingum og síðan tekur við dagskrá sem miðar að því að skapa góða Eyjastemmningu líkt og tókst í Ráðhúsi Reykjavíkur á Menningarnótt […]

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Eitt aðaleinkenni þjóðkirkjunnar, kirkju þjóðarinnar er hún að hún hefur þá grunnskyldu að veita kirkjulega þjónustu um allt land. Henni ber að þjóna fólki í sveit og borg, í þorpum og bæjum, þeim sem búa afskekkt og þeim sem búa þétt. Þetta er ekki einfalt hlutverk því þegar upp er staðið er það fjárhagurinn sem […]

Hvað gerir hafnadeild Vegagerðarinnar?

Morgunfundur Vegagerðarinnar um hafnir og rannsóknir tengdar höfnum og sjóvörnum. Á morgunfundi Vegagerðarinnar, fimmtudaginn 11. apríl klukkan 9:00-10:15, verður fjallað um hafnadeild Vegagerðarinnar og rannsóknir tengdar höfnum, sjóvörnum og sjólagi, auk þess sem sérstakt erindi verður um Landeyjahöfn. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 og í beinu streymi.   Starfsemi Vegagerðarinnar er fjölbreyttari […]

Á sama báti

Andspænis ógnum náttúrunnar erum við mannfólkið afskaplega smá. Þegar við stöndum frammi fyrir erfiðleikum og áföllum reynir á þrautseigju okkur og styrk. Þá getur trúin verið það haldreipi sem við þörfnumst til að komast í gegnum það sem að höndum ber. Þetta þekkja Eyjamenn vel sem margsinnis hafa í gegnum tíðina þurft að takast á […]

Halla Hrund býður sig fram til forseta Íslands

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla gefur kost á sér til embættis forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara þann 1. júní nk. Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.