Eygló er eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. „Míla óskaði eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ um kaup á ljósleiðarakerfi Eyglóar. Stjórn Eyglóar hefur fundað með Mílu og rætt kaupin. Stjórn Eyglóar hefur farið yfir hugmyndir um sölu með bæjarráði á vinnufundi,“ segir í fundargerð bæjarráðs fyrr í vikunni.
Bæjarráð fól stjórn félagsins að halda áfram með viðræðurnar um söluna og taka tillit til þeirra ábendinga og atriða sem komu fram á fundi ráðsins. „Náist samkomulag um sölu verði samningur þar um lagður fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu,“ segir fundargerðinni.
Eygló er fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar sem lagt hefur ljósleiðara um bæinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst