Rúmlega 1300 þúsund söfnuðust

„Mig langar að þakka fyrirtækjunum hér í Eyjum og þeim sem tóku þátt í gamlársgöngu og hlaupinu fyrir stuðninginn,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir sem kom hlaupinu af stað eftir Kóf og brjálað  veður í fyrra. Hlaupið – gangan var árlegur viðburður á gamlársdag fram að kófi og tóku um 100 manns þátt árið 2019 en nú […]

Verðandi fagnaði 85 ára afmæli

„Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á 85 ára afmæli sitt í Höllinni í Eyjum í gærkvöldi. Það var flott veisla, frábær matur hjá Einsa kalda, eins og skemmtiatriðin og veislustjórn Gísla Einarssonar,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður á Fésbókarsíðu sinni í dag. „Ég man vel þegar pabbi, Friðrik Ásmundsson var formaður þessa félags […]

Landeyjahöfn næstu daga á háflóði

Farþegar athugið – Vegna siglinga 30.- 1. janúar 2024. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar næstu daga á háflóði skv. eftirfarandi áætlun: Laugardagur 30. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:00 (Áður 20:45) Sunnudagur 31. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45 Mánudagur 1. janúar 2024 Brottför […]

Landeyjahöfn seinni partinn í dag

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:30, áður kl. 20:45. Á morgun, fimmtudaginn 28.desember gefur öldu-og sjólagsspá því miður til kynna að sigla þarf til Þorlákshafnar á morgun fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. […]

Vegið að starfsöryggi og heiðri félagsmanna

„Aðalfundur og stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55,“ segir í ályktun sem félagið sendi frá sér. „Teljum við að með þessum hætti, sé vegið að mönnum og þeim refsað áður en til sjóprófa og dóma […]

Jólaveður eins og best getur orðið

Á meðan stríðir vindar blása fyrir vestan og norðan hefur jólaveðrið í Vestmannaeyjum verið eins og best verður á kosið. Bjart, hægur vindur,  nokkuð kalt en engan snjó að sjá. Jólaskreytingar prýða bæinn og við höfnina skarta lítil skip og stór jólaljósum sem speglast í  nánast sléttum sjó. Vel þess virði að aka eða labba […]

Hátíðleg stund og viðeigandi

Það er siður margra að vitja látinna ættingja á jólum í kirkjugörðum landsins. Ekki síst á aðfangadegi jóla  og í góðu veðri eins og í gær er fjölmenni. Já, veðrið í Eyjum í gær var einstaklega gott, bjart, hægur vindur, nokkuð kalt en auð jörð. Prestar Landakirkju hafa í mörg ár verið með helgistund í […]

HS Veitur – Ekki okkar mál

Á síðasta fundi bæjarráðs voru rædd samskipti milli HS Veitna og Vestmannaeyjabæjar vegna viðbragða við skemmdum á neysluvatnslögninni. Segir í fundargerð að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir strax næsta sumar sem byggðar eru á ráðleggingum sérfæðinga til að tryggja lögnina. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að HS-veitur taki ákvörðun og fari að undirbúa þær aðgerðir […]

Dýpkun hefst á morgun  

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt föstudaginn 22.desember og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna, er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn. Dýpkun hefst þó á morgun jóladag og er ölduspá nokkuð hagstæð til dýpkunar næstu daga. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar […]

Sandra og Gísli Þorgeir og handknattleiksfólk ársins

Stjórn HSÍ hefur kosið handknattleikskonu og handknattleiksmann ársins, þau Söndru Erlingsdóttur og  Gísla Þorgeir Kristjánsson. Um Söndru segir: – Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna. Sandra lék í stórt hlutverk með Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.