Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. Félögin munu fljúga sitt síðasta flug til Húsavíkur þann 1. apríl nk. Ernir hóf áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012 og hefur félagið þannig haldið þessari loftbrú gangandi í tæp 12 á, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni.
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Mýflugi þar sem kemur fram að Mýflug fékk einnig stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars.
„Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verður því á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur er til 31. ágúst 2024. Á næstu vikum verður sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar.
Mýflug og Ernir vilja nota tækifærið og þakka samfélaginu öllu fyrir norðan fyrir frábært samstarf og ánægjuleg viðskipti en þó sérstaklega Stéttarfélaginu Framsýn sem stutt hefur við þessa loftbrú með fyrirmyndar hætti síðustu árin.
Sömu kveðjur senda félögin einnig til allra viðskiptavina sinna og bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum.
Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur.
Eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann.
Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafa lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig er hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri,“ segir í tilkynningunni.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst