Laxey – Stórum áfanga fagnað

Það var slegið upp veislu í Laxey í síðustu viku þegar því var fagnað að fyrstu hrognin eru komin í hús og skrifstofur að verða klárar. Þangað mættu eigendur, starfsfólk og fulltrúar fyrirtækja sem komið hafa að verkinu, alls um 100 manns. „Í dag var stór dagur hjá okkur í Laxey. Við tókum á móti […]

Fagnar 25 ára hjólbarðaþjónustu 

Óskar Elías Óskarsson er fæddur árið 1955 í Vestmannaeyjum. Eiginkona hans er Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir og saman eiga þau Hreiðar Örn Zoega Óskarsson og Óskar Elías Zoega Óskarsson. Óskar Elías tók við rekstri Áhaldaleigunnar 1984 en fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1971. Hjólbarðaþjónusta í 25 ár Óskar Elías hefur rekið Áhaldaleiguna ehf. frá árinu […]

VINNSLUSTÖÐIN KAUPIR BÚNAÐ SEM BREYTIR SJÓ Í DRYKKJARVATN

„Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Ætla má að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs en hinir tveir fljótlega á nýju ári. Tiltölulega einfalt er að tengja búnaðinn við veitukerfi bæjar eða fyrirtækja.“ Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. „Sjó er dælt […]

Hásteinsvöllur – Gervigras og flóðlýsing

Samkvæmt fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ári stendur til að setja gervigras og flóðlýsingu á Hásteinsvöll haustið 2024 til að uppfylla m.a. þær kröfur sem gerðar eru til keppnisvalla og vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar. „Tilgangurinn er að auka nýtingu á vellinum, bæði fyrir æfingar og keppni fyrir alla iðkendur. Unnið er áfram að undirbúniningi verkefnisins og öll […]

Framkvæmdir við Hamarsskóla á næsta ári

Forvinnu hönnunar á nýbyggingu Hamarsskóla er lokið og hönnun verið boðin út. Niðurstaða útboðs er að Efla mun sinna verkhönnun á viðbyggingu. Þetta kemur fram í þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar, fyrir árin 2025, 2026 og 2027 sem var samþykkt eftir seinni umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn. Vonir standa til að hægt verði að byrja á […]

Komust ekki áfram – Þökk sé dönskum dómurum

ÍBV er dottið úr Evrópukeppninni eftir jafntefli í seinni leik gegn Krems frá Austurríki 32:32. Leikið var í Vestmannaeyjum en fyrri leiknum lauk með 30:28 sigri Austurríkismanna. Eyjamenn þurftu því að vinna með þremur mörkum til að komast áfram. Sú varð ekki reyndin sem má þakka eða ekki þakka dómurum dönskum sem höfðu allt aðra […]

Ísfélag – Tæplega fjórföld eftirspurn

Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14:00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B. Þetta kemur fram á […]

Herjólfur III siglir til Landeyjahafnar

Farþegar athugið – Vegna siglinga 1-2. desember – Búið er að mæla dýpi í Landeyjahöfn og ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum en Álsnes heldur áfram dýpkun næstu daga og útlið fyrir siglingar til Landeyjahafnar skv. sjávarföllum er gott. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar sem segir að Herjólfur III siglir til […]

Mikill hugur í Hallarfólki – Flottasta jólahlaðborðið

„Lundaballið var glæsilegt hjá Elliðaeyingum og svo héldu bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið sínar árshátíðir hjá okkur. Ekki má gleyma afmæli Geisla sem var mjög gaman að hýsa. Við eigum allt okkar undir því að húsið sé notað og reynum að þjónusta alla með besta móti. Þá hafa aðrir viðburðir, sem eru þó nokkrir, gengið afar […]

Einsi kaldi og hans fólk tilbúið í jólaslaginn

„Sumarið byrjaði svo sem brösuglega en svo dró frá sólu og var sumarið bara mjög gott,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, öfluga veisluþjónustu og sér um skólamatinn í grunnskólanum. En nú er önnur vertíð framundan. Þegar jólin nálgast og aðventan gengur í garð lætur Einar Björn og hans […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.