Makrílveiðar á lokasprettinum

„Makrílveiðarnar hafa gengið misjafnlega eftir dögum. Veiðisvæðið stórt og nú er flotinn komin norður undir lögsögu Svalbarða þar sem ágætis veiði hefur verið um sl. helgi. Það þýða rúmar 600 sjómílur til Þórshafnar og 850 sjómílur til Eyja,“ sagði Eyþór Harðarsson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Ísfélagið hefur tekið á móti um 9000 tonnum af makríl og þar […]

ÁtVR – Söngur og gleði í þjóðhátíðartjaldinu

,,Það verður Þjóðhátíðarstemming á Menningarnótt í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Þá ætla félagsmenn ÁtVR , Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu að bresta í söng í þjóðhátíðartjaldinu sem Vestmannaeyjabær setur upp í ráðhúsinu,, segir Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR. Hún segir ÁtVR vera í hlutverki gestgjafa í tjaldinu og það sé góð stemming fyrir deginum. ,,Við munum […]

Þjóðhátíðarstemmning í Ráðhúsinu

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í tilefni af 50 ára goslokaafmælis og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Að sögn Eyjamannsins Þorsteins Gunnarsson borgarritara er þetta í annað sinn í sögu Menningarnætur í Reykjavík sem Eyjamönnum hlotnast þessi heiður en það gerðist síðast 2004. Hefð er fyrir því að vera með heiðursgesti á Menningarnótt, í fyrra var […]

Þrjú dýrmæt stig hjá Eyjakonum

Eyjakonur höfðu betur í mikilvægum leik gegn Keflavík í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0. Sannkallaður fallslagur þar sem Keflavíkurkonur eru eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í þriðja neðsta sæti með 17 stig. Neðst er Selfoss með 11 stig. Mark ÍBV skoraði Þóra Björg Stef­áns­dótt­ir á 62. Mínútu […]

Umgengni á tjaldsvæði – Aðstæður og umfang komu á óvart

„Við vorum með sama viðbúnað fyrir þjóðhátíðina í ár og á síðasta ári. Bjuggum að því að meðal starfsmanna var fólk sem var með okkur í fyrra,“ sagði Sreten Ævar rekstrarstjóri Landamerkis sem hefur umsjón með  tjaldsvæðinu við Þórsheimilið sem er þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið. Tilefnið er óánægja gesta með umgengni á tjaldsvæði og óþrifnað í […]

Vegleg dagskrá Eyjafólks á Menningarnótt Reykjavíkur

12 rammar

Vestmannaeyjar eru sérstakir gestir á Menningarnótt Reykjavíkur sem er laugardaginn 19. ágúst. Verður dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 13.00 til 17.00. Fyrir liggja drög að dagskránni en hún er ekki fullmótuð. Sett verður upp þjóðhátíðartjald þar sem Áttahagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík (ÁTVR) ætlar að standa vaktina og spjalla við gesti, bjóða uppá bakkelsi og fleira […]

Grímur kokkur og fleira gott fólk á Fiskidegi

Grímur Gíslason, Grímur kokkur í Vestmannaeyjum á sér fastan sess á Fiskideginum mikla á Dalvík sem nú stendur sem hæst. Búist er við allt að 40 þúsund gestum sem er ansi stór biti fyrir bæjarfélag sem telur um 2000 íbúa. „Þetta gengur allt mjög vel og fínasta veður,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, Svarfdælingur, Dalvíkingur, Eyjamaður […]

Grímur kokkur & co í þrettánda sinn

Ef einhver hátíð á landinu kemst nálægt því að standa jafnfætis Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er það Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem nú fer hafinn. Allt á þeirra forsendum og engu stolið. Og auðvitað eiga Eyjamenn verðuga fulltrúa á Dalvík eins og kemur fram á heimasíðu Fiskidagsins sem Atli Rúnar Halldórsson stýrir. „Já, já. Eyjamennirnir mæta […]

Óþrifnaður í Þórsheimilinu og okur á tjaldstæði

„Ég var gestur á fjölskyldutjaldsvæðinu hjá Þórsheimilinu þjóðhátíðarhelgina og var einnig starfsmaður ÍBV í gæslu á hátíðinni. Við ákváðum að nota fjölskyldutjaldsvæðið sem er bæði í stuttu göngufæri við Dalinn og með þjónustumiðstöð (Þórseimilið) eða öllu heldur að við héldum, að hægt væri að nota,“ segir kona í pósti til Eyjafrétta. Lýsing hennar er ófögur […]

ÁTVR í hlutverki húsráðenda í þjóðhátíðartjaldi á Menningarnótt  

Menningarnótt í Reykjavík Vegna 50 ára goslokaafmælis er Vestmannaeyjabær sérstakur gestur á Menningarnótt í Reykjavík, laugardaginn 19. ágúst. Óskað hefur verið eftir liðsinni félagsmanna ÁtVR, Átthagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík í viðburði bæjarins í Ráðhúsi Reykjavíkur þann dag milli kl. 13.00 og -17.00  Þjóðhátíðartjald verður sett upp í Tjarnarsalnum og þar verður boðið upp á heðfbundið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.