Það hefur ýmislegt dunið á Vestmannaeyingum síðasta árið. Byrjaði með bilun rafstrengs í byrjun síðasta árs. Í ljós kom að Herjólfur getur bilað og Landeyjahöfn er langt frá að skila því sem ætlað var. Ekki var útlitið bjart þegar vatnsleiðslan varð fyrir hnjaski í lok ársins 2023. Flestum hefði þótt nóg komið en nú bendir allt til þess að engin loðna verði veidd á vertíðinni með milljarða tapi fyrir Eyjarnar.
Einhvers staðar segir; allt er þá þrennt er en fullreynt í fjórða sem á vel við dæmin sem nefnd eru að ofan. En lengi getur vont versnað. Á þorra berst kröfugerð frá fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins um sölsa undir ríkið stóran hluta af Heimaey og allar eyjar og sker við Vestmannaeyjar. Verður að líta á þetta sem mestu ógn við tilverurétt Vestmannaeyjabæjar og allra sem hér búa síðan í gosinu 1973.
Ráðherra ræður engu
Munu tilmæli ráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur til óbyggðanefndar um að endurskoða afstöðu sína breyta einhverju þar um er heldur ólíklegt.
Þetta kemur fram í grein í nýjasta blaði Eyjafrétta þar sem leitt er líkum að því að tilmæli ráðherra gætu kannski lengt frestinn til að grípa til varna. Nú er ljóst að svo verður ekki því óbyggðanefnd fellst ekki á tilmæli ráðherra.
Mynd: Heimaklettur og Bjarnarey eru í sigti óbyggðanefndar sem vill sölsa Vestmannaeyjar undir ríkið.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst