Bálið á Fjósakletti lýsti upp Dalinn í blankalogni

Glatt logaði bálkösturinn á Fjósakletti í kvöld. Logarnir stigu beint til himins og lýstu upp Herjólfsdal sem skartaði sínu fegursta í blankalogni. Þúsundir þjóðhátíðargesta fylgdust með brennunni sem er einn af hápunktum Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Fjölbreytt dagskrá var í allt kvöld og var Brekkan þéttsetin fólki á öllum aldri sem naut þess sem boðið var upp […]
Víkingferðir keyra fólki í og úr Dalnum

Víkingferðir verða með keyrsluna í Dalinn þetta árið. Leiðirnar sem eru í boði eru með svipuðu sniði og í fyrra en takið eftir að leið 1 sem er á daginn og í gegnum bæinn er frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Leið 2 og 3 er í gegnum íbúðahverfin frá kl. 20:00 til 6:00, reynt […]
Lögreglan – Stuðlum að öryggi í samskiptum og virðum mörk

Talsverður fjöldi fólks er nú kominn til Vestmannaeyja og búist er við enn fleiri gestum í dag. Í gærkvöldi fór hið árlega húkkaraball fram í góðu veðri. Tveir gistu fangageymslur í nótt vegna ölvunar og fimm minniháttar fíkniefnamál komu upp. Að öðru leyti má segja að nóttin hafi verið fremur róleg. Lögregla hefur, sem fyrr […]
Bætt þjónusta fyrir þá sem eiga óhægt um gang

„Lögreglan ákvað að banna allan ónauðsynlegan akstur inn fyrir hlið í Dalnum. Þeir sem hafa bláan miða í bílnum frá Tryggingastofnunun ríkisins og gildir fyrir bílastæði fatlaðra fá að fara inn og leggja bílnum. Aðrir ekki,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV-íþróttafélags um breytta og aukna þjónustu fyrir fólk sem á erfitt með gang. „Þeir sem […]
Eitt af fjórum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins

Þann 14. júní samþykktu hluthafar Ísfélags Vestmannaeyja hf. sameiningu við Ramma hf. og breytingu á nafni félagsins í Ísfélag hf. Nú er rekstur félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, í Þorlákshöfn og á Siglufirði. „Nýja nafnið er stutt og laggott en við munum þó auðvitað tala um Ísfélagið hér eftir sem […]
Gísli Sigurðsson sýnir á Café Milano í Skeifunni

Gísli Sigurðsson, sem fæddur er í Vestmannaeyjum árið 1931, hefur teiknað frá því hann man eftir sér og hélt sína fyrstu sýningu í gamla safnaðarhúsinu á Selfossi í kringum árið 1960. Hann kenndi við Gagnfræðiskóla Selfoss í 20 ár, FSu í 20 ár og ritstýrði Þjóðólfi í 20 ár. Frá þessu er greint á DFS.is, […]
Páll Magnússon minnist góðs vinar

Vinur minn hann Óli á Hvoli er til grafar borinn í dag. Hann hrapaði til bana í Ystakletti – þeim stað á jörðinni sem honum þótti líklega vænst um. Óli var harðkjarna Eyjamaður. Hertur í þeim eldi að horfa ungur á æskuheimili sitt grafast undir glóandi hrauni; stundaði síðan sjóinn lengi vel – og bjargveiðimennsku […]
Söguganga í fótspor Tyrkjaránsmanna

Sunnudaginn 16. júlí nk. kl. 13 stendur Sögusetrið 1627 fyrir Tyrkjaránsgöngu og afhjúpun nýs söguskiltis. Í ár eru liðin 396 ár frá Tyrkjaráninu illræmda þegar ránsmenn frá Alsír í Norður- Afríku gengu á land í Vestmannaeyjum, drápu, særðu, rupluðu og tóku til fanga liðlega helming íbúa Vestmannaeyja. Ræningjarnir fluttu hátt á þriðja hundrað Eyjamenn til Alsír og […]
Saxófónn Stebba skó í góðum höndum

„Rétt fyrir tónleika okkar á föstudag afhentu Gísli og Góa okkur í Lúðrasveitinni saxófón Stebba Skó. Óskar Pétur smellti af mynd við tækifærið,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi sveitarinnar. „Stefán Sigurjónsson skósmiður eða Stebbi Skó var stjórnandi og félagi Lúðrasveitarinnar um árabil. Hann lést á síðasta ári eftir baráttu við Parkinson sjúkdóminn. Hann var holdgerfingur lúðrasveitarinnar og […]
Stórtónleikar LV stóðu undir nafni

Stórtónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja ásamt fjölda annarra flytjenda í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöld, föstudaginn 7. júlí, stóðu sannarlega undir nafni. Auk lúðrasveitarinnar komu þar fram frábærir söngvarar á borð við Júníus Meyvant (Unnar Gísla Sigurmundsson), Söru og Unu, Sæþór Vídó, Helga Björns, Jónsa og Siggu Guðna. Auk þeirra Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og kór Landakirkju. Fram kom […]