Alls 58 íbúðir í byggingu og 50 umsóknir

Samtals 60 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á næstu árum: Í dag eru 58 íbúðir í byggingu í Vestmannaeyjum, 38 í fjölbýli, tíu í rað- og parhúsum og tíu í einbýli. Fimmtán íbúðir hafa verið teknar í notkun það sem af er ári og um 50 eru í umsóknarferli. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Smára […]

Flogið daglega til Vestmannaeyja – Tímabundið

Vegagerðin hefur samið við Icelandair um að fljúga daglega til Vestmannaeyja meðan ferjan Herjólfur fer í slipp. Flogið verður einu sinni á dag á tímabilinu 30. nóvember til 6. desember. Til flugsins verða notaðar Dash-8 flugvélar en þær vélar taka 37 farþega.  Hægt er að bóka á vef Icelandair. Íbúar með lögheimili í Vestmannaeyjum eiga þess […]

Laxey – Fyrstu hrognin komin

Í morgun komu fyrstu hrognin í seiðaeldisstöð Laxeyjar við botn Friðarhafnar. Þar með er starfsemin hafin þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum. „Fyrsti skammturinn er 315.000 hrogn  en í framtíðinni eigum við að geta tekið við allt að […]

Jólaball fatlaðra er nú Jólahátíðin okkar

Jólahátíðin okkar verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 6. desember. Hátíðin er endurvakin eftir stutt hlé í covid en hún hefur verið haldin í rúmlega fjóra áratugi sem Jólahátíð fatlaðra. Húsið opnar kl. 19 og klukkan 20 hefst ballið. Á meðal þeirra sem fram koma eru Herra Hnetusmjör, Sigga Beinteins, Bjartmar Guðlaugsson, Sigga Ózk […]

Markaðsvirði Ísfélagsins 110 milljarðar

Nýlokið er fundi þar sem hluta­fjárút­boð Ísfé­lags­ins var kynnt. Þar kom fram mjög fjölbreytt starfsemi félagsins sem er með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu og með öflugan flota uppsjávar- og botnfiskskipa. Á fundinum fór Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri yfir rekstur Ísfélags sem stendur traustum fótum í íslenskum sjávarútvegi. Ari­on banki, ásamt Íslands­banka og Lands­bank­an­um eru […]

Herjólfur í slipp – Gamli leysir af

Herjólfur fer í slipp um miðja þessa viku en í síðustu viku kom í ljós bilun í annarri skrúfu skipsins. Þetta kemur fram á mbl.is og einnig er sagt að gamli Herjólfur sigli á meðan sá nýi er í slipp. Ekki er þó komin nákvæm dagsetning á slippinn. Siglt á há- háflóði „Núna er blíðskap­ar­veður […]

Laxey fær fyrstu hrognin á þriðjudaginn

Á þriðjudaginn, 28. nóvember tekur Laxey við fyrstu laxahrognunum í seiðaeldisstöð fyrirtækisins við botn Friðarhafnar. Þar með má segja að starfsemin sé hafin, þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum. „Fyrsti skammturinn er 300.000 hrogn  en í framtíðinni eigum […]

Loksins hillir undir flug

„Samgöngur til Vestmannaeyja eru okkar lífæð og er ástandið í dag langt frá því að vera ásættanlegt,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri á Fésbókarsíðu sinni. „Innviðaráðuneytið staðfesti á fundi í morgun að ætlunin sé að hefja flug til Eyja í byrjun desember. Við bíðum eftir upplýsingum um nánari útfærslu. Einnig var óskað eftir því við ráðuneytið […]

Aukin skilvirkni, hagkvæmni og rík samfélagsábyrgð

  Fundur SFS í Vestmannaeyjum 8. nóvember sl. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi héldu í hringferð um landið til að heyra, beint og milliliðalaust, hvað væri helst að brenna á fólki í tengslum sjávarútveginn. Yfirskrift hringferðarinnar var Hvað hefur sjávarútvegurinn gert fyrir þig? en sjálfbær nýting sjávarauðlindarinnar og hvernig arðinum af henni er skipt varðar okkur öll. Heiðrún […]

Ísfélag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland

Birting lýsingar og hlutafjárútboð Ísfélags hf. Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.