Eftir heldur brokkgenga byrjun ÍBV eftir jólafrí, bæði í meistaraflokki karla og kvenna í Olísdeildinni náðu karlarnir góðum spretti í dag. Eru komnir í undanúrslit í bikarnum eftir sjö marka sigur á Aftureldingu á heimavelli, 34:27. Staðan í hálfleik var 15:14.
Þar með eru Eyjamenn komnir í fjögurra liða úrslit bikarsins sem fer fram í Laugardalshöllinni aðra helgi í mars. Hlýtur að teljast gott veganesti að slá út Bikarmeistarna frá í fyrra. Og ekki síður í titilvörninni í Olísdeildinni þar sem ÍBV stóð uppi sem sigurvegari í fyrra.
Markahæstir hjá ÍBV voru Elmar og Arnór með sex mörk, Dagur í Kári með 5 en alls náðu 11 leikmenn að koma boltanum í netið hjá andstæðingunum. Pavel varði 7 skot og Petar 5.
Mynd Sigfús Gunnar.
Elmar skoraði sex mörk í leiknum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst