Barnaskóli og Hamarsskóli verði sjálfstæðir

Á síðasta fundi tók fræðsluráð Vestmannaeyja fyrir niðurstöðu starfshóps um starfsemi Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) sem leggur til að GRV verði framvegis tvær rekstrareiningar með sinn hvorum skólastjóranum í annars óbreyttri mynd. Hamarsskóli verði yngsta stigs skóli og Barnaskóli sem miðstigs- og efstastigs skóli, frá og með haustinu 2024. „Lagt er til við fræðsluráð að myndaður […]
Ágúst og Arna eiga jólahúsið í ár

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur hefur valið jólahús 2023. Þetta er tuttugusta og fjórða árið sem jólahús er valið. Í á voru á þriðja tug húseigna tilnefndar og fyrir valinu varð hús Ágústs V. Steinssonar og Örnu Ágústsdóttur að Búhamri 12. Bjarni Guðjón Samúelsson frá Lionsklúbb Vestmannaeyja afhenti hjónunum veglega jólaskreytingu frá klúbbfélögum […]
Eyjamenn í toppbaráttunni

ÍBV var nokkrar mínútur að komast í gang í leiknum gegn Víkingum í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í gær. Á sjöttu mínútu var staðan 2:2 en þá tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. Í hálfleik var staðan 19:10 og lokatölur 40:22. Má segja að ÍBV hafi þar með náð að hefna fyrir tapið gegn Víkingum […]
Líkn gefur HSU í Vestmannaeyjum blöðruskanna og heyrnamælingartæki

Kvenfélagið Líkn afhenti heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum heyrnamælingartæki og blöðruskanna á dögunum. Iðunn Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, veitti þeim viðtöku fyrir hönd deildarinnar. Um er að ræða tæki, að andvirði 1.690.381 króna. En samanlagt virði gjafa sem Kvenfélagið Líkn hefur tekið þátt í að gefa til HSU í Vestmannaeyjum á þessu ári er 4.281.981- og hefur félagið […]
Laxey – Stórum áfanga fagnað

Það var slegið upp veislu í Laxey í síðustu viku þegar því var fagnað að fyrstu hrognin eru komin í hús og skrifstofur að verða klárar. Þangað mættu eigendur, starfsfólk og fulltrúar fyrirtækja sem komið hafa að verkinu, alls um 100 manns. „Í dag var stór dagur hjá okkur í Laxey. Við tókum á móti […]
Fagnar 25 ára hjólbarðaþjónustu

Óskar Elías Óskarsson er fæddur árið 1955 í Vestmannaeyjum. Eiginkona hans er Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir og saman eiga þau Hreiðar Örn Zoega Óskarsson og Óskar Elías Zoega Óskarsson. Óskar Elías tók við rekstri Áhaldaleigunnar 1984 en fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1971. Hjólbarðaþjónusta í 25 ár Óskar Elías hefur rekið Áhaldaleiguna ehf. frá árinu […]
VINNSLUSTÖÐIN KAUPIR BÚNAÐ SEM BREYTIR SJÓ Í DRYKKJARVATN

„Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Ætla má að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs en hinir tveir fljótlega á nýju ári. Tiltölulega einfalt er að tengja búnaðinn við veitukerfi bæjar eða fyrirtækja.“ Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is. „Sjó er dælt […]
Hásteinsvöllur – Gervigras og flóðlýsing

Samkvæmt fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ári stendur til að setja gervigras og flóðlýsingu á Hásteinsvöll haustið 2024 til að uppfylla m.a. þær kröfur sem gerðar eru til keppnisvalla og vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar. „Tilgangurinn er að auka nýtingu á vellinum, bæði fyrir æfingar og keppni fyrir alla iðkendur. Unnið er áfram að undirbúniningi verkefnisins og öll […]
Framkvæmdir við Hamarsskóla á næsta ári

Forvinnu hönnunar á nýbyggingu Hamarsskóla er lokið og hönnun verið boðin út. Niðurstaða útboðs er að Efla mun sinna verkhönnun á viðbyggingu. Þetta kemur fram í þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar, fyrir árin 2025, 2026 og 2027 sem var samþykkt eftir seinni umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn. Vonir standa til að hægt verði að byrja á […]
Komust ekki áfram – Þökk sé dönskum dómurum

ÍBV er dottið úr Evrópukeppninni eftir jafntefli í seinni leik gegn Krems frá Austurríki 32:32. Leikið var í Vestmannaeyjum en fyrri leiknum lauk með 30:28 sigri Austurríkismanna. Eyjamenn þurftu því að vinna með þremur mörkum til að komast áfram. Sú varð ekki reyndin sem má þakka eða ekki þakka dómurum dönskum sem höfðu allt aðra […]