Nýr sjóðari og forsjóðari tryggja og auka afköst

„Við erum að taka inn nýjan sjóðara, 160 m2 sem kemur frá Norska fyrirtækinu Fjell. Hér er fyrst og fremst verið að horfa í rekstaröryggi, að geta haldið uppi afköstum og vonumst einnig eftir auknum afköstum. Er stærð sjóðara í verksmiðjunni þá orðin umtalsverð og með frekari fjárfestinu eiga þeir að ráða við aukna afkastagetu,“ […]
Sóknarfæri í nýsköpun / kynningarfundur á netinu

Sóknarfæri í nýsköpun, kynningarfundur verður á netinu 30. nóvember kl.13:00-14:00. Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna sunnlenskur viðskiptahraðall þar sem áhersla er lögð á verkefni sem tengjast orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum. Hraðlinum verður stýrt af Svövu Björk Ólafsdóttur stofnanda RATA sem jafnframt leiðir kynningarfundinn. Hraðallinn er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum […]
Lionsklúbburinn – Ókeypis blóðsykursmæling

Sykursýki – Baráttumál Lionshreyfingarinnar í áratugi! Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á HSU í Vestmannaeyjum og Apótekarann við Vesturveg. Bjóða bæjarbúum upp á ókeypis blóðsykursmælingu í Apótekaranum fimmtudaginn 24. nóvember milli kl. 13,00 og 16.00. Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö. Aukin þyngd […]
Eyjafréttir stútfullar af efni

Nýtt blað Eyjafrétta kemur út í dag og er að venju fullt af athyglisverðu efni. Hæst ber fjögurra síðna umfjöllun um málstofu um Kveikjum neistann. Má líka nefna viðtöl við fulltrúa nýrra eigenda Hótels Vestmannaeyja og viðbrögð trúnaðarmanns starfsfólks í Leo Seafood og Arnars Hjaltalín, formanns Drífanda við væntanlegum kaupum Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og […]
Júníus Meyvant – Ný plata og stórtónleikar

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Hann er nýkominn heim af tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem hann hitaði upp fyrir hljómsveitina Kaleo og í síðustu viku gaf hann út nýja plötu sem ber nafnið Guru. Blaðamaður Eyjafrétta sló á þráðinn til Júníusar og lék forvitni á að vita hvernig […]
Tryggvi Hjalta – Staða drengja versnar stöðugt

Tryggvi Hjaltason, baráttumaður fyrir bættri stöðu drengja á Íslandi skrifar eftirfarandi pistil á Fésbókarsíðu sína: „Dómsmálaráðherrann okkar var að lýsa yfir stríði á hendur skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Merki er uppi um vaxandi fjölda alvarlegra líkamsmeiðinga og afbrota hjá ungu fólki, sérstaklega ungum karlmönnum. Þetta er erfið samfélagsleg áskorun. Ég hef verið hugsi undanfarin ár. […]
Hagamýs nema land í Vestmannaeyjum

Hagamús hefur nýverið numið land í Vestmannaeyjum. Fram til þessa höfðu þar einungis verið húsamýs. Hagamús er algeng og útbreidd nagdýrategund sem að öllum líkindum kom til Íslands með landnámsmönnum á 10. öld og hefur verið hér síðan. Þetta kemur fram á vef Náttúrustofnunar Íslands þar sem segir að þrjár aðrar nagdýrategundir lifi á Íslandi, […]
Herjólfur í Eyjum – Óvissa með framhaldið

Eftir að bilun kom upp í framhlera á Herjólfi í gærkvöldi horfum við fram á verulega röskun á samgöngum milli lands og Eyja. Herjólfur sigldi frá bryggju í Þorlákshöfn kl. 02:15 og liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum þar sem unnið er að viðgerð. Á heimasíðu Herjólfs segir að fyrri ferð dagsins í Þorlákshöfn falli […]
KFS – Óðinn áfram þjálfari

Það er með ánægju sem við tilkynnum að Óðinn Sæbjörnsson verður áfram þjálfari KFS í þriðju deild. KFS náði góðum árangri í sumar og sigldi lygnan sjó í deildinni þvert á allar spár og endaði í sjötta sæti deildarinnar af tólf liðum. Með KFS leika margir ungir og efnilegir leikmenn sem hafa í gegnum tíðina […]
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu

Kamilla Dröfn Daðadóttir og Sara Rós Sindradóttir komu í Rauða krossinn með peninga, sem þær höfðu safnað með dósasöfnun, og vildu þær endilega koma þeim peningum til barna í Úkraínu. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir gjöfina. Þessi mynd var tekin þegar þær afhentu afrakstur söfnunarinnar í Rauða krossinn. Með þeim eru Sigurður Ingason formaður og […]