Henry P. Lading enn og aftur

„Þegar ég kom úr tuðruferð í gærkvöldi var þessi prammi/skip kominn að bryggju,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar á FB-síðu sinn fyrir skömmu. „Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta – og enn frekar þegar ég sá nafnið – Henry P. Lading. Þetta skip sá ég síðast einmitt í júlí 1968. Þá var ég 14 […]

Mikilvægur leikur hjá KFS í dag

KFS, sem leikur í þriðju deild karla mætir ÍH á Týsvelli klukkan 14.00 í dag. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið.  KFS er í níunda sæti með 10 stig eftir níu umferðir. ÍH er með 8 stig eftir jafnmarga leiki en þetta er síðasti leikur deildarinnar í 10.  umferð. Biður KFS um góðan stuðning. (meira…)

Eyjakonur tóku Fram í kennslustund

ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að vinna stórsigur á Fram, 30:25, í 14. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum. ÍBV fór a.m.k. tímabundið upp fyrir Val sem er þessa stundina að leik við KA/Þór á Akureyri,“ segir á handbolti.is, Yfirburður ÍBV voru miklir í leiknum því á löngum […]

Heilsueflingardegi frestað til 5. febrúar

Vegna  slæmrar veðurspár um næstu helgi höfum við tekið ákvörðun um að fresta heilsueflingardeginum til sunnudagsins 5. febrúar. Ákveðið var að málþingið yrði á laugardaginn, 28. janúar en er nú frestað. Dagskrá verður fjölbreytt en eins og áður kemur fram verður fólk að sína biðlund því byr mun ráða þó kóngur vilji sigla. (meira…)

Með fyrstu vél sem lenti í Eyjum

Garðar Sigurðsson – Þingmaður og bæjarfulltrúi: Í jólablaði Frétta 1989 var stórt viðtal við Garðar Sigurðsson sem var bæjarfulltrúi og síðar þingmaður Alþýðubandalagsins. Garðar hafði setið tvö ár á þingi þegar Heimaeyjargosið hófst, 23. janúar árið 1973. Hann ætlaði til Eyja þá um helgina en komst ekki vegna veðurs, en var í fyrstu flugvélinni sem […]

Þakkarefni að ekki varð manntjón

Úr fundargerð bæjarstjórnar fyrir 50 árum: Árið 1973, þriðjudaginn 23. janúar kl. 10.00 var fundur haldinn í bæjarstjórn Vestmannaeyja á skrifstofu bæjarstjóra.  Samkvæmt fundargerð  sátu fundinn þeir Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri,  Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, Gunnar Sigurmundsson, Jón Traustason, Jóhann Friðfinnsson, Reynir Guðsteinsson, Guðmundur Karlsson og Guðlaugur Gíslason. Einnig voru mættir á fundinn yfirlögregluþjónn, slökkviliðsstjóri, rafveitustjóri og bæjartæknifræðingur. Forseti kvað sér […]

Heilt bæjarfélag á vergangi og mikil óvissa

Sigurgeir Kristjánsson – Forseti bæjarstjórnar í gosinu – Bæjarbúar sýndu æðruleysi og dug – Unnu þrekvirki við uppbyggingu Sigurgeir Kristjánsson var forseti  bæjarstjórnar Vestmannaeyja þegar gosið hófst á Heimaey. Hann boðaði til fundar í bæjarstjórn um morguninn kl.10:00, 23. janúar þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp var komin í bæjarfélaginu. Ríkisstjórn Íslands hélt fund daginn eftir og ákvað […]

Dagur borgarstjóri – Reykjavík og Vestmannaeyjar

Kæru Vestmannaeyingar nær og fjær! Borgarráð bauð Vestmannaeyjabæ að verða heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í ágúst 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Undirbúningur er þegar hafinn og mikil tilhlökkun í loftinu. Fáir atburðir hafa styrkt tengsl Eyja og Reykjavíkur meira en gosið í Heimaey. Á einni nóttu gjörbreyttist veruleiki Eyjamanna […]

Sjómenn unnu einstætt björgunarafrek

Guðlaugur Gíslason, fyrrum bæjarstjóri og þáverandi þingmaður hafði ætlað til Reykjavíkur þann 22. janúar en ekki gaf til flugs. Var heima hjá sér, fann jarðskjálfta en verður ekki var við neitt athugavert fyrr en sonur hans, Gísli Geir var mættur á bifreið sinni ásamt Öddu konu sinni og þremur dætrum, Þórunni, Hörpu og Dröfn. Voru […]

Sannfærður um að Katla væri að fara af stað

„Ég var nú bara hérna í stofunni að hlusta á plötur og um kvöldið var ég búinn að telja 15 jarðskjálftakippi. Svo fór ég að sofa um hálf tvö leytið um nóttina. Ég var alveg sannfærður um að þarna væri Katla að fara af stað,“ segir Magnús H. Magnússon bæjarstjóri um gosnóttina í viðtali við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.