Merkileg sýning um einstakan mann

Hún er áhugaverð sýningin sem opnuð var í Einarsstofu á Safnahelgi og stendur enn.  Sýningin er í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar á Sóla, Eyjamanns og blaðamanns sem ruddi braut og skapara Siggu Viggu svo eitthvað sé nefnt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur fjallaði um listamanninn af mikilli snilld. Ástþór Gíslason, sonur Gísla og Sunna Ástþórsdóttir […]

SA halda fund í Akóges á morgun

Samtök atvinnulífsins (SA) halda opinn vinnufund í Akogeshúsinu við Hilmisgötu kl. 10.00 í fyrramálið um lausnir til að losa íslenskt efnahagslíf út úr vítahring verðbólgu og vaxta. SA segja það algjört forgangsatriði fyrir bæði fyrirtæki og heimili og bjóða öllum sem eiga heimangengt að þiggja kaffi og hádegisverð og eiga gott samtal. SA hóf í […]

Deila ÍBV við HSÍ og Hauka nær nýjum hæðum

Ótrúleg óbilgirni HSÍ og Haukar hafa sýnt ótrúlega óbilgirni vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni kvenna. Neituðu að fresta leik sem fer fram á Ásvöllum í kvöld. Nú bætast samgönguerfiðleikar ofan á vanda Eyjakvenna og fara þær með Björgunarbátnum Þór í Landeyjahöfn til að geta mætt í leikinn á Ásvöllum í kvöld. Með Þór í Landeyjahöfn […]

Guðný skrifar undir tveggja ára samning

Knattspyrnudeild ÍBV greinir frá því með mikilli ánægju að Guðný Geirsdóttir hefur skrifað undir tvegjga ára samning við félagið. Hún kemur til með að vera lykilleikmaður í liðinu næstu árin en hún var valin besti leikmaður liðsins árið 2023 á lokahófi félagsins í kvöld. Guðný sem er 25 ára markvörður hefur vakið verðskuldaða athygli í […]

Hemmi áfram með ÍBV

Á lokahófi knattspyrnu ÍBV í gærkvöldi var staðfest að Hermann Hreiðarsson verður áfram við stýrið hjá meistaraflokki karla næsta tímabil. Bæði karla- og kvennalið ÍBV féllu úr efstu deild en það var engan bilbug að heyra á þeim sem tóku til máls á hófinu. Hvatt var til samstöðu og horft verði með björtum augum fram […]

Skilaboð HSÍ til ÍBV – Étið það sem úti frýs

Ykkur var nær að fara í Evrópukeppni, eru skilaboð HSÍ til ÍBV. Neitar sambandið að hliðra til leikjum liðsins í Olísdeild kvenna vegna þátttöku Eyjakvenna í Evrópukeppninni. Að óbreyttu mun ÍBV leika fjóra leiki á átta dögum auk þess að fljúga til Madeira þar sem þær spila í Evrópukeppninni. Tveir leggir hvora leið. Samkvæmt heimildum […]

Góður sigur á Norðankonum

Eyjakonur eru aftur á sigurbraut eftir dapurt gengi í síðustu leikjum. Sigruðu KA/Þór 25:16 á heimavelli í dag. Sunna Jónsdóttir fór fyrir sínum konum og skoraði  átta mörk. Marta stóð fyrir sínu í markinu og varði 14 skot, þar af tvö vítaskot. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þrátt […]

Safnahelgin nálgast – fjögurra daga veisla í boði

Dagana 2.-5. nóvember næstkomandi verður blásið til hinnar árlegu Safnahelgi í söfnum Vestmannaeyja. Meðal viðburða má nefna að á fimmtudeginum er ætlunin að  fremja einstakan listagjörning þar sem Ingvar Björn og félagar baða Heimaklett í óvæntu og nýju ljósi. Á föstudeginum verður tónlistardagskrá í Eldheimum í fyrsta lagi til minningar um Stellu Hauks sem hefði orðið […]

Strákarnir áfram í Evrópubikarnum

Seinni leik ÍBV og Dif­fer­d­ange í Lúx­em­borg í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta var að ljúka rétt í þessu. Lauk honum með 35:34 sigri Eyjamanna. Í fyrri leiknum hafði ÍBV betur, 34:30 og er liðið þar með komið í fjórðu umferð keppninnar. Þessar bráðskemmtilegu myndir tók Egill Egilsson,: ÍBV að fagna sigri.. Egill mætti […]

Með fjögurra marka forskot í seinni leikinn

ÍBV vann fjög­urra marka sig­ur, 34:30 á Dif­fer­d­ange í Lúx­em­borg í fyrri leiknum í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars karla í hand­bolta í gær.  ÍBV var 15:12 yfir í hálfleik og hélt þeirri for­ystu út síðari hálfleik­inn og vann að fjög­urra marka sig­ur.  Seinni leikurinn er í dag á sama stað og eru Eyjamenn í vænlegri stöðu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.