Lögreglan – Njótið kvöldsins heima fyrir

„Við viljum ítreka fyrir ökumönnum að vera ekki að fara af stað á illa útbúnum bifreiðum. Í dag voru helstu aðalgötur bæjarins ruddar. Nú er skafrenningur og skaflar byrjaðir að myndast sem erfitt er að komast í gegn um. Því eru flestar götur bæjarins illfærar fyrir fólksbifreiðar og lága jepplinga,“ segir í færslu sem lögreglan […]

Kiwanismenn í heimsókn á Hraunbúðum

Það er áralögn hefð hjá Kiwanisklúbbnum Helgafelli að heimsækja heimilisfólk á Hraunbúðum og afhenda þeim sælgætisöskju að gjöf í tilefni jólanna. Þetta var ánægjuleg heimsókn þar sem ekki hefur verið hægt að fara síðastliðin tvö ár vegna Covid og samkomutakmarkanna, en rétt áður en við lögðum í hann kom snjókoma og skafrenningur þannig að manni […]

Íris bæjarstjóri – Jólakveðja

Gleðilega hátíð. Nú er aðventan enn einu sinni gengin í garð og jólin komin; þau fyrstu síðan 2019 án samkomutakmarkana.  Samvera með fjölskyldunni er verðmæt og jólahátíðin býr til margar fjölskyldustundir sem skapa minningar með okkar besta fólki. Það er einmitt ekki síst á stórhátíðum eins og jólum og áramótum sem við finnum hvað þessi […]

Kjartan Másson – Engin helvítis ævisaga

Kjartan Másson, Eyjamaður með meiru er viðfangsefnið í bókinni – Engin helvítis ævisaga sem inniheldur aragrúa af skondnum og litríkum sögum sem Sævar Sævarsson hefur safnað saman frá ferli Kjartans Mássonar sem knattspyrnuþjálfari, leikfimi- og sundkennari og vallarstjóri í Keflavík. Það gustaði gjarnan af Kjartani enda var harður í horn að taka og fór ótroðnar […]

Fæturnir í lag í Eyjum – Fótaaðgerðarstofa Vestmannaeyja

Fótaðgerðarstofa Vestmannaeyja „Þetta er löggilt starfsgrein og teljast fótaaðgerðafræðingar til heilbrigðisstétta. Ég met ástand fóta, meðhöndla þau fótamein sem ekki krefjast sérhæfðari læknisfræðilegrar meðferðar,“ segir Valgerður Jóna Jónsdóttir. „Ég framkvæmi og met eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla og held sjúkraskrár samkvæmt lögum. Einnig veiti ég leiðbeiningar varðandi heilbrigði fóta og þau úrræði sem […]

Enginn fer í jólaköttinn í Eyjum – Flamingó

Flamingó Flamingo tískuvöruverslun hefur verið starfrækt síðan 1989 og fagnaði því 33 ára afmæli þetta árið. Eigendur verslunarinnar eru Gunnhildur Jónasdóttir og Sigurjón Pálsson. Flamingo býður upp á fjölbreytt úrval af fatnaði á bæði dömur og herra og leggjum við okkur fram við veita persónulega og góða þjónustu. Við tökum vel á móti ykkur og aðstoðum […]

Hársnyrtiþjónusta í Eyjum – Hárhúsið

Hárhúsið er staðsett á Brimhólabraut 1, áður Ísjakinn, við keyptum þar fyrir 7 árum og tókum allt í gegn þá, fram til ársins 2015 vorum við á Strandvegi 47 en fyrirtækið var stofnað í apríl 1999. Við erum þrjár starfandi á stofunni Maja, Þórunn og Henný Dröfn. Við leggjum áherslu á að hægt sé að […]

Fallegt hár í Eyjum – Viola

Viola Hárgreiðslustofan Viola er staðsett á Strandvegi 39. Hrönn Gunnarsdóttir hárgreiðslumeistari er með einkaleyfi á hinni vinsælu Amazone Keratin meðferð en hún er ein hér í Vestmannaeyjum með það leyfi. Vörurnar sem Hrönn býður upp á eru frá merkjunum Nak og Oszu.   (meira…)

Lífstíll og íslensk hönnun í Eyjum – Póley

Póley er lífstíls -og gjafavöruverslun staðsett á besta stað við Bárustíg. Í Póley færðu góða og persónulega þjónustu við val á gjöfum fyrir þig og þína og hjálp við að finna fallegan hlut inná heimilið. Það er mikið um íslenska hönnun í Póley og sem dæmi má nefna er fatnaðurinn frá Farmers Market til hjá […]

Snyrting og dekur í Eyjum – Mandala

Mandala Mandala snyrtistofa er staðsett á Kirkjuvegi 10. Boðið er upp á alhliða snyrtingu ásamt dásamlegum andlitsmeðferðum frá merkinu Guinot. Mikið úrval af ilmum fyrir dömur og herra frá hinum ýmsu merkjum sem koma í fallegum gjafakössum fyrir jólin. Förðunarvörur frá Clarins og Gosh standa alltaf fyrir sínu. Vinsælasta jólagjöfin að okkar mati eru samt alltaf […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.