Flóttamenn til Eyja án samráðs við bæinn

„Einhliða ákvörðun ríkisins um að leigja húsnæði fyrir flóttafólk í Vestmannaeyjum gerir sveitarfélaginu mun erfiðara fyrir að sinna nauðsynlegri þjónustu. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gagnrýnina fyrst og fremst snúa að samstarfsleysi ríkisins við Vestmannaeyjarbæ,“ segir á mbl.is. „Það sem við erum að gagnrýna er að þetta samstarf og samtal á sér ekki stað áður en […]
Halli Geir heimsmeistari á annarri

„Elsku Halli minn þurfti að víkja frá keppni á hægri hendi vegna meiðsla eftir fjórðu glímu. Hér er hann með Úkraínumanninum Oleh Zhokh sem er bestur í heiminum í 85.kg.flokki á vinstri. En við Eyjamenn eigum heimsmeistara í sjómann á vinstri líka,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, eiginkona Haraldar Geirs Hlöðverssonar sem vann frækin sigur í flokki […]
Konur unnu – Karlar töpuðu

Eyjakonur í handboltanum gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær þegar þær mættu Haukum í Olísdeildinni. Úrslitin urðu 23:24 en í hálfleik var staðan sextán mörk gegn ellefu okkar konum í vil. Er ÍBV í þriðja sæti deildarinnar. Á Skaganum var ÍBV í þægilegri stöðu, 2:0 yfir gegn ÍA í næst síðasta leik neðri hlutans […]
Undir gjallregni – Útgáfuteiti í Eldheimum í dag

„Fjölmennt útgáfuteiti Óla á Stapa móðurbróður míns haldið í Pennanum Eymundssyni við Skólavörðustíg í gær. Undir gjallregni heitir þessa magnaða bók sem er svo listilega vel skrifuð um upplifun hans í eldgosinu í Eyjum 1973 þar sem hann starfaði sem lögreglumaður. Frásögn sem lætur engan ósnortin. Fyrsta bók frænda sem er kominn á tíræðisaldur,“ segir […]
Salsagengi og „tvíbbar“ í vélarrúmi Gullbergs

Efni standa til þess að stigin séu spor í salsadansi í vélarrúmi Gullbergs VE-292 þegar þannig stendur á. Víst er að fá ef nokkur önnur skip í íslenska flotanum eru mönnuð til slíkra hluta. Reyndar á það kannski við um allt Evrópska efnahagssvæðið og þótt víðar væri leitað að vandfundnir eru vélstjórar sem hafa tileinkað […]
Marhólmar efstir í flokki meðalstórra fyrirtækja

Matvælafyrirtækið Marhólmar ehf. vermir efsta sætið á lista „topp tuttugu“ meðalstórra fyrirtækja á nýbirtum lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2022. Á samanlögðum lista allra 875 framúrskarandi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu eru Marhólmar í 119. sæti. Óhætt því að óska Marhólmafólki til hamingju með framúrskarandi árangur! Í tilefni dagsins birtum við […]
Vellíðan – grundvöllur að námi

Allir foreldrar þekkja það að hamingja barna þeirra er gríðarlega stór þáttur í þeirra lífi. Það er ekki að tilefnislausu að orðatiltækið; þú ert jafn hamingjusamur og þitt óhamingjusamasta barn, sé gjarnan hent út í samtalið um börn og hamingju. Skólasamfélagið þekkir þetta líka, starfsfólk skólanna gerir hvað þau geta til að öllum líði sem […]
Kveikjum neistann í GRV – Málþing í dag

Verkefni sem vakið hefur athygli víða um heim Síðasta haust fór af stað í fyrsta bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) þróunarverkefnið „Kveikjum neistann!“. Eitt af grunnmarkmiðum þess er að efla nemendur í lestrarfærni og almennri grunnfærni í skóla. Verkefnið er viðamikið og margir koma þar að en Hermundur Sigmundsson, prófessor leiðir það í samvinnu við […]
Eldheimar – Sýning til heiðurs náttúruvísindamanninum Daníel Solander

Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi er sett upp til að minnast þess að í ár eru 250 ár liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Sýningin opnar í Eldheimum í dag kl 17:00. Að þessu tilefni verða opnaðar tvær sýningar: Solander 250: Bréf frá Íslandi og Paradise Lost – Daniel Solander’s Legacy, […]
Fjögurra marka tap gegn Val

ÍBV-konur urðu að lúta í lægra haldi fyrir Valskonum í leik í Olisdeildinni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi 26:31. Bestar Hjá ÍBV voru Sunna Jónsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir bestar. Skoruðu báðar átta mörk. ÍBV er með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Næsti leikur er gegn Haukum í Hafnarfirði klukkan 14.00 á laugardaginn. Mynd Sigfús Gunnar. […]