Stærsti sigur ÍBV í efstu deild?

ÍBV komst upp að hlið Fram í annað til þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik með stórsigri, 43:25, á nýliðum Harðar frá Ísafirði í Vestmannaeyjum í dag. Eftir því sem fram kom í skeleggri lýsingu á ÍBVtv þá leikur sterkur grunur á að um stærsta sigur ÍBV sé að ræða í kappleik í efstu deild […]

Herjólfur – Fyrsta ferð á morgun kl. 12.00

Farþegar athugið – Vegna siglinga sunnudaginn 2.október. Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar á sem ætla sér að ferðast með okkur í fyrramálið að spáð er hækkandi ölduhæð í nótt sem á að ganga niður þegar líða fer á hádegi. Að því sögðu siglir Herjólfur skv. eftirfarandi áætlun á morgun sunnudag Brotför frá Vestmannaeyjum kl. […]

ÍBV-konur enda í sjötta sæti

Eyjakonur voru sannfærandi á Hásteinsvelli þar sem þær mættu Aftureldingu í síðasta leik Bestu deildarinnar í ár. Höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu 3:0-heima­sig­ur en lið Aft­ur­eld­ingar var fallið. ÍBV endar því í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig sem­ verður að teljast ásættanlegt.  Mörk ÍBV skoruðu Olga Sevcova sem gerði tvö mörk og Ameera Hus­sen […]

Þriðju flokkar – Birna María og Birkir best

Í vikunni fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni ásamt því að farið var til Svíþjóðar í júlí og tekið þátt í Gothia Cup. KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokk fyrir tímabilið og lengdist það í báða […]

Öllum boðið í Vísindakaffi í Þekkingarsetrinu á mánudaginn

„Þetta er Evrópuverkefni sem Rannís skipuleggur hér á landi og við köllum Vísindakaffi. Það byrjar í Reykjavík á laugardaginn en við ásamt fimm öðrum stöðum úti á landi verðum með okkar vísindakaffi á mánudaginn. Hjá okkur er það frá klukkan 16.30 til 19.00. Eru allir velkomnir að kíkja við í Þekkingarsetrinu,“ sagði dr. Filipa Samarra […]

Nýr og glæsilegur Þór til heimahafnar á morgun

Þór, nýtt björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja er væntanlegt til Vestmannaeyja á morgun, laugardag og verður til sýnis á sunnudaginn. Áætlað er að Þór leggist að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:10. Í framhaldinu verður stutt athöfn þar sem skipið fær blessun og því gefið formlega nafn. Þessi athöfn er fyrir félagsmenn Björgunarfélagsins og boðsgesti. Almenningi gefst kostur […]

Nú er sumarvinnu Vestmannaeyjabæjar lokið

Nú fer senn að líða að vetri og ekki seinna vænna en að horfa yfir farinn veg. Í sumar voru tveir umhverfis hópar starfandi hjá okkur og voru um 40 einstaklingar 17 ára og eldri í sumarstörfum. Um 40 einstaklingar voru starfandi hjá Vestmannaeyjabæ við umhverfisstörf í sumar. Starfræktir voru tveir hópar sem störfuðu undir stjórn […]

Harpa mætir með Tralla til Eyja

Tralli er kynlaus kvistur, einfaldur og sjálfumglatt hrekkjusvín og umfram allt reynir að ná sínu fram þó það sé oftast langsótt. Hann varð til á því herrans ári 2008. Hann á lítinn bróður sem heitir Halli og segir fátt eða alls ekki neitt og því hentar hann Tralla vel. Aðrir meðlimir fjölskyldu Tralla eru mestmegnis glæpamenn og ómenni. Tralli hefur sterkar […]

Um 650 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Áhersla var lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum. Alls bárust umsóknir um framlög til 60 verkefna og hlutu 54 þeirra styrk. Hæstu framlögin renna til hjúkrunarheimila […]

Vetraropnun á Bókasafni Vestmannaeyja 

Þann fyrsta október nk. hefst vetraropnun á Bókasafninu. Það þýðir að opið er alla virka daga frá kl. 10-18. Einnig verður sú nýjung að opið verður á laugardögum frá kl. 11-14. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um að auka við opnunartíma safnsins til að koma til móts  við sem flesta og bæta þjónustu við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.