Hressó – eitthvað fyrir alla

Í Hressó er boðið upp á úrval af líkamsræktartímum við allra hæfi. Þeir sem sækja stöðina eru frá 12 ára og yfir 80 ára! Ef þig langar til að æfa þá erum við með lausnina fyrir þig. Hvort sem þú vilt æfa á eigin vegum í tækjasal eða fá leiðsögn í hóptímum. Það eru allir […]

Hákon Daði að komast á skrið

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson leikmaður Gummersbach gerir sér góðar vonir um að fá grænt ljós til þess að mega æfa á fullu á nýjan leik með samherjum sínum eftir eina til tvær vikur. Hann staðfesti þetta í skilaboðum til handbolta.is. Hákon Daði sleit krossband skömmu fyrir síðustu áramót. „Ég er að búast við að fá […]

Teflt á tæpasta vað með vatn og rafmagn

„Við þurfum aðra vatnsleiðslu, nýjan rafstreng milli lands og Eyja, meira varaafl og það er nauðsynlegt að Landsnet tryggi okkur öruggari flutning á rafmagni uppi á landi,“ segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs hjá HS-Veitum í Vestmannaeyjum. Hann leggur áherslu á þá staðreynd að vatnsleiðslan sem lögð var milli lands og Eyja árið 2008 er sú […]

– Heilsan – Halló rútína!

Haustið er tími endurnýjaðs skipulags, þá tekur við ný dagskrá eftir sumarfrí, þó það megi deila um hvort sumarið hafi yfir höfuð heimsótt okkur þetta árið. Í huga margra Vestmannaeyinga hefst haustið um leið og þjóðhátíðartjaldið er komið í geymslu, en hjá öðrum er það ekki fyrr en skóla- og íþróttastarf hefst af krafti og […]

Glaðlyndur og með trú þrátt fyrir mótbárur

Erlingur Richardsson handboltaþjálfari er flestu Eyjafólki vel kunnur, hann hefur alla tíð verið vel virkur í íþróttahreyfingunni og er í sífelldri leit að betri nálgun á verkefnin sín, hver sem þau eru hverju sinni. Sem dæmi má nefna að þegar Erlingur þjálfaði meistaraflokk kvenna í handbolta ÍBV, þegar blaðamaður var þá enn að æfa íþróttina, […]

Heimgreiðslur frá fyrsta september

Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12 til 16 mánaða aldri hvort sem forráðamenn þiggja boð um leikskólagöngu fyrir barnið eða ekki á því aldursbili. Heimgreiðslur eru greiddar frá þeim degi sem barn nær 12 mánaða aldri og þær falla niður þann dag sem barn […]

ÍBV – Íþróttafélag – Sæunn býður sig fram til formanns

Framhaldsaðalfundur fer fram í Týsheimilinu miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20:00. Framboðsfrestur til stjórnar rann út á sunnudag, eftirfarandi framboð bárust til setu í aðalstjórn félagsins. Framboð til stjórnar: Arnar Richardsson Björgvin Eyjólfsson Bragi Magnússon Erlendur Ágúst Stefánsson Guðmunda Bjarnadóttir Jakob Möller Kári Kristján Kristjánsson Örvar Omrí Ólafsson Sara Rós Einarsdóttir Framboð til formanns: Sæunn Magnúsdóttir (meira…)

Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Harpa hefur starfað við íslensk og erlend söfn í rúm 20 ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að […]

Krónan Gegn verðbólgu – Frystir vöruverð

Krónan svarar ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið baráttunni gegn verðbólgu og frystir verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum First Price og Krónunnar.  Vörur undir vörumerkjum Krónunnar og First Price spanna fjölbreytt vöruval og eru ódýrustu valkostirnir í sínum vöruflokkum. Er þetta eitt af skrefum Krónunnar til að reyna að sporna við hækkandi […]

Arna stefnir á nám ljósmóðurfræðum

Arna Huld Sigurðurdóttir lætur af störfum sem deildarstjóri á Sjúkradeildinni í Vestmannaeyjum þann 1. september nk. Hún starfar áfram sem hjúkrunarfræðingur á HSU samhliða því sem hún hefur nám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu HSU þar sem Örnu er þakkað fyrir vel unnin störf sem stjórnandi á HSU. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.