KFS enn á fljúgandi siglingu

KFS er á fljúgandi siglingu eftir 2:1 sigur á Týsvelli í dag á móti sterku liði Kára frá Akranesi. Tómas Bent Magnússon og Ásgeir Elíasson skoruðu mörk KFS. Liðið lyfti sér upp í 6. sæti deildarinnar og er með 18 stig eftir 11 leiki. KFG og Viðir eru í efstu sætunum með 24 stig eftir […]

ÍBV – Samkomulag um sáttanefnd

Í dag kl 15:00 mættust forsvarsmenn handknattleiksdeildar, knattspyrnudeildar og aðalstjórnar til að undirrita samkomulag um skipun sáttahóps. Aðalstjórn dregur ákvörðun um breytta skiptingu tekna til baka frá 15. mars sl. gegn því að sáttahópur um skiptingu milli deilda verði skipaður í félaginu. Sáttahópurinn skal skipaður fimm aðilum, tveimur aðilum frá hvorri deild í félaginu, alls 4 aðilar, […]

Ný skilti og útgáfudagskrá

Hinn 16. júlí eru 395 ár liðin frá því að alsírsk ræningjaskip komu hér til Vestmannaeyja, rændu, brenndu, drápu 36 Vestmannaeyinga og tóku með sér 242 manneskjur héðan til Alsír, í Barbaríið, eins og Íslendingar kölluð Alsír á þeim tíma. Þar beið fólksins þrældómur og ill meðferð. Um 200 íbúar urðu eftir í Vestmannaeyjum, þjakaðir […]

Þurfum að halda einbeitningunni  áfram

Hlé er nú á leikjum í Bestu deild kvenna vegna Evrópumeistaramótsins í Englandi. Við fengum þjálfara kvennaliðsins, Jonathan Glenn í  stutt spjall en hann hefur náð góðum árangri með ÍBV það sem af er sumri og liðið situr í þriðja sæti deildarinnar. Var Jonathan valinn besti þjálfari fyrrihluta tímabilsins þegar það var gert upp á […]

Félagið okkar í mestu ógöngum frá stofnun ÍBV íþróttafélags 

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hún óskar þess að Þjóðhátíð fari fram með friði og spekt. Áður hafði aðalstjórn tekið ólöglega og ranga ákvörðun sem hún vissi að myndi sprengja félagið, en fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins hafði tjáð núverandi framkvæmdastjóra það áður en ákvörðunin var tekin að sú yrði afleiðingin. Hver […]

Lagning ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyja

Undanfarna daga hafa undarleg tæki sést að störfum í Dverghamrinum þegar tvær götufræsivélar hófu að fræsa raufar í malbikið fyrir ljósleiðaralögn. Hér eru á ferð starfsmenn Línuborunar sem eru að byrja að leggja blástursrör fyrir nýtt fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar, Eygló ehf. Eygló ehf. mun halda utan um lagningu ljósleiðara í þéttbýli Vestmannaeyjabæjar. Félagið er […]

Ráðhúsið opið viðskiptavinum

Stjórnsýslu- og fjármálasvið (bæjarskrifstofan) hefur komið sér fyrir og hafið starfsemi í Ráðhúsinu. Frágangur á 2. og 3. hæð er langt kominn, en eftir er að mála húsið að utan og ljúka framkvæmdum á 1. hæð hússins, þar sem umhverfis- og framkvæmdasvið (tæknideildin) verður staðsett. Búið er að koma fyrir rampi að öðrum af tveimur […]

Íslandsbanki gefur LV annað málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur

„Á síðasta ári áttu sér stað breytingar á eignarhaldi Íslandsbanka og varð bankinn þá ekki lengur í einkaeigu ríkisins. Stjórn Íslandsbanka ákvað af þeim sökum að gefa hluta listaverkasafns bankans til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna. Þegar ákvörðun bankans var kynnt voru nokkur listaverk gefin völdum söfnum og fékk Listasafn Vestmannaeyja við það tækifæri […]

Rauðátuverkefnið fékk 9,8 milljóna styrk úr Lóusjóðnum

Setrid

„Þetta er mikil viðurkenning á því sem við höfum verið að gera í rannsóknum á rauðátu og möguleikum á vinna úr henni verðmætar afurðir. Verkefni sem vekur ekki bara athygli hér á landi, vísindamenn víða um heim beina nú sjónum sínum að Vestmannaeyjum,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann fékk þær fréttir rétt […]

Kubuneh styrkir fótboltalið í Kubuneh

Kubuneh-Allir skipta máli rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Til að fjármagna reksturinn er félagið með verslun í Vestmannaeyjum með sama nafni og selur, notaðan, „second hand” fatnað. Hjónin  Þóra Hrönn og Daði Páls, sem eiga og reka verslunina láta sér fátt óviðkomandi sem getur bætt líf fólks í Kubuneh og nágrenni. Heilsugæslan þjónar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.