Karla- og kvennalið ÍBV eru í toppsætum Olísdeildarinnar eftir síðustu leiki. Eyjakonur unnu góðan sigur á HK, 31:18, á útivelli í síðustu viku. Eru þær í þriðja sæti eftir þrjár umferðir með fjögur stig.
Það er ekki síður skriður á körlunum sem höfðu betur í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, 36:27 í síðustu viku. Er ÍBV í öðru sæti Olísdeildarinnar með átta stig eftir fimm leiki og á leik til góða á liðin í fyrsta og öðru sæti.
Myndina tók Sigfús Gunnar í leik ÍBV og Stjörnunnar í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst