Sagði skilið við samfélagsmiðla í sex vikur

Í nútíma heimi, þar sem samfélagsmiðlar er orðnir rótgrónir í lífi flestra, er erfitt að finna einhvern sem notar ekki að minnsta kosti einn slíkan miðil til að viðhalda tengslum við aðra, deila sinni reynslu eða einfaldlega til að fletta í gegnum færslur annarra. Samfélagsmiðlar eru á marga vegu orðnir órjúfanlegur hluti af hinu daglega […]

Sigursteinn nýr útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum

Sigursteinn Bjarni Leifsson tekur við af Þórdísi Úlfarsdóttur sem útbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hann tekur við starfinu af Þórdísi Úlfarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu sl. níu ár, en hefur starfað í bankakerfinu í rúm 40 ár. Hún lætur af störfum núna um mánaðamótin. Sigursteinn hefur […]

Siglir til Landeyjahafnar á ný

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt ááætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ekki hefur verið kleift að sigla í höfnina síðustu daga sökum veðurs og hárrar öldu. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn er kl. 18:15, 20:45 og 23:15. Ef gera þarf breytingu […]

Göngum í skólann af stað á miðvikudaginn

Fjörutíu skólar eru skráðir í átakið Göngum í skólann og er Grunnskóli Vestmannaeyja á meðal þeirra eins og síðustu ár. Átakið verður sett hátíðlega miðvikudaginn 6. september í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ en þetta er í sautjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Átakið á rætur að rekja til Bretlands og hefur verið í gangi […]

Sunnudagaskólinn settur næstu helgi

Siðasta helgistund sumarsins er nú liðin en nk. sunnudag 10. september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla klukkan 11:00 og messu klukkan 13:00. Í tilkynningu frá Landakirkju segir að fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar. Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar eiga stuttan fund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar […]

Dregið saman safn nýrra og eldri verka um Eldfell

Vestmannaeyjabær býður til opnunar á Til fundar við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja, laugardaginn 9. september kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt […]

337 pysjur nú skráðar

Nú hafa 337 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið, þar af hafa 165 verið vigtaðar. Meðalþyngd pysjanna er 251 grömm en það er í léttari kantinum. Pysjueftirlitið birti dreifinguna eftir dögum en Rodrigo Martínez hjá Náttúrustofu Suðurlands tók saman.   (meira…)

Kúluhúsið hýsir nú sögufrægan bar

Lifnað hefur yfir Kúluhúsinu að Vesturvegi 18 sem hefur fengið nýjan tilgang og hýsir nú fornfrægan bar úr Súlnasal á Hótel Sögu. Sigrún Axelsdóttir og Sigurður Viggó Grétarsson voru ekki lengi að stökkva á barinn og festa kaup á honum. Þau opnuðu Street Food Súlnasalur í Kúluhúsinu fimmtudaginn fyrir Þjóðhátíð.   Nú er hægt að fylgjast […]

Ófært til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og ölduhæðar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45. Þeir farþegar sem áttu bókað á öðrum tímasetningum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að […]

Ófært til lands og bætir í veðrið

Ákveðið hefur verið að fella niður siglingar seinnipartinn í dag vegna ölduhæðar, einnig á að bæta í veður þegar líða tekur á kvöldið. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar á morgun, sunnudag, verður gefin út […]