ÍBV fær KR í heimsókn í lokaumferð

ÍBV og KR mætast í lokaumferð Bestu-deildar karla klukkan 14:00 á morgun, sunnudaginn 3. september. Ísfélagið býður öllum á leikinn sem fer fram á Hásteinsvelli. Þetta er síðasti leikurinn á 22 leikja móti og eftir daginn á morgun mun mótið skiptast í efri og neðri hluta. Eyjamenn eru í fallsæti með 18 stig. Með sigri […]

Nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hækkunin tekur gildi í dag. Styrkir til tannréttinga eru tvískiptir. Styrkur til meðferðar í bæði efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í […]

Töluvert af fiski innan um síldina

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði 82 tonnum í Vestmannaeyjum í fyrradag. Um 37 tonn af aflanum var ufsi en síðan var mest af þorski og ýsu. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist í samtali við vef Síldarvinnslunnar vera ánægður með túrinn. „Þetta gekk bara býsna vel. Við byrjuðum á Pétursey og fórum austur á Höfða og síðan var […]

Fötin hjá heimilisfólkinu stundum í hættu

Matthilda Tórshamar verður með sýningu á saumuðum myndum á bæjarhátíðinni Menningardögum í Fuglafirði í Færeyjum helgina 1. til 3. september. Fuglafjörður er staðsettur á austurströnd Eysturoy og eru íbúar bæjarins um það bil 1800 manns. Mattilda bjó í Fuglafirði frá 4 ára aldri þar til hún flutti til Vestmannaeyja 25 ára gömul þegar hún fann […]

„Ég hef verið barinn og skilinn eftir til að deyja tvisvar”

Bandaríkjamaðurinn Keith Wheeler er þekktur fyrir að rogast með viðarkross á herðum sér um allan heim. Á 39 árum hefur hann gengið lengd miðbaugsins og lengra en það. Hann var staddur í Eyjum í dag og tók hring um miðbæinn með krossinn í eftirdragi sem vakti mikla athygli vegfarenda. Hann segist ganga með hjálp frá […]

Spila á gömlu skipi sem var áður á vertíð í Eyjum

Í tilefni að hljómsveitinni Moldu var boðið að spila í Færeyjum nk. laugardag verða haldnir upphitunartónleikar í samstarfi við The Brothers Brewery á ölstofunni í kvöld, miðvikudaginn 30. ágúst. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en opið verður fyrir frjálsum framlögum. Tónleikarnir hefjast klukkan níu. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, frændurnir Helgi og Albert, eru báðir ættaðir frá […]

Kvenfélagið Heimaey fyllir 70 ár

Kvenfélagið Heimaey hélt í dagsferð til Eyja sl. 10. júní auk þess að afhenda fimm bekki sem settir voru upp í sambandi við verkefnið „Brúkum bekki” sem er samfélagsverkefni Félags sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Þær Anna Hulda Ingadóttir og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir, ásamt Félagi sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ, sáu til þess að verkefnið […]

Færri pysjur en að meðaltali síðustu 20 árin

Nú hafa 94 pysjur verið skráðar í Pysjueftirlitið, þar af 38 vigtaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Pysjueftirlitinu að Rodrigo Martínez hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur nú lokið að taka saman niðurstöður Pysjueftirlitsins frá upphafi þess árið 2003. Í línuritinu að neðan er að sjá dreifingu á lundapysjunum í ár og að færri pysjur eru komnar […]

„Vildi að ég gæti gert þetta hundrað milljón sinnum” 

Það var hinn níu ára gamli Alex Óli Jónsson sem bar sigur af hólmi í  Söngvakeppni barnanna í flokki 9 til 12 á Þjóðhátíð í ár. Alex Óli söng sig inn í hjörtu þjóðhátíðargesta með laginu „Lítill drengur” eftir Magnús Kjartansson og Vilhjálm Vilhjálmsson. Í yngri flokki voru það Eyjastúlkurnar Margrét Perla Bragadóttir og Saga […]

Flýta leikjum vegna veðurs

Meistarakeppni HSÍ karla og kvenna sem átti að fara fram nk. laugardag hefur verið flýtt. Veðurspáin fyrir laugardaginn er slæm og gerði liðunum erfitt fyrir að komast til og frá Vestmannaeyjum.Ákveðið hefur verið að Meistarakeppni HSÍ karla, þar sem ÍBV og Afturelding mætast, verður spiluð í Vestmannaeyjum 31. ágúst kl. 17:00. Meistarakeppni HSÍ kvenna, þar […]