Nýja skipið mun ekki hefja siglingar á morgun

Undanfarna daga hafa prófanir farið fram á nýju ferjunni. Megin tilgangur siglinganna milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu allar nauðsynlegar aðstæður til að hefja rekstur á nýju ferjunni. Eftir yfirferð og rýnun í alla þætti hefur verið ákveðið að fresta innsetningu nýju ferjunnar í rekstur en vonir voru bundnar við að […]
Aukasýningar á Fólkinu í Dalnum í Eyjum og Reykjavík

Fólkið í Dalnum – heimildarmynd um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var frumsýnd fyrir fullu húsi í Eyjabíói föstudaginn 12. júlí. „Við erum í skýjunum yfir frábærum viðtökum á myndinni okkar,“ segir Skapti Örn Ólafsson annar framleiðenda Fólksins í Dalnum, en hann ásamt Sighvati Jónssyni hefur unnið að gerð myndarinnar undanfarin fimm ár. Myndin var síðan einnig […]
Ný Vestmannaey komin til heimahafnar

Ný Vestmannaey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í dag og var vel tekið á móti skipinu. Birgi Þór Sverrisson skipstjóra er ánægður með nýja skipið „Mér líst afskaplega vel á þetta skip. Það er glæsilegt í alla staði og með miklum og góðum búnaði. Þegar skipið er borið saman við gömlu Vestmannaey blasir við […]
Sandra Dís og Björn Viðar skrifuðu undir nýja samninga

Sandra Dís Sigurðardóttir og Björn Viðar Björnsson hafa bæði skrifað undir eins árs samninga við ÍBV. Bæði spiluðu þau stór hlutverk hjá ÍBV handboltaliðunum á síðustu leiktíð og því mikilvægur áfangi að tryggja félaginu krafta þeirra áfram. Meðfylgjandi eru myndir af Söndru Dís og Birni Viðari, en með Söndru Dís á myndinni er Vilmar Þór, […]
Undibúningur þjóðhátíðar 2019

Mikið er að gerast þessa dagana í undirbúningi Þjóðhátíðar en í gær var byrjað að setja upp hátíðina í Herjólfsdal og eru sjálfboðaliðar hvattir til að mæta kl. 20:00 á kvöldin með skrúfvél og góða skapið. Í dag opnaði fyrir skráningu á úthlutun lóða í Herjólfsdal og hefur fyrsti dagurinn gengið mjög vel fyrir sig. Við höfum verið […]
Ekkert líkt gamla skipinu á nokkurn hátt

Nýtt skip okkar Eyjamanna kom heim til Vestmannaeyja þann 15. júní síðastliðinn. Síðustu daga hefur verið unnið að því gera skipið klárt fyrir rekstur svo hægt verði að sigla því á milli lands og Eyja. Blaðamaður Eyjafrétta fór á dögunum og kíkti um borð og tók smá spjall við Ívar Torfason einn af skipstjórum Herjólfs. […]
Ný Vestmannaey á heimleið

Útgerðarfélaginu Bergi-Hugin, dótturfélagi Síldarvinnslunnar, var afhent ný Vestmannaey sl. föstudag. Skipið er smíðað í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er hið glæsilegasta. Vestmannaey hélt áleiðis til Íslands á laugardagskvöld og er gert ráð fyrir að skipið komi til heimahafnar í Vestmannaeyjum á morgun. Vestmannaey mun væntanlega sigla inn í Vestmannaeyjahöfn um klukkan 13 […]
Batnandi ástand og vaðandi makríll

„Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019 við mbl.is Hlýsjórinn sunnan og vestan við landið hefur hlýnað. Selta sjávar á þessum slóðum er enn talsvert undir meðallagi líkt og síðustu fjögur ár. Hiti og selta sjávar fyrir norðan land mældust nú […]
Nóg að gera í frystihúsinu eftir sumarfrí

Huginn VE fór fyrstur til makrílveiða á miðunum suður af Eyjum um mánaðarmótin og skip Vinnslustöðvarinnar Kap VE og Ísleifur VE, hafa einnig stundað veiðarnar. Heimaey og Sigurður frá Ísfélaginu hafa verið á makríl og fóru bæði skip út síðasta föstudag. „Heimaey og Sigurður fóru til makrílveiða á föstudagskvöld og eru þeir báðir að koma í […]
Taka upp stöðu hafnarstjóra á ný?

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku var umræða um skipurit Vestmannaeyjahafnar og hvort ástæða sé til breytinga á því vegna breytinga á starfsemi hafnarinnar. Ráðið samþykkti að skipa starfshóp sem ætlað er að meta kosti þess og galla að ráðið sé í stöðu hafnarstjóra. Málið var tekið upp í bæjarstjórn í síðustu viku þar sem […]