Hafðist með mikilli liðsheild, vinnuframlagi og jákvæðni

KFS fór mikinn í A riðli fjórðu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar KFS sigraði sinn riðil með 32 stig, tíu sigra, tvö jafntefli og tvö töp. Fengu fimmtán mörk á sig en skoruðu fimmtíu og fjögur. Í undanúrslitum lögðu þeir svo Hamar, sigurvegara C riðils, með einu marki gegn engu á Grýluvelli. Þrátt fyrir […]

Árleg merkjasala Líknar verður ekki

Sölukonur Kvenfélagsins Líknar verða ekki með árlega merkjasölu félagsins fyrir utan Bónus og Krónuna föstudaginn 9. október eins og fyrirhugað var vegna  ástandsins í samfélaginu.  En mögulegt er að styðja félagið með rafrænum hætti. Allur ágóði af merkjasölunni hefur runnið í sjúkrasjóð Líknar og verið notaður til kaupa á tækjum sem gefin hafa verið á […]

Engin ný smit í Eyjum síðustu daga

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðustu daga. Enn eru 5 í einangrun og 36 í sóttkví. Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna á landinu þar sem virk smit eru í öllum landshlutum. Samhliða tóku gildi hertar samkomutakmarkanir sem gilda á öllu landinu og í gær tóku frekari takmarkanir gildi á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda […]

Leik ÍBV-2 og Vængja Júpíters frestað

„Vegna hertra sóttvarnarreglna heilbrigðisráðherra hefur leikjum Þór – KA og ÍBV 2 – Vængir Júpiters í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla sem fram átti að fara í kvöld verið frestað,“ segir í tilkynningu frá HSÍ rétt í þessu. „Nýr leiktími verður gefinn út við fyrsta tækifæri.“ (meira…)

Kennsla í bóknámi verður rafræn

Nú er búið að setja á neyðarstig almannavarna í landinu og sóttvarnaraðgerðir í framhaldsskólum hafa verið hertar. Á morgun, mánudag, færast kennslustundir í bóknámi sem áttu að vera upp í skóla yfir á Teams. Nemendur sem stunda nám á starfsbraut og nemendur sem eru í verklegum áföngum mæta samkvæmt nánari fyrirmælum kennara. Nemendur eru hvattir […]

Stelpurnar taka á móti FH í dag kl. 14

Stelpunar í meistaraflokki ÍBV taka á móti FH í dag, sunnudag, kl. 14.00 á Hásteinsvelli í leik í Pepsi-max deild kvenna í fótbolta. Fyrir leikinn eru ÍBV í sjötta sæti með 17 stig en FH í fallsæti, því níunda, með 13 stig. Það er því að miklu að keppa hjá liðunum enda flest liðanna í […]

ÍBV fær Vestra í heimsókn í dag klukkan tvö

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV taka á móti Vestra í dag kl. 24.00 á Hásteinsvelli í leik í Lengjudeildinni í fótbolta. Vonir ÍBV um að komast upp um deild eru úti og ekki fræðilegur möguleiki að falla. Það er því að engu að keppa nema að klára mótið með reisn. Fyrri viðureign liðana lyktaði, eins og […]

Strákarnir mæta Þór fyrir norðan

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV sækja heim Þór Amureyri í dag kl 15.00 í leik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þór situr í áttunda sæti fyrir leikinn með þrjú stig en ÍBV er í því þriðja með sex. Leikurinn verður sýndur beint á Youtube rás Þórs. (meira…)

Talsvert af fíkniefnum fannst í bifreið

Í gær stöðvaði Lögreglan í Vestmannaeyjum för aðila sem grunaður er um fíkniefnamisferli en hann var að koma með Herjólfi til Eyja. Við leit í bifreið aðilans fann fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi talsvert magn af ætluðum fíkniefnum sem búið var að fela vandlega. Lögregla ætlar að fíkniefnin hafi verið ætluð til sölu í Vestmannaeyjum. Málið er í […]

Ásgeir Snær verður frá í 4 til 5 mánuði

Eins og Eyjafréttir greindu frá fyrr í vikunni varð Ásgeir Snær Vignisson, leikmaður meistaraflokks ÍBV í handbolta fyrir meiðslum í leik gegn Val á laugardaginn. Við skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum kom í ljós að hann hafði farið úr axlarlið. Hann fór til nánari skoðunar hjá sérfræðingi og kom þá í ljós að afleiðingarnar […]