Eyjamenn meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 5. mars 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 13 ferðastyrkjum til 10 verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir. Á meðal þeirra sem hlutu styrk er Eyjamaðurinn og iðnhönnuðurinn Emilía Borgþórsdóttir. Hún hlýtur styrk upp á tvær […]
Reynir við ólympíulágmarkið í fyrstu tilraun

Hlynur Andrésson langhlaupari frá Vestmannaeyjum mun hlaupa sitt fyrsta heila maraþon á ævinni um næstu helgi og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því þar ætlar hann jafnframt að reyna við lágmarkið til að vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maraþonið verður hlaupið í Bern í Sviss á […]
Fjórar frá ÍBV í landsliðshóp Arnars

Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna, hefur valið þá 18 leikmenn sem taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu í mars. Riðill íslenska liðsins fer fram 19. – 21. mars nk. Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Stelpurnar okkar hefja æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur […]
Áskorun á bæjarráð Vestmannaeyja

Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, skora á bæjarráð Vestmannaeyja að taka afstöðu með því að lækka kosningaaldur í 16 ár. Fyrir alþingi liggur nú nýtt frumvarp um breytingar á kosningaaldri. Með því er verið að styðja við aukna lýðræðisþátttöku ungs fólks. Dvínandi kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni og hafa rannsóknir sýnt að þeir sem […]
Andlát: Gunnar Karl Haraldsson

Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og barnabarnGUNNAR KARL HARALDSSONTómstunda- og félagsmálafræðingurHrauntúni 33, Vestmannaeyjumlést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sunnudaginn 28. febrúar 2021.Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þann 6. mars kl. 14. Athöfninni verður streymt frá vef Landakirkju, landakirkja.is.Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja […]
Bólusetning við Covid-19 á áætlun í Eyjum

Bólusetningar við Covid í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun og í þessari viku er áætlað að ljúka bólusetningum fyrir 80 ára og eldri. Það eru einstaklingar sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru fæddir 1941 eða fyrr. Ef ekki hefur náðst í einstaklinga í þeim hópi , sem óska eftir bólusetningu eru þeir/aðstandandur beðnir um að […]
Sendiherra og konsúll Póllands í heimsókn til Vestmannaeyja

Markmiðið með heimsókninni er að auka þjónustu í heimahéraði fyrir pólskættaða íbúa Vestmannaeyja. Greinileg þörf er fyrir slíkri heimsókn þar sem allt að 20 manns skráðu sig til þess að sækja um vegabréf og leita úrlausnar annarra mála sem sendiráðið getur leyst. Sendiherrann, Gerard Pokruszyński, hefur komið nokkrum sinnum áður til Eyja, m.a. til að […]
Stefnt á að lagningu ljósleiðara ljúki í lok árs 2024

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn fimmtudag, 25. febrúar, fór bæjarstjóri yfir minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og yfirmanni tölvudeildar um stöðu undirbúnings ljósleiðaraverkefnis í þéttbýli Vestmannaeyja. „Verkfræðistofan Efla hefur annast hönnun og sérfræðiráðgjöf. Hafin er gagnasöfnin sem nýtast mun verkefninu. Þéttbýlishluti verkefnisins er ekki styrkhæfur og verður því fjármagnaður af hálfu sveitarfélagsins. Fjarskiptafyrirtæki hafa lýst […]
Andlát: Haukur Jóhannsson

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,HAUKUR JÓHANNSSON skipstjóri og útgerðarmaður Vestmannaeyjumlést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fimmtudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Landakirkju þriðjudaginn 2. mars klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt. Þeir sem óska eftir aðgangi að streyminu eru vinsamlegast beðnir um […]
Allt of mikið af ýsu miðað við kvóta

Bæði skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu fullfermi eða rúmlega 70 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Afli beggja skipa var blandaður; þorskur, ufsi og karfi. Heimasíðan ræddi við skipstjórana, Birgi Þór Sverrisson á Vestmannaey og Jón Valgeirsson á Bergey, og spurði þá hvort vertíðarfiskur væri farinn að sjást. Birgir sagði að hann væri […]