Þetta ferli hefur gefið mér mikið

EYJAMAÐURINN Nú á dögunum fór fram keppnin Miss Universe Iceland. Þar á meðal keppanda var Díana Íva Gunnarsdóttir og gerði hún sér lítið fyrir og endaði í topp fimm í keppninni og hlaut einnig titilinn Miss Reebook 2020. (meira…)

Enginn í einangrun og tveir í sóttkví

Í gær greindust tveir tengdir einstaklingar jákvæðir fyrir COVID-19 en síðar kom í ljós að þeir eru með mótefni. Að svo stöddu er ekki talið að viðkomandi einstaklingar hafi smitað út frá sér hér í Vestmannaeyjum. Gripið hefur verið til hertra aðgerða á landsvísu sem gilda næstu tvær vikurnar hið minnsta. Það getur verið vandasamt […]

Tilkynning frá Landakirkju vegna hertra sóttvarna

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna, sem gilda til 17.nóvember, er rétt að taka það fram að allt safnaðrarstarf þar sem fólk safnast saman fellur niður. Af þessu leiðir að eftirfarandi reglur gilda um starf og athafnir í Landakirkju: Hjónavígslur eru heimilar innan 10 marka hámarksfjölda og almennra sóttvarnareglna. Skírnir lúta sömu reglum og hjónavígslurnar. Heimild er […]

Hopp til Vestmannaeyja

Rafhlaupahjólaleigan Hopp hefur notið mikilla vinsælda á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. eHopp eins og það heitir í Vestmannaeyjum mun í samstarfi við Hopp fara af stað með slíka leigu í Eyjum næsta vor. Markmiðið er að bjóða Eyjamönnum og gestum okkar upp á umhverfisvænan og handhægan máta til að komast leiðar sinnar. Eigendur eHopp eru Davíð Guðmundsson, […]

Heimsending – samstarf hjá Kránni og Handknattleiksdeild ÍBV

Í dag, 31.október, hefjum við í handknattleiksdeildinni samstarf með Kránni sem snýr að heimsendingu á mat. Þetta verður í boði á milli klukkan 18 og 20 alla daga. Ef þú pantar fyrir 4.000 kr.- eða meira hjá Kránni getur þú fengið heimsendingu á matnum fyrir aðeins 500 kr.- sem renna beint til ÍBV og svo […]

Gamla punga­prófið heyr­ir sög­unni til

Frest­ur til að sækja um upp­færslu skip­stjórn­ar­rétt­inda í sam­ræmi við breytt lög renn­ur út 1. janú­ar 2021. Fyrsta sept­em­ber tóku gildi breyt­ing­ar sem Alþingi samþykkti í des­em­ber í fyrra á lög­um um áhafn­ir ís­lenskra fiski­skipa, varðskipa, skemmti­báta og annarra skipa. Með samþykkt frum­varps­ins var skil­grein­ingu í lög­um á hug­tak­inu smá­skip breytt þannig að þau telj­ast […]

Óttast afleiðingar nýrrar reglugerðar um skotelda

Starfshópur dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og umhverfis og auðlindaráðherra hefur skilað tillögum hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna mengunar af völdum flugelda. Samkvæmt þeim verður meðal annars eingöngu heimilt að skjóta upp flugeldum á alls 20 klukkustunda tímabili um áramót. „Breytingarnar á reglugerðinni leggjast ekki vel í okkur,“ sagði Arnór Arnórsson formaður […]

Þrír leikmenn yfirgefa ÍBV

Það er orðið ljóst að þrír leikmenn munu ekki klára tímabilið með ÍBV. Liðið siglir lygnan sjó um miðja Lengjudeild og á ekki möguleika á því að fara upp þegar tvær umferðir eru eftir. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Bjarni Ólafur Eiríksson, Gary Martin og Jack Lambert. Bjarni Ólafur er 38 ára gamall og […]

Vinnslustöðin færist upp eftir lista fyrirmyndarfyrirtækja

Vinnslustöðin er nr. 37 á lista alls 842 fyrirmyndarfyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu öllu árið 2020. Creditinfo birti listann í dag. Vinnslustöðin var í 46. sæti fyrir árið 2019 og hefur því þokast upp um níu sæti frá því í fyrra á þessum eftirsótta gæðalista! Einungis um 2% allra íslenskra fyrirtækja standa […]

HSÍ frestar mótahaldi til 11. nóvember

Handball in the netting of a handball goal.

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta mótahaldi sínu til 11. nóvember nk. „Vegna takmarkanna á æfingum og keppni í íþróttum hefur HSÍ frestað mótahaldi sínu til 11. nóvember nk,“ segir í tilkynningu frá HSÍ. „Unnið er að endurröðun leikja í deild og í bikarkeppni meistaraflokka og verður það kynnt nánar í næstu viku, stefnt er […]