Mosfellingar mættir aftur

Það má búast við skemmtilegum handboltaleik í íþróttamiðstöðinni í dag þegar strákarnir frá Aftureldingu í heimsókn í annað sinn í þessum mánuði. Liðin mættust fyrr skemmstu í áttaliða úrslitum bikarsins þar sem ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum. Liðin mætast nú í 17. umferð Olísdeildar karla. Afturelding er um þessar mundir í þriðja sæti deildarinnar […]
Seldu 120 miða á fimm mínútum

Sala á tónlistahátíðina Hljómey hófst nú klukkan tíu í morgunn og eru viðtökurnar vægast sagt góðar að sögn Birgis Nielssen annars skipuleggjanda hátíðarinnar. “Já, þetta er framar okkar björtustu vonum. Ég er ekki með nýustu tölur en það fóru 120 miðar á fyrstu fimm mínútunum og því ljóst að áhuginn er mikill.” Alls eru 300 […]
Það er dýrt að spara orkuna fyrir ríkið

Nú hafa Orkumálaráðherra, Landsnet, Vestmannaeyjabær, HS Veitur og atvinnulífið í Vestmannaeyjum skrifað undir viljayfirlýsingu um að lagðir verði tveir nýjir rafstrengir milli lands og eyja. Lagning strengjanna mun án efa styrkja atvinnulíf og auka gæði búsetu í Eyjum enn frekar… ef…tekst að búa til orkuna sem sem nú er skortur á í landinu. Gaddavírinn kemur […]
Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti.

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu. Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru. Ferðamálasamtökin gera […]
Landeyjahöfn á réttum stað

Að byggja höfn á útsettri sandströnd er ekki sjálfsagt mál. Af þeirri ástæðu hefur mest alla Íslandssöguna verið hafnleysi frá Höfn í Hornafirði allt vestur til Þorlákshafnar. Eigi að síður var ráðist í að byggja höfn á ströndinni gegnt Vestmannaeyjum til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Ljóst er að tilkoma Landeyjahafnar hefur gjörbylt […]
Ómögulegt að fæðast í Vestmannaeyjum?

Það þykir orðið tíðindum sæta ef börn fæðast í Vestmannaeyjum. Hægur leikur hefur verið að telja fjölda þeirra á fingrum annarrar handar sem fæðast hér á ári hverju. Það ræður mestu sú aðstaða og öryggi sem verðandi mæðrum er boðið upp á í Vestmannaeyjum. Hluti þeirra foreldra sem hafa verið svo lánsöm að getað átt í heimabyggð […]
Andlát: Aðalsteinn Jónatansson

Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og tengdasonur, Aðalsteinn Jónatansson, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu í Ocala, Flórída miðvikudaginn 15. febrúar. Útför fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. febrúar kl. 14:00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum. […]
Miðasala hefst á Hljómey 2024 á föstudaginn!

Miðasala á Hljómey mun hefjast á föstudaginn 23. febrúar nk. kl 10:00 á www.hljomey.is og á www.midix.is Þann 26. apríl nk. verður haldin stórglæsileg tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum í annað sinn. Þegar er búið að tilkynna 3 listamenn sem fram koma á hátíðinni og nóg eftir. Undirbúningur hefur verið í fullum gangi síðan síðasta Hljómey var […]
Ný gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær og var aðeins eitt mál á dagskrá en það var “Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2024”. Framkvæmdastjóri lagði fram gjaldskrá með breyttri framsetningu skv. umræðu á síðasta fundi. Ráðið samþykkti í niðurstöðu sinni um málið fyrirliggjandi gjaldskrá enda er hún í samræmi við kröfur ríkisins sbr. lög nr. 103/2021 […]
Stór áform við höfnina

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035; Til að tryggja nægt athafnarými og viðlegukanta fyrir hafnarstarfsemi er unnið að nýjum valkostum fyrir nýja viðlegu- og stórskipakanta. Bæjarstjórn samþykkti þann 25. Janúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu sem gerir ráð fyrir nýjum reitum fyrri hafnarstarfsemi. Í Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 er nú þegar gert ráð fyrir stórskipakanti og landfyllingu fyrir […]