Allt undir í dag

ÍBV og Afturelding mætast í átta liða úrslitum Poweraid-bikarsins í handbolta í dag. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en í boði er sæti í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll. Fyrri leik liðana í vetur lauk með jafntefli og því má búast við hörku leik í dag. ÍBV ætlar að standa fyrir upphitun fyrir leik. […]
Víðir aftur til ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Víði þekkja allir Eyjamenn en hann hefur leikið fjölmarga leiki með ÍBV í […]
Loðnuleysi þungt högg fyrir allt samfélagið

Fjallað er um loðnuleit og loðnuveiðar og mikilvægi þeirra fyrir fyrirtækin og samfélagið allt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Nú stendur yfir loðnuleit og menn munu bíða spenntir eftir niðurstöðu hennar. Loðnan skiptir þjóðarbúið allt miklu máli en mestu máli skiptir hún fyrir fyrirtækin sem annast veiðar og vinnslu á þessum litla en mikilvæga fiski. Hjá þessum […]
Jón Óli tekur við stelpunum og verður yfirþjálfari yngri flokka

ÍBV hefur ráðið Jón Ólaf Daníelsson til starfa hjá félaginu og mun samningurinn ná til 5 ára. Jón Óli mun taka við þjálfun mfl. kvk í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í mfl. kk. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta. […]
Grótta í heimsókn

Fimmtánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Vals í Úlfarsárdal. Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. Stjarnan og KA, sem eru líkum stað í deildinni, leiða saman kappa sína í Mýrinni í Garðabæ klukkan 18. Gróttumenn sækja Eyjamenn heim á sama tíma. Loks eigast við HK og Afturelding í Kórnum. […]
HS-veitur bregðast Eyjamönnum

HS-veitur hafa tilkynnt bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum að fyrirtækið ætli að hætta að þjónusta bæinn með neysluvatn, þrátt fyrir að fyrirtækið eigi vatnsveituna og beri skylda til að veita umrædda þjónustu. Fyrirtækið leggur áherslu á að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Þetta er enn eitt áfallið í vatnsveitumálum Eyjamanna. Viðbrögð bæjarstjóra eru réttmæt og eðlileg. Svo […]
Arnór Viðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023

Viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2023 fór fram í Akóges í gær. Eins og hefð er fyrir var valinn Íþróattamaður Vestmannaeyja og íþróttafólk æskunnar auk þess sem aðildarfélag veittu viðurkenningar. Þá voru einnig veitt heiðursmerki bandalagsins. Það var Arnór Viðarsson sem hlaut titilinn Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023. Í umsögn um Arnór segir, Arnór, stóð sig […]
Aglowfundur í kvöld

Aglowfundur verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir mun tala til okkar og ætlar hún að fjalla um efnið hvað þýðir það að vera kristin manneskja. Í Postulasögunni 11.26 stendur ,,..Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir.“ Sigrún Inga er trúföst Aglowkona og er í Aglow bænahópnum sem […]
Spænskur miðjumaður og systur frá Selfossi semja við ÍBV

Spænski knattspyrnumaðurinn Vicente Valor hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, samningurinn gildir til loka árs 2025. Valor sem er 26 ára gamall miðjumaður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðasta árið en þar hefur hann leikið með Bolabítunum frá Bryant háskólanum. Á […]
Áhugaverðum hafrannsóknum stýrt frá Vestmannaeyjum

Næsta sumar verða Vestmannaeyjar miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Ætlunin er að nota fjarstýrða kafbáta hlaðna hátæknibúnaði sem eiga að taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Bátarnir þurfa að koma upp á yfirborðið einu sinni á sólarhring til að senda gögn í gegn um gervihnött til rannsóknaskips á […]