Með jákvæðni hafa látið hlutina ganga sem allra best

Við stöndum öll frammi fyrir vægast sagt sérstöku ástandi í þjóðfélaginu. Samkomubann hefur staðið yfir síðan 15. mars og mun það vara a.m.k. til 4. maí n.k.  Þetta er áhrifarík leið til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Ástandið sem við glímum við reynir á allt samfélagið og við sjáum ekki alveg fyrir okkur hvenær við […]

Vinnslustöðin og Huginn halda makrílkröfu til streitu

Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en í gær lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Í frétt á Visir.is segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson […]

Sjávarútvegsfyrirtæki falla frá málsókn um skaðabætur

Svo sem fram hefur komið munu áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa víðtæk áhrif á ríkissjóð og allt íslenskt samfélag. Fyrir endann á því verður ekki enn séð, því miður. Það er hins vegar á svona stundum sem styrkleikar íslensks samfélags koma vel í ljós. Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú […]

Samið við Mannvit um óháða úttekt á Landeyjahöfn

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur samið við verkfræðistofuna Mannvit um að gera óháða úttekt á framkvæmdum í Landeyjahöfn. Mannvit átti lægsta tilboð í verkefnið í örútboði á vegum Ríkiskaupa, 8.060.000 kr. m. vsk., og fékk flest stig samkvæmt matslíkani Ríkiskaupa. Úttektinni verður lokið eigi síðar en 31. ágúst nk. Með þingsályktunartillögu í desember sl. fól Alþingi […]

Tilslakanir væntanlegar á heimsóknarbanni Hraunbúða

Stjórnendur Hraunbúða sátu vikulegan samráðsfund hjúkrunarheimila og almannavarna í morgun þar sem m.a. var rætt um tilslakanir á heimsóknarbanninu. Eftir því sem fram kemur á facebook síðu Hraunbúða. Þar er tekið fram að engum hömlunum verður aflétt fyrr en fyrsta lagi eftir 4. maí. Eftir þann tíma stendur til að gera tilslakanir að því gefnu […]

Tilnefning til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs 2020

Fræðsluráð Vestmannaeyja efnir nú í fyrsta skipti til hvatningarverðlauna fyrir einstaka kennara, kennarahópa og starfsmenn í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla Vm. og Frístundaveri. Verðlaunin eru veitt fyrir verkefni sem þykja skara fram úr og vera öðrum til eftirbreytni. Allir sem vilja geta sent inn ábendingar um áhugaverð þróunar- og nýbreytniverkefni sem unnin hafa verið á yfirstandandi […]

Viðbragsleysi hafnaryfirvalda ekki eðlilegt

Reglulega hafa borist fréttir af óeðlilegum fugladauða í fjörum í kringum Vestmannaeyjar. Náttúrustofu Suðurlands hafa borist fjöldi mynda og tilkynninga vegna þessa. Vegfarandi sem hafði samband við Eyjafréttir sagði töluvert magn af dauðum fugli í fjörunni undir Löngu. “Þetta var mest kollur og blikar en einnig mávar og ein stærðarinnar álft. Eitthvað að fuglunum hafði […]

Þjónusta á vegum Hugarafls og Geðhjálpar á tímum Covid – fyrir fólk með geðraskanir og andlega vanlíðan

Félagasamtökin Hugarafl og Geðhjálp hafa í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið unnið að nýjungum á sviði ráðgjafar til félagsmanna sinna á tímum Covid 19 og eru nú að bjóða þjónustu út á landsbyggðina. Vakin er athygli á því að fólk sem á við andlega vanlíðan og/eða geðræna erfiðleika að stríða getur fengið aðstoð í formi símtala, tölvupósta, […]

Ekkert nýtt smit í viku

Lögreglan í Vestmannaeyjum birti færslu á facebook síðu sinni rétt í þessu þar sem fram kemur að ekkert nýtt smit hafi greinst í sjö daga í Vestmannaeyjum. Enn er heildarfjöldi smita 103, 60 hafa náð bata og 43 eru með virk smit. Í dag eru 150 manns í sóttkví. (meira…)

Þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin Þjóðhátíð

ÍBV sendi núna seinnipartinn frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að vinna við undirbúning þjóðhátíðarinnar 2020 haldi áfram, auk vinnu við ráðstafanir komi til þess að halda verði hátíðina í breyttri mynd. Tilkynning þessi er send í framhaldi af fréttum dagsins um fjöldatakmarkanir við hátíðarhöld í sumar. Tekið er fram að öryggi gesta, listamanna, […]