Fiskiríið hefur verið gott en veðrið leiðinlegt

Ísfisktogararnir hafa verið að fiska ágætlega síðustu daga þrátt fyrir óhagstætt veður. Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gær eftir tvo sólarhringa á veiðum með fullfermi og var aflinn mestmegnis ufsi. Heimasíðan hafði samband við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey VE í morgun og spurði tíðinda. „Við erum á landleið með fullan bát og […]
Sundlaugin lokar klukkan 13:00 á laugardag

Vegna fjölda leikja á laugardaginn neyðumst við til að loka sundlauginni kl 13. Annars er það að frétta af framkvæmdum að karla klefinn er að verða klár og vantar í raun bara hurðarnar sem eru á leiðinni. Kvennaklefinn er kominn vel á veg og opnar rétt á eftir karlaklefanum. Stefnan er að opna karlaklefann […]
Kap VE fer í loðnuleit

Ákveðið er að senda loðnuskipið Kap VE til loðnuleitar og rannsókna. Það verður 4. loðnuleiðangurinn í vetur. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morgun í a.m.k. tíu daga leiðangur. Í gær var unnið að skipulagningu. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar verða með um borð. „Við þurfum að fara […]
Hvað á að gera við Blátind?

Fundur framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja fór fram í gær en þar var Blátindur VE meðal annars til umræðu. En þann 5. mars síðastliðinn var Blátind komið á þurrt í upptökumannvirkjum Vestmannaeyjahafnar, en skipið losnaði af stæði sínu við Skansinn í aftakaveðri 14. febrúar. Báturinn sökk síðan við Skipalyftubryggjuna. Köfununarþjónustan GELP sá um að koma lyftibelgjum […]
Tveir í sóttkví í Eyjum, fáein sýni verið tekin

Hjörtur Kristjánsson framkæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér í kvöld upplýsingar um stöðuna á Kórónaveirunni. Þar kemur fram að 23 einstaklingar eru í sóttkví á Suðurlandi. Einnig er eitthvað um að fólk færist til milli húsnæða sérstaklega milli eigins heimilis og og sumarbústaðs í sóttkví/einangrun og vegna slíkra flutninga eru t.d. núna engir […]
En hvað gerið þið þar?

Þessa spurningu fékk ég reglulega sem krakki. Þegar farið var í fótboltaferðalög til Reykjavíkur eða maður hitti krakka á ferðalögum um landið kom þessi spurning reglulega frá borgarbörnum þegar ég sagðist vera frá Neskaupstað. Ég bjó í Reykjavík í 13 ár og fékk þá þessa spurningu reglulega líka. „Hvað er eiginlega hægt að gera þar?“ […]
Huginn landar ekki meir á Írlandi

Tilkynning birtist á vef Fiskistofu í gær þar sem fram kemur að ekki verði veitt frekari löndunarleyfi á Írlandi, nema að sérstakt eftirlit sé viðhaft með löndun. Huginn Ve er staddur í Kyllibegs á Írlandi þar sem landað var 1.900 tonn af kolmunna upp úr bátnum. Þurfum að sigla 400 sjómílum lengra fyrir 30% lægra […]
Ásgeir Snær Vignisson til liðs við ÍBV

ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við Ásgeir Snæ Vignisson. Ásgeir er hávaxinn örvhentur leikmaður sem er fæddur árið 1999 og getur bæði spilað sem skytta og hornamaður. Hann hefur leikið allan sinn feril með Val en hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur eftir yfirstandandi tímabil. Ásgeir hefur leikið með yngri landsliðum […]
Öll skip Bergs-Hugins landa sama daginn

Sl. fimmtudag komu öll þrjú skip Bergs-Hugins til löndunar í Vestmannaeyjum. Bæði Bergey VE og Vestmannaey VE voru með fullfermi og Smáey VE, sem nú er í leigu hjá Samherja, kom einnig með góðan afla. Það hefur ekki gerst oft síðustu árin að þrjú skip í eigu Bergs-Hugins landi sama daginn. Bæði Vestmannaey og Bergey […]
Úttekt á Landeyjahöfn í örútboð

Í samvinnu við Ríkiskaup hefur verið ákveðið að leita hagkvæmustu tilboða í óháðaúttekt á Landeyjahöfn með örútboði, en það er formlegt ferli þar sem hagstæðasta tilboð er valið út frá valforsendum kaupanda. Stendur örútboðið til og með fimmtudagsins 17. mars. Að þeim tíma liðnum hefst matsferlið, þetta kom fram í samtali Þórmundar Jónatanssonar upplýsingafulltrúa hjá […]