Jóní opnar sýningu á Kaffi Mílanó

Listakonan Jónína Björk Hjörleifssdóttir opnar í dag myndlistarsýningu á Kaffi Mílanó í Reykjavík klukkan 16:00. „Þetta eru mín fyrstu skref í að halda einkasýningu á hinu stóra Íslandi. Ég hef áður haldið einkasýningu hér heima í Eyjum ásamt einni samsýningu með Konný og nokkrum samsýningum með listafólki hér heima. Ég tók líka þátt í  útilistasýningu […]

Mottumars tónleikum frestað

Tónleikar sem halda átti í tilefni af Mottumars á miðvikudaginn til styrktar Krabbavarnar verður frestað um óákveðin tíma vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna COVID-19. Meginmarkmið Mottumars er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum. (meira…)

Sunna í leikmanna hópi Arnars

IMG 8622

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur kallað 18 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur næstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM2020. Hópurinn kemur saman til æfinga hér á landi 18. mars. Að þessu sinni er um svokallaðan tvíhöfða að ræða, þ.e. leikið verður við Tyrkland hér heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður […]

Starfsemi bæjarins með eðlilegum hætti í dag, samningar náðust í morgun

Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB hefur verið aflýst. Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. (meira…)

Fjórði flokkur kvenna bikarmeistarar 2020 (myndir)

ÍBV stelpurnar í fjórða flokki sigruðu nú fyrir skömmu HK2 í úrslitaleik Coca cola bikarsins. Leikurinn endaði með 12-22 sigri ÍBV. Sunna Daðadóttir afar góðan leik í marki ÍBV. Elísa Elíasdóttir, úr ÍBV, var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 6, Helena Jónsdóttir 4, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Þóra Björg Stefánsdóttir 3, Amelia […]

ÍBV bikarmeistara 2020 (myndir)

ÍBV tryggði sér í dag bikarmeistaratitil karla 2020 í hörku leik gegn stjörnunni 26-24 í Laugardalshöll. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill ÍBV. Petar Jokanovich átti stórleik í marki ÍBV og varði 17 skot þar af tvö víti og var að lokum valinn maður leiksins. Markahæstir í liði ÍBV voru Kristján Örn Kristjánsson með sex mörk, Theodór […]

Áhyggjuefni hversu mikið skortir upp á nýjar grunnrannsóknir

Sveitarfélögin Fjarðabyggð, Vestmannaeyjar, Hornafjörður, Vopnafjörður og Langanesbyggð lýsa yfir miklum vonbrigðum með að Sjávarútvegsráðherra, stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun skuli ekki hafa gefið út rannsóknarkvóta á loðnu nú þegar hryggning stofnsins hefst. Með því hefði gefist mikilvægt tækifæri til rannsókna á stofninum ásamt því að hægt hefði verið að verja hrognamarkaði á erlendri grund fyrir íslenskar útgerðir […]

Lokað fyrir heimsóknir á HSU

Í ljósi þess að upp hefur komið samfélagssmit COVID-19 veirunnar á Íslandi og lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna þá hefur framkvæmdastjórn HSU tekið þá ákvörðun að frá og með í kvöld 6. mars verði allar legudeildir HSU lokaðar gestum allan sólarhringinn nema í sérstökum undantekningatilvikum. Þetta er gert með hagsmuni skjólstæðinga í huga, þ.e.a.s.  til að vernda viðkvæma […]

SASS ferð til Danmerkur frestað vegna kórónuveirunnar

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur sem fyrirhugð var 9. – 12. mars hefur verið frestað. Þetta staðfesti Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri samtaka sunnlenskra sveitarfélaga við Eyjafréttir. “Já, henni hefur verið frestað. Sökum útbreiðslu COVID-19-kórónuveirunnar, þróunarinnar sem átt hefur sér stað síðustu daga og óvissunnar í tengslum við hana telur stjórn SASS ábyrgast að fresta kynnisferð […]

Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skákþingi Vestmannaeyja 2020 lauk miðvikudaginn 4. mars síðast liðinn. Mótið hófst 16. Janúar sl., keppendur voru tíu talsins, níu umferðir voru leiknar og tími 60 mín. + 30 sek. á  leik. Tók hver umferð að jafnaði 2-3 klukkustundir. Teflt var í skákheimili TV við Heiðarveg á miðvikudagskvöldum og einnig ef með þurfti á eftir hádegi […]