Brimurðin óþekkjanleg

Vegfarandi sem reglulega gengur um Brimurð og nágrenni segir fjöruna gjörbreytta eftir óveður síðustu vikna. Miklir jarðvegsflutningar hafi átt sér stað bæði af völdum vinds og af ágangi sjávar. Göngustígur frá bílastæði niður í fjöruna sé nær horfinn og mikil tilfærsla hafi orðið á grjóti og öðrum jarðvegi í fjörunni. Einnig má sjá á myndunum […]
Sunna og Fannar framlengja

Í dag undirrituðu Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson nýja samninga við ÍBV. Bæði gera þau samning til tveggja ára en þau hafa bæði verið hjá ÍBV síðast liðin tvö tímabil. Frá þessu er greint á facebook síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Sunna og Fannar hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðunum ÍBV og mikill fengur fyrir félagið […]
Bæjarstjórn í beinni kl. 18:00

1555. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu safnahúsi, 27. febrúar 2020 og hefst hann kl. 18:00, beina útsendingu og dagskrá fundarins má sjá hér að neðan. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 202001009F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 318 Liðir 1-7 liggja fyrir til staðfestingar 2. 201912006F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 245 Liðir […]
Appelsínugul veðurviðvörun í kvöld

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18:00 í kvöld og gildir til miðnættis. Austan stormur eða rok, 23-28 m/s og vindvhiður allt að 40 m/s. Fyrst austantil á svæðinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum en einnig með suðurströndinni seinna í kvöld. Stórhríð og skafrenningur. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, […]
Vestmannaey og Bergey með fullfermi

Bæði skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu til Vestmannaeyja í gær með fullfermi. Skipstjórarnir segja að nú sé vertíðin hafin og mikið sé af fallegum vertíðarfiski við Eyjarnar. Heimasíðan ræddi við báða skipstjórana og sagði Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, að vel hefði fiskast af þorski og karfa í veiðiferðinni. „Við vorum […]
Gul viðvörun eftir hádegi

Gert er ráð fyrir vonsku veðri á Suðurlandi í dag. Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum þar sem vindstrengir geta staðbundið farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi um tíma, en við suðurströndina er snjókomubakki sem gæti borist inná land með samfeldari ofankomu og lélegu skyggni. Akstursskilyrði gætu […]
Líf og fjör á öskudegi

Það var mikið af undarlegum verum á sveimi um allan bæ eftir hádegi í dag. Þar voru á ferðinni krakkar sem sungu fyrir starfsmenn fyrirtækja og fengu góðgæti að launum eins og vera ber. Hér má sjá hluta þeirra barna sem heimsóttu Þekkingarsetrið og fyrirtækin þar í dag. (meira…)
Hádegiserindi um COVID-19 veiruna í beinni

Núna kukkan kl. 12:00 verður Sigurður Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá HSU með erindi um kóróna veiruna í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, 2.hæð að Ægisgötu 2. Erindið verður sent beint út á facebook síðu Þekkingarseturstins en hana má finna hér að neðan. (meira…)
Erlingur framlengir við Holland

Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks karla skrifaði nýverið undir nýjan samning við hollenska handknattleikssambandið, en nýr samningur er þess efnis að hann mun stýra hollenska landsliðinu til ársins 2022. Erlingur hefur starfað sem landsliðsþjálfari Hollands frá október 2017 og er að vonum ánægður með áframhaldandi vegferð með liðinu. Undir stjórn Erlings hefur hollenska liðið tekið miklum […]
Ertu með frábæra hugmynd?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Opið er fyrir umsóknir til 3. mars, kl. 16:00. SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum […]