Kóróna veiran – Opið hádegiserindi

Á morgun miðvikudag, 26.2.2020, kl. 12:00 verður Sigurður Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga hjá HSU með erindi um kóróna veiruna og ræðir mögulegar aðgerðir til þess að sporna við útbreiðslu hennar. Haldið í fundar- og fyrirlestrasalnum Heimakletti í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, 2.hæð að Ægisgötu 2. (meira…)
Biðja gesti Hraunbúða að leggja áherslu á hreinlæti

Af gefnu tilefni viljum við ítreka við alla gesti sem koma á Hraunbúðir að leggja sérstaka áherslu á handhreinsun, sprittun og hreinlæti. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Kórónaveiran Novel (2019-nCoV) og aðrar smitsóttir berist til okkar því við erum með viðkvæman hóp einstaklinga. Við […]
Niðurstöður gefa ekki tilefni til breyttrar ráðgjafar

Fram hefur komið í fréttum að loðnuskipin Börkur, Polar Amaroq og Hákon voru á loðnumiðunum og kortlögðu fremsta hluta loðnugöngu skammt undan Papey á sunnudag. Hafrannsóknastofnun hefur fengið í hendur bergmálsgögn af mælum skipanna og er bráðabirgðamat að þarna sé nálægt 90 þús. tonn af loðnu. Hafrannsóknastofnun telur, út frá fyrirliggjandi gögnum, líkur á að […]
Fræðsluráð skipaði í starfshóp

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum var til umræðu í fræðsluráði í síustu viku. Þar var meðal annars rædd skipan í faghóp sem hefur það verkefni að stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar. Framhald af 3. máli 325. fundar fræðsluráðs frá 15. janúar sl. Niðurstaða fræðsluráðs var eftirfarandi. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á vandaða vinnu og […]
Sigurjón næsti fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu fjármálastjóra Vestmannaeyjabæjar lausa til umsóknar. Alls sóttu fimm einstaklingar um starfið, fjórir karlar og ein kona. Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í starfsauglýsingunni, en jafnframt metnir aðrir þættir sem nýst gætu í starfi fjármálastjóra, svo sem sérstök reynsla eða […]
Ánægja með þjónustu dagforeldra í Eyjum

Dagvistun í heimahúsum var til umræðu í fræðsluráði í síðustu viku en gerð var viðhorfskönnunar meðal foreldra sem nýttu þjónustu dagforeldra árið 2019. Niðurstaðan var kynnt á fundinum. Könnunin var send út á rafrænu formi til foreldra 29 barna sem nýttu þjónustu dagforeldra og svöruðu 16 foreldrar könnuninni eða um 55% Spurt var um ánægju […]
Fundu töluvert magn af loðnu fyrir austan land

Uppsjávarveiðiskipin Börkur og Polar Amaroq sigldu fram á umtalsvert magn af loðnu fyrir austan land á leið sinni til kolmunnaveiða. „Þetta voru flottar lóðningar hérna vestur af Papey,“ sagði Hálfdán Hálfdánsson skipstjóri á Berki NK í samtali við Eyjafréttir. Skipin gerðu Hafrannskóknarstofnun strax viðvart. „Þetta var allt gert eftir þeirra stjórn, við sigldum eftir ákveðnum […]
ÍBV heimsækir Fjölni, stelpurnar frá Selfoss í heimsókn í Grill 66

ÍBV strákarnir fara í Grafarvoginn í dag og mæta Fjölni kl. 16:00 í Olís deild karla. ÍBV getur með sigri jafnað FH tímabundið að stigum í 4. sæti deildarinnar en FH á leik seinna í dag á móti HK. Spennan er mikil á eftihlutadeildarinnar núna þegar einungis fjórir leikir eru eftir af deildarkeppninni hjá Strákunum. […]
Pólskur dagur í dag

Vestmannaeyjabær í samstarfi við Pólska sendiráðið í Reykjavík ætla að halda „Pólskan dag“ í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum. Viðburður er opinn öllum og hefur það markmið að kynna pólska menningu í eyjum og fá erlenda sem innlenda til að kynnast. Allir Velkomnir! Staður: Skólavegur, Safnaðarheimilið við Landakirkju Tími: 10:30-15:00 Atriði á dagskrá á Pólskum degi: […]
Gíslína Dögg Barkardóttir hefur opnað sýninguna „Segðu mér…“

Gíslína Dögg Bjarkadóttir hefur opnaði síðasta laugardag sýninguna „Segðu mér…“ í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, gengið inn hafnarmegin. Á sýningunni eru bæði ný og eldri grafíkverk. Segja má að hér sé um að ræða einskonar sýnishorn af þeirri þróun sem verið hefur í listsköpun Gíslínu að undanförnu. Hún blandar saman ólíkum aðferðum í grafík […]