Áfram lokað í Íslandsbanka og Framhaldsskólanum

Báðir aðilar hafa ákveðið að framlengja áður auglýstum lokunum. (meira…)
Lárus Garðar Long á leið í háskólagolf

Í gær skrifaði Lárus Garðar Long undir samning við Bethany College háskólann í Kansas fylkinu í Bandaríkjunum. Lárus hefur verið einn af efnilegustu kylfinum klúbbsins um árabil og var hann klúbbmeistari á nýliðnu ári ásamt því að vera valinn kylfingur ársins 2019. Óskum við Lárusi góðs gengis á komandi tímum. (meira…)
Stofnanir og leikskólar Vestmannaeyjabæjar verða áfram lokaðir

Leikskólar og stofnanir Vestmannaeyjabæjar opna ekki kl.12 í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir í fyrr tilkynningu. Veður er enn slæmt og rafmagn óstöðugt. Fólk er beðið að halda sig heima og fylgjast með tilkynningum. Tekin verður ákvörðun með opnun á Íþróttahúsinu kl. 15 í dag Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri (meira…)
Blátindur er sokkinn

Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn rétt í þessu. Áður höfðu starfsmenn hafnarinnar náð bátnum sem losnaði frá festingum sínum á Skansinum. Blátindur VE21 var smíðaður í Eyjum 1947 af Gunnari Marel Jónssyni og var samfellt í útgerð til ársins 1992 en var endurgerður að frumkvæði áhugamannafélags um endurbyggingu vélbátsins sem stofnað var árið 2000. Blátindur losnaði […]
Blátindur losnaði og flaut inn í höfn

Blátindur hefur losnað af festingum sínum og flotið til vesturs í átt að Vestmannaeyjahöfn. Háflóð var við Vestmannaeyjar klukkan 9:26. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar fóru á Lóðsinum og náðu bátnum en hann er að sögn viðstaddra við það að sökkva. Bátnum var komið fyrir við Skansinn 2018 en þá var hann færður í lægi sem útbúið var […]
Útköllin orðin 25

Ennþá er hvasst í Vestmannaeyjum kl. 9. Vindhraði var 38 m/s en 54 m/s í hviðum. Það hefur heldur lægt síðan í nótt er mesti vindhraði var 44 m/s. Íbúar eru enn hvattir til að vera ekki á ferðinni. Það er hálka á götum, krapi og mikil bleyta. Það sem af er nætur hafa komið […]
Eyjamenn beðnir að spara rafmagn

Eyjamönnum var að berast eftirfarandi skilaboð frá HS veitum: Kæri viðskiptamaðurFlutningskerfi Landsnets hefur laskast í óveðrinu og er rafmagn í Eyjum eingöngu framleitt með ljósavélum. Biðjum alla að spara rafmagn eins og kostur er, annars þarf að grípa til skömmtunar. (meira…)
Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði

Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum. Í gær var haft samband við öll fyrirtæki í Eyjum og þau beðin um að keyra niður alla starfsemi eins og mögulegt er í dag. Aðeins þá sé möguleiki að halda […]
Veðrið gæti haldist stöðugt svona næstu 2-3 tímana

Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjafréttir að búast megi við því að veðrið gæti haldist stöðugt svona næstu 2-3 tímana. Verkefni næturinnar hafi verið af öllum toga en fá þeirra hefðu verið stór eignatjón. „Austan áttin hentar okkur oft betur en norð-vestanáttin sem við vorum að fást við í Desember.“ Arnór […]
18 útköll í nótt – myndir

Veðurofsinn í Vestmannaeyjum virðist nú vera að nálgast hámark. Það kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar að Viðbragðsaðilum hafi borist 18 útköll. Fyrstu útköllin fóru að berast upp úr eitt í nótt, þau hafa verið víða að úr bænum. Meðalvindhraði á Stórhöfða klukkan 7:00 var 44 m/s og fóru hviður upp í 56 m/s. Haft […]