Eyjamenn ekki verið ánægðari síðan 2013 – niðurstöðurnar og myndir frá fundinum

Í gærkvöldi fór fram í Eldheimum íbúafundur þar sem kynntar voru helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Skemmst er frá því að segja að samkvæmt könnuninni hefur ánægja íbúa aukist markvert milli ára en hún mældist. Vestmannaeyjabær mældist yfir landsmeðaltali í öllum þeim þáttum sem kannaðir voru ef frá er talin þjónusta […]

Bein útsending frá Íbúafundi í Eldheimum kl. 18:00

Nú er að hefjast bein útsending frá Íbúafundi. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. (meira…)

Clara í Selfoss

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum. Þá hefur hún leikið 6 leiki með U19 ára landsliði Íslands, 16 leiki með U17 og 13 leiki með U16. […]

Þetta er svo sannarlega fínn bátur

Hinn nýi ísfisktogari Bergs-Hugins, Bergey VE, kom úr sinni fyrstu alvöru veiðiferð til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var fullfermi eða um 75 tonn. Heimasíðan ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra og spurði fyrst hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við byrjuðum út af Vík í Mýrdal, fórum síðan í Skeiðarárdýpið og undir lokin vorum […]

“Sumar” lokanir á HSU – nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta

Staða HSU í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í gær. Meðal annars voru ræddar sumarlokanir sem enn eru í gangi. Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin. Sumarlokanir eru enn í gangi hjá […]

Yfir helmingur aflahlutdeildar í loðnu á skipum í Vestmannaeyjum og Fjarðarbyggð

Loðna hefur lengi verið einn af mikilvægustu fiskistofnum landsins. Árin 2016-18 nam útflutningsverðmæti loðnu að meðaltali um 18 ma.kr. Aðeins útflutningsverðmæti þorsks var hærra, eða 95 ma.kr. Árið 2019 var engin loðna veidd en útflutningsverðmæti birgða nam ríflega 8 ma.kr. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Enn hefur loðna […]

Lífshlaupið ræst í þrettánda sinn

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ræsti Lífshlaupið í 13. sinn í morgun. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. […]

Verkefnastjórn vegna viðbyggingar við Hamarsskóla

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að bæjarráð tæki að sér verkefni bygginganefndar vegna undirbúnings og framkvæmda við viðbyggingu Hamarsskóla. Byggingarnefndin hefur loka ákvörðunarvald varðandi verkefnið. Bæjarráð telur mikilvægt að sett verði saman verkefnastjórn sem heldur reglulega fundi og hefur ákvörðunarvald um framkvæmd verkefnisins, yfirfer stöðuskýrslur frá eftirlitsaðila, fær tilkynningar um frávik í […]

Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum 1000 milljónir

Bæjarstjóri kynnti á fundir bæjarráðs í gær greininguna Loðnubrestur 2019 / Staða, áhrif og afleiðingar fyrir Vestmannaeyjar. Vestmannaeyjabær og hagaðilar héldu íbúafund 26. mars eftir að ljóst var að loðnubrestur yrði vertíðina 2019. Á fundinum kom fram að miklvægt er að hafa í hendi raunveruleg gögn og greiningar um samfélagsleg áhrif loðnubrestsins á Vestmannaeyjar. Til […]

Vestmannaeyjabær hugar að áframhaldandi rekstri Herjólfs

Bjarráð fundaði í hádeginu í dag og eins og svo oft áður voru samgöngumál til umræðu. Bæjarstjóri kynnti nýjan samning um dýpkun í Landeyjahöfn. Hefur Vegagerðin samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun frá 15. febrúar og út mars. Samningurinn gildir þar til umsamin vordýpkun tekur við. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið […]