Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar fyrir skólaárið 2020-2021. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2020. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Þeir sem geta sótt um í sjóðinn eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og […]
Unglingalandsliðs markvörður til ÍBV

ÍBV og Valur hafa náð samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19 muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni. ÍBV bíður Auði innilega velkomna til félagsins. (meira…)
Þrettándinn og Fólkið í Dalnum á VOD-leigur

Heimildarmyndirnar Þrettándinn og Fólkið í Dalnum eru komnar á VOD-leigur Símans og Sýnar. “Væri ekki tilvalið að poppa og eiga stefnumót við Grýlu, Leppalúða, tröll og jólasveina á huggulegu vetrarkvöldi nú eða skella sér í Herjólfsdal og gleyma vetrarlægðunum um stund,” sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Sighvatur Jónsson. (meira…)
ÍBV semur við sex leikmenn

Á síðustu dögum hefur kvennalið ÍBV skrifað undir samninga við nokkra leikmenn í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Pepsí Max deildinni en ÍBV ætlar sér stóra hluti undir stjórn Andra Ólafssonar og Birkis Hlynssonar. Birgitta Sól Vilbergsdóttir skrifaði undir nýja samning við félagið en Birgitta Sól sem er fædd 2002 er […]
Handbolti um helgina

Það er stór helgi framundan hjá deildinni, en allflestir flokkar eru að spila um helgina. 5., 6. og 7. flokkar karla og kvenna eru að fara á fjölliðamót á höfuðborgarsvæðinu og ríkir mikil eftirvænting hjá krökkunum. Hérna eru svo plan helgarinnar hjá þeim sem eldri eru, allir leikir uppi á landi nema 1. Í Vestmannaeyjum: […]
Fulltrúar Vestmannaeyja ánægðir með athygli og áhuga

Icelandair heldur Mid-Atlantic ferðaràðstefnuna. Þetta er stærsta og mikilvægasta ferðasýning sem haldin er àrlega á Íslandi. Fyrir hönd Vestmannaeyja eru Kristín Jóhannsdóttir, Magnús Bragason, Alma Ingólfsdóttir og Alma Rós Þórsdóttir. Hópurinn frá Eyjum er afar ánægðir með heimsóknirnar á básinn og spennt og bjartsýn fyrir ferðaárinu 2020. (meira…)
Fiskeldi um 10% af verðmæti útfluttra sjávarafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 25 milljörðum króna á árinu 2019, sem er 90% aukning frá fyrra ári. Hefur útflutningsverðmæti eldisafurða aldrei verið meira og rímar þessi þróun vel við spá okkar fyrir árið. Í erlendri mynt var aukningin aðeins minni, eða 75%, þar sem gengi krónunnar veiktist um tæp 8% á milli ára sé tekið mið […]
Kærkomin blíða (myndband)

Ævar Líndal háseti á Dala-Rafni sendi okkur þetta myndband sem hann tók á landleið í blíðunni í gær. Eins og sjá má var renni blíða hjá strákunum. Dala Rafn kom í land með 150 kör eftir fjóra daga á veiðum. En skipstjóri í túrnum var Ingi Grétarsson. (meira…)
Umhverfisstofnun biður veiðimenn að hlífa teistunni

Nú er svartfuglsveiðitíminn í algleymingi og ljóst að margir nýta sér að komast út á sjó þegar dúrar milli lægða. Teista hefur verið friðuð fyrir skotveiðum síðan árið 2017, enda á stofninn undir högg að sækja. Orsakirnar eru m.a. taldar vera afrán minks, en teistum er einnig mjög hætt við að lenda í grásleppunetum. Við […]
Loksins komin langþráð bongóblíða

Ísfisktogarinn Smáey VE landaði fullfermi eða 70 tonnum í Vestmannaeyjum sl. þriðjudag og kom aftur inn í morgun með rúmlega 30 tonn. Heimasíðan ræddi við Egil Guðna Guðnason stýrimann og spurði hvernig veiðar hefðu gengið. „Það verður að segjast að veiðarnar gengu vel. Í fyrri túrnum vorum við í Breiðamerkurdýpinu og uppistaða aflans þar var […]