Andlát: Trausti Þorsteinsson

(meira…)
Áætlunarflug hafið til Eyja

Um mánaðarmótin hófst áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins samdi við Mýflug um flugið til Vestmannaeyja. Flogið er fjórum sinnum í viku frá 1. desember 2024 til og með 28. febrúar 2025. Samningurinn hefur þegar tekið gildi og hægt er að bóka flug á vef Mýflugs. Flugleiðin er styrkt til að tryggja tímabundið […]
Jólafundur Aglow í kvöld

Jólafundur Aglow verður í kvöld, 4. desember kl.19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Það hefur ríkt eftirvænting fyrir þessum fundi. Við komum saman í fögnuði og hlustum á og finnum fyrir snertingu jólanna. Það verður mikið sungið og er það hátíðlegt að syngja saman jólasöngva. Boðið verður upp á fjölbreytt söngatriði, einsöng, tvísöng og svo syngjum við […]
Bestu tölur laugardagsins

Margir voru eflaust ánægðir með tölurnar sem litu dagsins ljós síðastliðið laugardagskvöld en tveir miðaeigendur í Lottóinu voru þó alveg sérlega ánægðir þegar þeir sáu að tölurnar sem þeir höfðu á Lottómiðum sínum væru þær sömu og komið höfðu upp í útdrætti kvöldsins. Lottópotturinn, sem var þrefaldur og innihélt fyrsta vinning upp á rétt tæpar […]
Stefna á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar

Herjólfur stefnir á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Ef það breytist gefum við það frá okkur um leið og það breytist, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferðir kl. 08:15, 09:30 hafa verið felldar niður. Tilkynning vegna siglinga þar á eftir verður gefin út […]
Liðsstyrkur til ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV tilkynnti í dag um að samið hafi verið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Bestudeildinni á komandi leiktíð. Annars vegar er það serbneski miðjumaður að nafni Milan Tomic sem kemur frá Vrsac sem leikur í næstefstu deild í Serbíu. Milan er 24 ára miðjumaður sem hefur leikið með nokkrum liðum í […]
Stórleikur hjá landsliðinu í kvöld

Stelpunar okkar leika þriðja og síðasta leik sinn í kvöld í F-riðli þegar þær mæta Þýskalandi kl.19:30. Sigurvegarinn í viðureigninni fer áfram í milliriðil sem fer fram í Vínarborg. Það er því mikið undir í leik kvöldsins. Íslenska liðið hefur undirbúið sig vel í gær og í dag og andinn og stemningin innan hópsins virkilega […]
Til þjónustu reiðubúin

Nú að loknum kosningum er okkur efst í huga þau fjölmörgu samtöl sem við áttum við íbúa kjördæmisins síðustu vikur. Við viljum þakka ykkur öllum af auðmýkt fyrir mótttökurnar, fyrir samtölin og stuðninginn sem við fundum svo greinilega fyrir. Niðurstöður kosninganna sýna að þjóðin kallar eftir breytingum. Það er líka ljóst að plan Samfylkingarinnar hefur […]
Orgelsjóður Landakirkju

Fyrsta orgel Landakirkju var gefið af dönskum kaupmanni, Johan Peter Thorkelin Bryde, og var það svokallað harmoníum. En það er orgel sem myndar tón á svipaðan hátt og harmonikka. Það er fótstigið til að mynda loft fyrir raddirnar. Það orgel er að finna á Byggðasafninu í Vestmannaeyjum. Árið 1896 var orgel Sigfúsar Árnasonar, fyrsta organista […]
Bandarísk knattspyrnukona til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Ally Clark hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild kvenna á leiktímabilinu 2025. Ally getur leikið margar stöður á vellinum og kemur til með að styrkja lið ÍBV, segir í tilkynningu á vefsíðu félagsins. Henni hefur verið lýst sem hröðum og beinskeyttum leikmanni […]