Fá Hauka í heimsókn

Handbolti Birna

Lokaleikur sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í dag. Þá fær ÍBV lið Hauka í heimsókn. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Haukar með 8 stig og ÍBV með 6 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. (meira…)

Systurskipin landa fyrir austan

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Systurskipin Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði enn og aftur fullfermi í Neskaupstað á miðvikudag og í gær. Á vef Síldarvinnslunnar segir að afli beggja skipa hafi verið langmest þorskur, vænn og fallegur fiskur. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veðrið hafi verið afar leiðinlegt þegar veiðar hófust. „Við hófum veiðarnar norðarlega […]

Eitt best geymda leyndarmál Íslands

Skjáskot/Youtube

Tímaritið Time Out birti í gær val sitt á tuttugu og einum áfangastað í Evrópu sem almennt eru taldir vanmetnir og ferðamenn ættu að íhuga að heimsækja á næsta ári. „Á sama tíma og margir staðir í álfunni glíma við ofgnótt ferðamanna, bíða þessir vanræktu áfangastaðir eftir að vera uppgötvaðir,” segir m.a. í umfjölluninni. Eitt […]

Grasið víkur fyrir gervigrasi

IMG 6767

Í dag voru teknar fyrstu skóflustungurnar af grasinu á Hásteinsvelli. Grasi sem lagt var árið 1992. Til stendur að leggja nýtt gervigras á völlinn. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir tilboðum í verkið sem felst í jarðvinnu við frágang á yfirborði og lagnir í jörð vegna gervigrasvallar og svæða undir komandi vallarlýsingarmöstur. Skóflustungurnar tóku þau Erl­ing­ur Guðbjörns­son, formaður […]

Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi

Píratar hafa nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn P. Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi: Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Linda Björg Arnheiðardóttir öryrki og heimavinnandi húsmóðir Þórir Hilmarsson skósmiður og stjórnarmaður í Vr Sindri Mjölnir Magnússon listamaður Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur […]

„Ég er kominn heim”

K94A1149

„Ég er kominn heim” söng Óðinn Valdimarsson um árið. Það hljómar einmitt undir nýjasta myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem sýnir okkur Vestmannaeyjar á fyrsta degi nóvember-mánaðar. (meira…)

Bara sýnishorn

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

Nú á dögunum hitti ég góðan vin minn á rölti niðri í bæ.  Við njótum þess oft að ræða um stjórnmál en erum ekki samherjar á þeim vettvangi.  „Jæja, Raggi minn,“ sagði hann strax, „nú er illa komið fyri þínum flokki, hann er bókstaflega að hverfa. Það er ekkert skrítið því hann hefur ekkert gert af viti […]

Mikkel rær á önnur mið

Mikkel Ibvsport

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur ákveðið að kveðja ÍBV og róa á önnur mið eftir þrjú ár innan félagsins. Á þeim tíma hefur Mikkel verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna, auk þess að hafa komið að þjálfun yngri markvarða félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Mikkel kom til ÍBV fyrir […]

Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi

elvar_eyvindss

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi 1. Elvar Eyvindsson – bóndi 2. Arnar Jónsson – smiður 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir – […]

Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin heldur áfram í Eyjum. En hvað er á dagskránni í dag? Föstudagurinn 1. nóvember ELDHEIMAR Kl. 14:00 Málþing um Surtsey. Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson fjalla um þróun og framtíð Surtseyjar, sem þeir hafa rannsakað um áratuga skeið. Inga Dóra Hrólfsdóttir og Einar E.  Sæmundsson segja frá virði heimsminjaskráningarinnar UNESCO. Einstakt færifæri til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.