Ávinningur af jarðgöngum sé mikill

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag við skýrslu starfshóps sem var falið að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. Starfshópurinn kynnti skýrsluna á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu fyrr í dag. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að ávinningur af jarðgöngum sé mikill, ekki síst vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. […]
Jarðgöng: Leggja til þrepaskipta rannsókn

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnti í dag skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi. Starfshópurinn leggur til að framkvæmd verði þrepaskipt rannsókn á svæðinu. Í hverju þrepi bætist við þekkingu á jarðlögunum og þannig má varpa ljósi á fýsileika jarðgangaverkefnisins. Við undirbúning jarðgangaverkefna eru jafnan fleiri […]
Jarðgöng til Eyja – streymi

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag kl. 13. Skýrslan verður að því loknu formlega afhent ráðherra, segir í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Kynningarfundinum er streymt á vef Stjórnarráðsins, en sjá má útsendinguna hér að neðan. Hlutverk starfshópsins […]
Ræddu stöðu hafna, framkvæmdir, vöktun og orkuskipti

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var endurkjörinn formaður Hafnasambands Íslands sem lauk á Akureyri sl. föstudag. Alls sóttu þingið ríflega 100 fulltrúar frá höfnum víðs vegar um landið. Fjölmörg fræðsluerindi voru flutt og sköpuðust góðar umræður m.a. um stöðu hafnanna, framkvæmdir, vöktun og orkuskipti í höfnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þingið […]
Öll hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri á einum stað

Vestmannaeyjabær tekur þátt í samstarfsverkefni sem er hluti af aðgerðaráætlun verkefnisins “Gott að eldast”. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að þetta sé samstarfsverkefni verkefnastjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Landssambandi eldri borgara, íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Ætlunin er að birta upplýsingar um framboð hreyfiúrræða á landsvísu fyrir 60 ára […]
Afþakkaði fjórða sætið

„Ég hef afþakkað fjórða sæti á lista í Suðurkjördæmi hjá Miðflokknum.” segir í tilkynningu frá Guðna Hjörleifssyni sem hafði áður gefið út að hann gæfi kost á sér í 2. eða 3. sæti á lista flokksins. „Stefnan var sett á annað til þriðja sætið, sem gekk því miður ekki eftir og því hef ég ákveðið […]
Karl Gauti leiðir lista Miðflokksins

Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi tillögu uppstillingarnefndar um framboð listans í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum mun leiða listann. Frá þessu greinir Karl Gauti á facebook-síðu sinni. Í næstu sætum verða Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson. „Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfema […]
Samið um vinnslubúnað í sláturhús

Laxey og Baader á Íslandi hafa gert með sér samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxeyjar fyrir landeldislax. Fram kemur í tilkynningu að Baader, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í þróun og framleiðslu á tækjabúnaði fyrir laxavinnslu, sé þekkt fyrir lausnir sem hannaðar eru með gæði framleiðslu og dýravelferð í huga. Þessi nálgun gerir […]
Veturinn genginn í garð

Í gær var fyrsti vetrardagur. Í dag var kalt í veðri en fallegt veður. Það sést vel á myndbandinu hér að neðan sem Halldór B. Halldórsson setti saman. (meira…)
Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi

Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega […]