Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi

Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega […]

Framboðslisti Framsóknar í Suður samþykktur

Untitled (1000 X 667 Px) (19)

Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykkti í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Örk í Hveragerði. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn samanstandi af fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp framsóknarfólks verulega um land allt. Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar. Í öðru […]

Ein ferð í Landeyjahöfn

Aðstæður hafa skánað í Landeyjahöfn og er Herjólfur því á leiðinni þangað núna, sagði í tilkynningu frá Herjólfi ohf. klukkan 15.15 í dag. Þar segir jafnframt að brottför sé frá Landeyjahöfn er kl. 18:15 og er það síðasta ferð kvöldsins. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 08:30 í fyrramálið. Uppfært […]

Fyrsti flutningurinn mikil áskorun

Gisli Geir IMG 1289 Cr

Í síðasta tölublaði Eyjafrétta var viðamikil umfjöllun um fiskeldisfyrirtækið Laxey. Gísli Geir Tómasson starfar sem tæknistjóri hjá fyrirtækinu. Við ræddum við Gísla um starfsferilinn, starfið hjá Laxey og hvað sé framundan hjá fyrirtækinu. Gísli hóf störf sem nemi í vélvirkjun hjá Skipalyftuni árið 1997 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun við FÍV í lok árs 2002. […]

Samstarf á sviði endurhæfingar

Ráðhús_nær_IMG_5046

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fjallaði um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins á fundi sínum í vikunni. Á fundinum var kynning á samstarfi þjónustukerfa á sviði endurhæfingar og væntanlegum samstarfsamningi milli samstarfsaðila. Óskað er eftir að Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fái umboð til að undirrita samning um samstarf á sviði endurhæfingu á grundvelli yfirlýsingar dags. 15. febrúar […]

Fá botnliðið í heimsókn

Eyja 3L2A9829

Lokaleikur áttundu umferðar Olís deildar karla fer fram í Eyjum í dag. Heimamenn taka þá á móti KA. ÍBV í sjöunda sæti fyrir leik dagsins með 7 stig. KA-menn eru hins vegar á botni deildarinnar með 4 stig úr 7 leikjum. Tveir leikmenn ÍBV voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í […]

Góður afli fyrir austan í haust

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Eyjum í gær og höfðu landað í Neskaupstað á mánudaginn. Aflinn í fyrri túrnum hjá skipunum var mest þorskur en ýsa í þeim síðari hjá Bergi en blandaður afli hjá Vestmannaey. Skipstjórarnir, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey, segja í samtali við […]

Breytingar á áætlun Herjólfs

IMG 6188

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð seinnipartinn i dag.  Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15 (Áður ferð kl. 20:45). Aðrar ferðir falla niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki […]

Þakka langvarandi stuðning og vináttu

Asi Fridriks 24 Fb L

Nú liggur fyrir að ég verð ekki á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember nk. Ég verð heldur ekki á öðrum framboðslistum, þrátt fyrir boð um örugg þingsæti. Eðlilega er ég þakklátur fyrir slík boð, af þeim er heiður og virðing fyrir því sem ég hef staðið fyrir. Ég vil þakka öllum sem […]

Hey. Ekki láta kellinguna ná tökum á þér, vertu dama

462565664 556477126741216 3387494556977870428 N

Dömukvöld ÍBV handbolta verður haldið í golfskálanum föstudaginn 8. nóvember. Miðasala er hafin. Það var uppselt í fyrra þannig að best er að hafa hraðar hendur. Mætið í Heimadecor og kaupið miða. Þvílíkt flott dagskrá og maturinn, maður lifandi, eins og Káti myndi segja. Karlar, ef þið getið lesið þetta, (Pisa könnun) þá peppið þið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.