Ljósaganga á Eldfell

Á miðvikudaginn næstkomandi verður Bleiki dagurinn haldinn. Krabbameinsfélagið hvetjur landsmenn til að vera bleik – fyrir okkur öll og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Í Vestmannaeyjum stendur til að halda ljósagöngu í tilefni dagsins. „Við stefnum […]
Straumlind bauð best

Vestmannaeyjabær leitaði eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá þeim sem bjóða orku til sölu eftir að Orkusalan sagði upp samningi við bæinn. Alls bárust fjögur tilboð, frá Orkusölunni, N1, ON og Straumlind. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að mat á tilboðum liggi fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lagði hann til að lægsta tilboðinu sem […]
Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna mun leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. Víðir staðfesti þetta í kvöld í samtali við fréttavefinn Vísi. Þar er haft eftir Víði að hann hafi alltaf haft augun á því að fara á þing og hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Fram kemur að […]
Kíkt í skúrinn

Það mættu þó nokkrir karlar í skúrinn í kjallara Hraunbúða í morgun, á fyrsta degi eftir að ný aðstaða var vígð. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja sem fór fyrir verkefninu og á þakkir […]
Virði vatnsveitunnar er ekkert

Garðar Jónsson, sérfræðingur hjá Skilvirk var fenginn til að gera óháða úttekt á rekstri vatnsveitunnar í Eyjum og hefur hann nú skilað skýrslu þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðum hennar. Bæjarráð fór yfir niðurstöður skýrslunnar á fundi sínum í vikunni. Fékk ekki frekari upplýsingar Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni eru fjármagnsliðir tilgreindir […]
Guðni vill 2-3. sæti hjá Miðflokknum

Guðni Hjörleifsson hefur nú tilkynnt um að hann sækist eftir 2-3. sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu frá honum segir að fjölmargir Eyjamenn og aðrir hafi skorað á hann að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum og hefur pressan aukist mikið við þær fréttir að ekki hefur spurst af öðrum Eyjamönnum sem […]
Kröfulýsingin byggð á veikum grunni

„Ekki hefur borist svar frá fjármálaráðherra við bréfi sem lögmenn Vestmannaeyjabæjar í þjóðlendumálinu sendu honum þar sem farið var fram á afturköllun kröfulýsingar um allt land í Vestmannaeyjum.” Svona hefst bókun bæjarráðs Vestmannaeyja sem fundaði í vikunni. Þar segir jafnframt að endurskoðuð kröfulýsing ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum liggi nú hins vegar fyrir og ljóst […]
Karlar í skúrum – myndband

Í dag var formleg opnun verkefnisins “Karlar í skúrum” á Hraunbúðum. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og er fyrirmyndin m.a. sótt til Hafnarfjarðar […]
„Á mettíma í haustrallinu”

Haustralli Hafrannsóknastofnunar er lokið, en tvö skip Vinnslustöðvarinnar rölluðu í kringum landið ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Breki VE var á djúpslóð, en Þórunn Sveinsdóttir á grunnslóð. Valur Bogason, sjávarvistfræðingur var leiðangursstjóri á Þórunni Sveinsdóttur. „Leiðangurinn á Þórunni gekk mjög vel og voru veðurguðirnir okkur mjög hliðhollir og vorum við á mettíma í haustrallinu á grunnslóð, […]
Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30 Á ljósmyndadeginum sýnum við […]