Eyþór ekki á leið í landsmálin

Fjölmargir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum landsins skoða nú möguleg framboð til þingkosninga. Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er ekki einn þeirra. Spurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum, var svar hans stutt: Nei. Eyþór hvetur alla kjósendur til að setja atkvæði sitt á flokk sem ætlar að […]
Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk

Rekstur heimaspítala er nýjung í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem felst í aukinni heilbrigðisþjónustu, þar með talinni læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Heilbrigðisráðuneytið hefur gert samkomulag við stofnunina um stuðning við verkefnið. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU undirrituðu samkomulagið í fyrradag, segir […]
Mæta Aftureldingu á útivelli

Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur Afturelding á móti ÍBV í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Afturelding hefur farið vel af stað og eru í öðru sæti deildarinnar með 9 stig úr 6 leikjum. ÍBV er í sjötta sæti með 7 stig úr jafn mörgum leikjum. Flautað verður […]
Stelpurnar steinlágu fyrir Fram

ÍBV mætti Fram á útivelli í Olís deild kvenna í kvöld. Heimaliðið náði fljótlega forystu og leiddu í leikhléi 15-9. Munurinn jókst svo er leið á seinni hálfleik og þegar yfir lauk munaði 9 mörkum á liðunum. Lokatölur 29-20. Darija Zecevic varði 20 skot í marki Fram og Ethel Gyða Bjarnasen varði 2 skot. Hjá […]
Oddný ekki fram aftur

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mun ekki sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi þingkosningum. Frá þessu greinir hún á facebook-síðu sinni í kvöld. Þar segir: „Nú þegar boðað er til kosninga með stuttum fyrirvara er rétt að láta ykkur vita strax að ég mun ekki sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í […]
Gísli sækist eftir fjórða sæti

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum tilkynnti á heimasíðu sinni í kvöld að hann bjóði sig fram í 4. sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Tilkynningu Gísla má lesa í heild sinni hér að neðan. „Framundan eru þingkosningar og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á fullt. Ég hef undanfarin 2 ár setið sem bæjarfulltrúi fyrir flokkinn […]
Fer Brynjar fram í Suðurkjördæmi?

Á sunnudaginn næstkomandi fundar kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þar verður tekin fyrir tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að viðhafa röðun við val á efstu 6 sætum á framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í dag fjóra þingmenn í kjördæminu, en Birgir Þórarinsson var kosinn fyrir Miðflokkinn. Hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir síðustu […]
Á Tangaflakinu í skítabrælu

Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudag og í gær og voru bæði með fullfermi. Bergur kom á sunnudaginn og segir Jón Valgeirsson skipstjóri, í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hafi verið erfiður vegna veðurs. „Við vorum á Tangaflakinu allan tímann í skítabrælu. Veðrið var ansi þreytandi því allt verður helmingi […]
Sandra áfram í herbúðum ÍBV

Lettneska landsliðskonan Sandra Voitane hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum ÍBV og skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Hún lék í hjarta varnar liðsins í Lengjudeild kvenna í sumar og spilaði hún 22 leiki í deild, bikar og Lengjubikar. Í frétt á heimasíðu félagsins segir að Sandra sé 25 ára fjölhæfur […]
Dregið í bikarkeppni HSÍ

Búið er að draga í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum í handknattleik. Rétt er að taka fram fyrst að viðureignir ÍBV 2 og Þórs, Víðis og Harðar, ÍH og Selfoss og Hvíta Riddarans og Víkings í 32-liða úrslitum karla megin fara fram 30. eða 31. október nk. Kvennamegin sátu hjá Valur, sem […]