80% hækkun á Eyjamenn á fimm árum

Sjóvarmadælan02

Rafkyntar fjarvarmaveitur, sem nota rafmagn eða eldsneyti til að hita vatn til sölu um dreifikerfi veitunnar, eru reknar af Orkubúi Vestfjarða, RARIK á Seyðisfirði og HS Veitum í Vestmannaeyjum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn í byrjun sumars um húshitunarkostnað, gjaldskrá veitufyrirtækja og breytingu á gjaldskrá hjá rafkyntum veitum til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. […]

Samið um fjármögnun

Arion Laxey Laxey Is 24

Arion banki og Laxey hafa undirritað samning um fjármögnun. Samstarf félaganna mun styðja við áform Laxey um að starfrækja fiskeldisstöð á landi í Vestmannaeyjum. Samkomulagið er mikilvægur þáttur í langtímarekstri Laxey og styður við áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins. Samstarfið undirstrikar skuldbindingu Laxey til uppbyggingar fiskeldis í Vestmannaeyjum með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi, segir í tilkynningu […]

Ný staðföng á ljósleiðaraneti Eyglóar

IMG_5869

Vegna mistaka urðu fimm staðföng eftir við tengingu á ljósleiðaranum í nokkrum götum.  Þessi fimm staðföng eru nú klár til tenginga. Eygló ehf. biður eigendur þessara húsa afsökunar á þeirri töf sem þeir hafa orðið fyrir á möguleika á ljósleiðaratengingu, umfram aðra húseigendur í þessum götum. Birkihlíð 4, Kirkjuvegur 65, Heimagata 30, Heimagata 35, Sólhlíð […]

Stóra Lundaballið

DSC_2448

Veiðifélagið Heimaey mun halda “Stóra lundaballið” í ár þann 16.nóvember nk. Eins og allir vita þá er hringur í framkvæmd lundaballa og þurfa Eyjamenn að bíða í 7 erfið ár eftir Stóra Lundaballinu og þola léleg og þreytandi lundaböll 6 ár í röð frá Hellisey, Suðurey, Álsey, Bjarnarey, Brandinum og  Elliðaey. Það er einlæg ósk […]

Styðja við varðveislu menningarverðmæta

Undirsk Vestm Is

Vestmannaeyjabær og Stóra sviðið hafa gert með sér samstarfssamning vegna Eyjatónleika sem hafa það m.a. að markmiði að halda utan um þau miklu menningarverðmæti sem Eyjalögin eru. Samningurinn var undirritaður 4. október sl. af Guðrúnu Mary Ólafsdóttur og Bjarna Ólafi Guðmundssyni fyrir hönd Stóra sviðsins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra og Kára Bjarnasyni, safnstjóra Safnahúss. Þetta kemur […]

Malbikað víða um bæinn

20210511_120804

Malbikun stendur yfir víðsvegar um bæinn í dag og á morgun, 7. og 8. október. Í tilkynningu á vef bæjarins segir að malbikun standi yfir við Sorpu, á Strandvegi við Strandveg 101, við Skansveg neðan við Fesbrekku og við gatnamót Strandvegar og Hlíðarvegar. Vegna malbikunar er móttökustöð Kubbs því lokuð í dag og einnig Skansvegurinn […]

Dýpkun að hefjast í Landeyjahöfn

Alfsnes IMG 6408

„Það þarf á fjarlægja milli 5.000-10.000 m³ úr hafnarmynninu á næstu dögum, taka dýpið úr -7,0 í -8,0m.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar aðspurður um hvernig staðan sé á dýpi í Landeyjahöfn. Álfsnes, dýpkunarskip Björgunar hóf dælingu í höfninni í gær en þurfti samkvæmt heimildum Eyjafrétta að hætta dýpkun vegna bilunar og kom […]

Unnu rúmar 5 milljónir

Peninga

Tveir tipparar gerðu sér lítið fyrir og voru með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Annar tipparinn keypti kerfisseðil með sex tvítryggðum leikjum sem kostaði 390 krónur og skilaði vinningi uppá 5,3 milljónir króna. Hinn tipparinn keypti venjulegan seðil þar sem hann tvítryggði líka sex leiki og kostaði miðinn 832 krónur.  Vinningurinn sem […]

Ákalli svarað

Í síðustu viku birtust á vef Eyjafrétta þrjár fréttir sem vöktu athygli mína svo um munaði. Ég get því ekki annað en brugðist við ákalli ritstjóra Eyjafrétta og stungið niður penna. Fyrsta fréttin snerist um að Eyjapresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Gárungarnir voru ekki lengi að setja saman brandara um […]

September betri en í fyrra

farthega_opf

„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins. Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.