Mikil áhugi á „Viltu hafa áhrif“

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir umsóknum í styrktarsjóð menningar, lista, íþrótta og tómstunda undir heitinu Viltu hafa áhrif 2026. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins 2026, en auglýst verður aftur í mars vegna seinni hluta ársins. Markmið sjóðsins er að efla og styðja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarf í Vestmannaeyjum með því að hvetja einstaklinga, […]
Í heimsókn hjá sauðfjárbændum

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Þeir hafa í mörg horn að líta. Á haustin er það sláturtíðin í fyrirrúmi. Halldór B. Halldórsson fékk að fylgjast með Bjarnareyingum, þegar þeir söguðu niður skrokka í kvöld. Fyrr í dag ræddi Halldór stuttlega við Harald Geir Hlöðversson þar sem hann var að gera allt klárt. Myndbandið má […]
Aukið fjármagn til lengdrar viðveru fatlaðra barna

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt beiðni fjölskyldu- og fræðslusviðs um að bæta við 1,5 stöðugildum til félagsmiðstöðvarinnar vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna og ungmenna eftir skóla. Þjónustan er ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 10–18 ára og er liður í lögbundnu verkefni sveitarfélagsins. Aukin eftirspurn eftir þjónustunni hefur gert það nauðsynlegt að festa hana í fast […]
Flogið yfir Heimaey

Það viðraði vel til drónaflugs í morgun. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Hann sýnir okkur hér eyjuna úr lofti og einnig eru nokkur skot af jörðu niðri. (meira…)
Vinnslustöðin selur Þórunni Sveinsdóttur VE

Vinnslustöðin hefur undirritað samning um sölu ísfisktogarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Í kjölfar sölunnar verður um tuttugu starfsmönnum skipsins sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að salan sé liður í að lækka skuldir, en jafnframt hefur verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Þá hefur […]
Baðlón við Skansinn skrefi nær veruleika

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði á síðasta fundi sínum um tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 vegna fyrirhugaðra áforma um baðlón og hótel á Skanshöfða. Jafnframt var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Skipulagsáformin voru auglýst samkvæmt skipulagslögum á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Fram kemur í fundargerð að […]
Álfsnes þarf í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarnar vikur, fer í slipp í Hafnarfirði á morgun, mánudag, vegna bilunar sem komið hefur upp í skipinu. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að vinnan við dýpkun hafi gengið ágætlega að undanförnu, en vegna bilunarinnar þarf að ráðast í viðgerð sem gæti tekið nokkra daga. […]
Útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn í undirbúningi

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að […]
Fasteignafélag fékk ekki bætur vegna meintra galla á húsi í Eyjum

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað Landsbankann hf. af kröfu Fundar fasteignafélags ehf., sem krafðist rúmlega 7,2 milljóna króna í bætur vegna meintra galla á fasteign við Hásteinsveg 6 í Vestmannaeyjum. Fundur fasteignafélag, sem sérhæfir sig í kaupum og rekstri fasteigna, keypti húsið af bankanum í júní 2021. Fljótlega eftir afhendingu taldi félagið sig hafa orðið vart […]
Toppliðið sækir botnliðið heim

Næst síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar karla fer fram samtímis í dag. Á Meistaravöllum taka KR-ingar á móti Eyjamönnum. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en KR í botnsætinu með 25 stig. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 26 stig og Vestri er þar fyrir ofan með 28 stig. Allir leikir […]