Næst skal greina uppbyggingu innviða

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir innviðauppbygging. Þar segir að mikilvægt sé að horfa til framtíðar og kortleggja tækifæri sem núverandi uppbygging öflugra fyrirtækja getur haft á samfélagið, m.a. gríðarleg fjárfesting í landeldi. Halda þarf utan um öll þau tækifæri sem skapast á næstu árum, draga úr hættunni á að missa af […]

Popúlistinn lætur kné fylgja kviði

Að hatast út í sjávarútveginn og almennt þá sem ganga vel í atvinnulífinu er eitt af sérkennum íslensku þjóðarinnar. Með slíkt hatur í handfarangrinum er líklegast ekkert sem fær ríkisstjórnina til að velta fyrir sér hvort hún sé á réttri leið í veiðigjaldamálinu, hvort þau hafi misreiknað sig eða hvort skynsamlegt sé að draga málið […]

Telja að viðbyggingin dragi úr umferðaröryggi

20250710 092734

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á síðasta fundi umsókn um byggingarleyfi á Búhamri 1, en áður hafði farið fram grenndarkynning. Það er fyrirtækið Skuggabyggð ehf. sem sótti um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 47,3 m². Undirskriftarlisti frá ellefu nágrönnum barst ráðinu þar sem byggingaráformunum er mótmælt. Bréfritarar telja að viðbyggingin muni takmarka sjónlínur […]

Ingibjörg kom við í Eyjum

Ingibjörg, nýjasta björgunarskip Landsbjargar kom við í Eyjum í gærkvöldi á leið sinni austur á Hornafjörð en þar verður heimahöfn skipsins. Skipverjar á Ingibjörgu reikna með að sigla inn til Hornafjarðar í hádeginu í dag. Skipið er eins smíði og björgunarskipið Þór sem kom til Eyja 2022. Ingibjörg er fimmta skipið í smíðaröðinni. Hin fjögur […]

Hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna

ithrottam

Líkt og kom fram á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 4. júní sl. var útboð vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð kært til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin tók ákvörðun um að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið á milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. skv. bréfi dags. 12. júní sl. á meðan málið er í […]

Löggjafinn ræður leikreglum

DSC_8177

Allt frá því að frumvarp um verulega og fyrirvaralausa hækkun veiðigjalds var lagt fram hafa fjölmargir hagaðilar um allt land varað við áhrifum þess. Þar á meðal hafa verið sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, iðnaði, tækni og nýsköpun. Ekki hefur reynst vilji til þess að ræða álitamálin þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á […]

Glimrandi vika hjá Bergey

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur landað tvisvar í heimahöfn í Eyjum í þessari viku. Jón Valgeirsson skipstjóri er ánægður með gang veiðanna. Haft er eftir honum á vefsíðu Síldarvinnslunnar að þeir hafi farið út á fimmtudag í síðustu viku og héldu beint á Pétursey og Vík. „Þar var heldur rólegt. Þá var farið austur á Höfða […]

Heimila lundaveiði 25. júlí – 15. ágúst

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum. Veiði verður heimil dagana 25. júlí – 15. ágúst 2025. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí – 15. […]

Ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar […]

Eyjamenn ekki fleiri í 30 ár

Opf 20250704 155558

​Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 47 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. júlí 2025, samkvæmt tölum sem eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Þann fyrsta júlí sl. stóð íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum í 4.765. Á vefsíðu Þjóðskrár eru gefnar upp tölur aftur til ársins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.