Pepsi-deild kvenna: ÍBV fær Val í heimsókn á morgun

ÍBV og Valur mætast á Hásteinsvelli á morgun kl. 18:00 í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna. ÍBV er í 4. sæti með sex stig en Valur í sætinu fyrir ofan með níu stig. (meira…)
Við erum að kanna grundvöll fyrir mögulegu samstarfi

Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa í Fyrir Heimaey í dag. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta ætlar Eyjalistinn að hitta Fyrir Heimaey í kvöld og má því áætla að fundur hans við sjálfstæðisflokkinn verði þar á undan. Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig […]
Opinn fundur um þjóðhátíð

Miðvikudaginn 30. maí kl. 20:00 verður opinn �?jóðhátíðarfundur í Týsheimilinu. Á dagskrá fundarins eru meðal annars eftirfarandi mál: – Kapphlaupið um tjaldstæði – Bílastæðamál á hátíðarsvæðinu – Veitingasala og margt fleira Vonandi sjá sem flestir sér fært á mæta, �?jóðhátíðarnefnd (meira…)
Pepsi-deild karla: Fyrsti sigur Eyjamanna kom gegn Keflavík í botnslag

ÍBV lagði Keflavík að velli í 6. umferð Pepsi-deildar karla í dag, lokastaða 1:3. Sindri Snær Magnússon kom ÍBV yfir með skalla eftir 17 mínútna leik. Í síðari hálfleik tvöfaldaði Sigurður Grétar Benónýsson forystuna fyrir Eyjamenn eftir slæm mistök markvarðar Keflvíkinga. Heimamenn náðu hins vegar að minnka muninn skömmu seinna en nær komust þeir ekki. […]
Meirihlutinn fallinn

Lokatölur hafa verið birtar í sveitastjórnakosningunum í Vestmannaeyjum. Meirihlutinn er falinn eftir að talin hafa verið öll 2.630 atkvæði. Sjálfstæðismenn missa tvo fulltrúa og hafa því þrjá kjörna fulltrúa. Fyrir Heimaey ná inn þremur fulltrúum og Eyjalistinn missir einn og heldur því aðeins einum fulltrúa. Atkvæðin skiptast þannig: D- 754 – 45,43% – 3 fulltrúar […]
Fara þarf aftur yfir öll atkvæði

Fara þarf aftur yfir öll atkvæði sem greidd voru í Vestmannaeyjum. Heimildir fréttastofunnar herma að Sjálfstæðisflokkurinn sé örfáum atkvæðum frá því að ná inn fjórða manni og þar með hreinum meirihluta var greint frá í Kosningasjónvarpi Rúv. Samkvæmt fyrstu tölum hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins, en Fyrir Heimaey vantaði aðeins átta atkvæði upp á að ná inn […]
Meirihlutinn heldur velli

�?egar 1677 atkvæði (63,9%) hafa verið talin og skiptast þau þannig: D- 754 – 45,61%- 4 fulltrúar H-558 – 33,76% – 2 fulltrúar E-341 – 20,62 – 1 fulltrúi Miðað við fyrstu tölur heldur því meirihlutinn velli. Sjálfstæðisflokkurinn tapar þó manni sem og Eyjalistinn til Fyrir Heimaey. Kjörnir fulltrúar eru samkvæmt þessu:Hildur Sólveig Sigurðardóttir – […]
Yfir 80% kjósenda í Vestmannaeyjum hafa kosið

Núna klukkan átta í kvöld höfðu 54,7%, kjósenda í Vestmannaeyjum kosið til sveitarstjórnar á kjörstað. Ef við tökum saman þá sem fóru á kjörstað í dag og þá sem kusu utankjörstaðar er kjörsókn núna orðin yfir 80% sem er þýðir mesta kjörsókn í mörg ár, en utankjörfundaratkvæði eru 796 talsins, eða 25,2%. Enn eru tveir […]
Kjörsókn betri núna en fyrir fjórum árum?

Klukkan fimm í dag höfðu 44,4%, kjósenda í Vestmannaeyjum kosið til sveitarstjórnar, sem er sambærilegt og fyrir fjórum árum. Á kjörskrá nú eru 3.162 og hafa 1404 kosið á kjörstað. Alls eru utankjörfundaratkvæði 796 talsins, eða 25,2% og er það frekar mikið miða við síðustu kosningar, en þá voru þau 361 eða 11,4%. �?að má […]
600 manns hafa mætt á kjörstað

Á hádegi í dag höfðu 216 bæjarbúar kosið á kjörstað en heldur hefur bæst í þann fjölda því klukkan tvö voru 599 búnir að kjósa á kjörstað í sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum, á kjörskrá eru 3.162. Met í utankjörfundaratkvæðum Alls eru utankjörfundaratkvæði 796 talsins, eða 25,2% og er það frekar mikið miða við síðustu kosningar, en […]