Veðrið lék við gesti Goslokahátíðar – myndir

Fjöldi fólks er nú í Eyjum að skemmta sér á Goslokahátíð. 52 ár eru síðan goslokum var líst yfir á Heimaey og er haldið upp á það þessa dagana með mikilli dagskrá. Ljósmyndari okkar Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson var á vappinu um alla Eyju í gær. Hægt er að skoða myndasyrpu hans frá gærdeginum hér […]
Taka á móti toppliðinu

Í dag verða þrír leikir háðir í 14. umferð Bestu deildar karla. Í lokaleik dagsins tekur ÍBV á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Víkingsliðið trónir á toppi deildarinnar. Er með 29 stig úr 13 leikjum. Liðið hefur verið á skriði undanfarið og hefur til að mynda sigrað í þremur síðustu deildarleikjum. Eyjaliðið hefur hins vegar […]
Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]
Eykur aflaheimildir til strandveiða

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Þetta kmeur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í […]
Laxey: 4 milljarða króna hlutafjáraukning

Laxey, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, hefur lokið seinni hluta hlutafjárútboðs vegna uppbyggingar á öðrum áfanga af sex, með aukningu upp á um 4 milljarða króna. Alls hefur félagið þannig aukið hlutafé um 9 milljarða króna á árinu, en um helmingur þeirrar fjárhæðar kemur frá nýjum fjárfestum. Vegna mikillar eftirspurnar frá […]
„Úrvalsblanda fyrir okkur”

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi sl. laugardag í Grindavík og aftur á þriðudag í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson skipstjóri var mjög sáttur við fiskiríið. „Aflinn var tekinn á Pétursey í báðum túrunum og í þeim báðum tók einungis um einn og hálfan sólarhring að fylla skipið. Þarna var hörkuveiði. […]
Hásteinsvöllur orðinn leikfær

Hásteinsvöllur er nú tilbúinn til knattspyrnuiðkunar. Framkvæmdin tafðist vegna þess að það vantaði ífylliefni í völlinn. Nú er það komið og hefur fyrsta æfingin farið fram á vellinum. Bæði kvenna- og karlalið ÍBV eiga heimaleiki framundan. Stelpurnar mæta Grindavík/Njarðvík á morgun og á laugardag kemur karlalið Víkings Reykjavíkur í heimsókn til Eyja. Magnús Sigurðsson, formaður […]
Rýna dóminn og taka í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref

Í dag birtir Vinnslustöðin tilkynningu á heimasíðu sinni vegna dóma sem kveðnir voru upp í gær í makrílmálinu svokallaða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í máli Hugins annars vegar og Vinnslustöðvarinnar hins vegar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum […]
Dómar kveðnir upp í makrílmálum

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóma í málum Vinnslustöðvarinnar og Hugins (dótturfélags Vinnslustöðvarinnar) vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Bótaskylda ríkisins í málinu hafði verið staðfest í héraðsdómi og í Landsrétti en Landsréttur lækkaði bætur til Vinnslustöðvarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá og bætur […]
Strengir lagðir í sjó og á landi

Framkvæmdir eru nú hafnar á lagningu tveggja rafstrengja á milli lands og Eyja. Verið er að spóla sæstrengjunum á milli skipa og þá er unnið að lagningu strengjanna á Nýja hrauni. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdirnar og má sjá myndband hans hér að neðan. (meira…)