Afkoma samstæðunnar yfir áætlun

Þriggja mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar var lagt fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerð að lögð hafi verið fyrir bæjarráð drög að þriggja mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins um 12,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 5,4% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu þrjá […]
Hvatningarverðlaun afhent og styrkjum úthlutað

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Vestmannaeyja voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Einarsstofu. Við sama tækifæri voru samningar undirritaðir við þá sem hlutu styrki úr Þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir árið 2025. Aníta Jóhannsdóttir, formaður fræðsluráðs, afhenti verðlaunin og undirritaði samningana fyrir hönd fræðsluráðs, að því er segir í frétt á vef bæjaryfirvalda. Hvatningarverðlaun fræðsluráðs […]
HSU tryggt nýtt tölvusneiðmyndatæki

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur tryggt Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rúmlega 140 milljóna króna fjárveitingu til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er haft eftir Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU að nýtt tölusneiðmyndatæki muni skipta sköpum í þjónustu við sjúklinga, einkum við greiningu og meðferð bráðatilfella. Fjármagnið gerir HSU kleift […]
Valur og Tindastóll næstu andstæðingar ÍBV

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna. Bæði lið ÍBV eru í 8-liða úrslitunum. Stelpurnar drógust á útivelli gegn Bestudeildarliði Tindastóls. Strákarnir fá heimaleik gegn Val. Áður hafði ÍBV slegið út tvö Reykjavíkur-stórveldi, fyrst Víkinga og síðan KR. 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 11. og 12. júní. 8-liða úrslit […]
Stelpurnar mæta Haukum í Hafnarfirði

Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í Hafnarfirði taka Haukar á móti ÍBV. Liðin hafa jafnmörg stig í deildinni, hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Það má því búast við baráttuleik á Birtu-vellinum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)
Einlæg gleði réð för hjá Gleðisprengjunum

„Gleðisprengjur urðu til í verkefni sem við Birgir Nilsen erum að vinna fyrir Visku í samvinnu með starfsfólki Heimaeyjar vinnu og hæfingarstöðvar. Þetta byrjaði sem stutt verkefni, þar sem við tókum á móti þátttakendum í nokkur skipti í Tónlistarskólanum til að kynna þeim hljóðfæri og tónlist. Verkefnið þróaðist í meiri söng og upp úr því […]
Sveitapiltsins draumur

Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sína í Eldheimum í dag, þann 16. maí. Um þessar mundir eru 10 ár frá því að kórinn var endurvakinn og því stendur mikið til. Lagavalið er fjölbreytt að vanda frá rótgrónum karlakóra og Eyjalögum yfir í erlenda smelli. Í tilkynningu segir að kórinn sé í fínu formi eftir vel […]
Enginn tími til að fylgjast með júróvisjón

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær að aflokinni afar stuttri veiðiferð. Heimasíða Síldarvinnslunnar segir frá og ræðir við Egil Guðna Guðnason skipstjóra um veiðiferðina. „Þessi túr var 38 tímar höfn í höfn og við vorum um 30 tíma að veiðum. Það var verið á Víkinni allan tímann og það gekk semsagt […]
Söknuður Njáls og Írisar

Á bæjarstjórnarfundi í gær var tekið til umræðu listaverk Ólafs Elíassonar sem verið er að vinna í tilefni af 50 ára goslokaafmæli. Bæði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri kölluðu eftir úr ræðustóli að þau söknuðu þess að fjallað væri um opinberlega hvernig verkið kæmi til með að líta út, „… um sköpun […]
Lokahátíð Raddarinnar haldin í Eyjum

Síðastliðinn þriðjudag var haldin lokahátíð Raddarinnar. Keppnin sem haldin er árlega er upplestrarkeppni 7. bekkjar. Í ár var keppnin haldin í Vestmannaeyjum og komu nemendur úr skólum Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu og Eyjum. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að fyrir hönd GRV hafi keppt þau Bríet Ósk Magnúsdóttir, Hrafnkell Darri Steinsson og Rafael […]