Gleðilegt sumar

Lundinn að setjast upp á sumardaginn fyrsta sem er bara gaman og hefur gerst áður, en alltaf jafn gaman að sjá hann koma. Reyndar eru 4 dagar síðan hann mætti norður í Grímsey, en hann fer líka þaðan fyrr. Ég ætla að vera bara bjartsýnn fyrir þetta lundasumar og í sjálfu sér ástæða til, enda […]

Frábært að prufa að vera eigin herra

Nýjasta útgerð Vestmannaeyja leit dagsins ljós á dögunum en eigendur hennar eru þeir Ágúst Halldórsson, Daði �?lafsson og Ragnar �?ór Jóhannsson en allir hafa þeir áralanga reynslu af sjómennsku. Alla tíð hefur blundað í þeim félögum að eignast sinn eigin bát og vera sínir eigin herrar en segja má að sá draumur hafi ræst með […]

Bæjarlistamaður 2018 er karlakór Vestmannaeyja

Karlakór Vestmannaeyja eru Bæjarlistamenn Vestmannaeyja 2018. Á sumardaginn fyrsta ár hvert er útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja. Fullt var ùt að dyrum í Einarsstofu í morgun þegar karlakórinn var útnefdur og tókur þeir að sjálfsögðu lagið fyrir gesti í Einarsstofu. Kórinn fór aftur af stað í apríl 2015 við góðar undirtektir og hefur verið nóg að gera […]

40 ára afmæli Skólalúðrasveit Vestmannaeyja

Næstkomandi laugardag 21.apríl kl.17:30 mun Skólalúðrasveit Vestmannaeyja halda tónleika í sal Hvítasunnukirkjunnar við Vestmannabraut. Tilefnið er 40 ára afmæli sveitarinnar sem var 22.febrúar síðastliðinn. Á tónleikunum munu koma fram báðar deildir sveitarinnar auk þess sem sérstakir gestir verða Skólahljómsveit vestur og miðbæjar úr Reykjavík. Einnig munu gamlir félagar spila með sveitunum. Efnisskráin er í léttari […]

�?óranna M. Sigurbergsdóttir: Sumardagurinn fyrsti

Frídagur á fimmtudegi, sem er fyrsti fimmtudagur eftir 18. april, 19. �?? 25 . apríl. Sumardagurinn fyrsti var gerður að frídegi árið 1971. Dagurinn markar byrjun á Hörpumánuði. Áður fyrr var árinu skipt í tvennt; sumar og vetur. Við höfum bætt við vori og hausti. Í apríl fögnum við vorkomu. Íslensk þjóðtrú segir að ef […]

Kraftur, Eyjamenn og ÍBV ætla að perla saman laugardaginn

Kraftur, Eyjamenn og ÍBV ætla að perla saman laugardaginn 21. apríl milli 11 og 15 í Höllinni Vestmannaeyjum. Kraftur skorar á alla Eyjamenn að mæta á svæðið og perla armbönd. Um er að ræða fyrsta perluviðburð félagsins þar sem perluð verða ný armbönd í íslensku fánalitunum. Armböndin verða seld til stuðnings Krafti og munu einnig […]

Við viljum ræða málin við sem flesta

Málefnastaða Sjálfstæðisflokksins er sterk. Áfram má þó gera betur. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins bjóða íbúum að koma sínum sjónarmiðum á framfæri á fimmtudaginn kl. 13.00, en þá mun flokkurinn vera með opið málefnastarf í Ásgarði. Við viljum ræða málin við sem flesta, en slíkt hefur einmitt verið stefna flokksins á því kjörtímabili sem er að líða. Við […]

Unnar Hólm nýr formaður stjórnar ÍBV íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn þann 17. apríl síðastliðinn. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikning fyrir árið 2017 sem og yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Var þetta allt samþykkt einróma. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári og hefur félagið borgað upp allar sínar langtímaskuldir. Breytingar urðu í stjórn […]

Vilja fá að selja beint úr brugghúsi

Fyrr á þessu ári voru sett á laggirnar Samtök íslenskra handverksbrugghúsa en tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni handverksbrugghúsa með því að fylgja eftir nokkrum mikilvægum hagsmunamálum, svo sem að smærri áfengisframleiðendum verði veittur afsláttur af áfengisgjaldi og að framleiðendur fái að selja vörur sínar beint til almennings eins og tíðkast á öðrum […]

Með traustum rekstri má létta álögum

Ísland er land velmegunar og hluti af okkar lífsgæðum er að fólk nær nú hærri aldri en nokkuru sinni áður. Sú staðreynd leggur nýja ábyrgð á kjörna fulltrúa og hætt er við að þessi jákvæða þróun verði að risavöxnu vandamáli ef stjórnmálafólk skortir kjark til að leita nýrra leiða og hugsa út fyrir kassann. Meðal […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.