KFS fær Víði í heimsókn í dag kl. 12:00

KFS tekur á móti Víði í Garði í fyrstu umferð bikarkeppninnar á Helgafellsvelli í dag kl. 12:00. KFS fékk á dögunum sex unga leikmenn frá ÍBV til liðs við sig og verður því fróðlegt að sjá hvernig liðið mun koma til með að líta út en búast má við hörkuleik í dag. (meira…)
Opnunin gekk vonum framar

Pizza 67 opnaði aftur sl. föstudag eftir nokkurra vikna hlé vegna framkvæmda innanhúss en segja má að staðurinn hafi fengið eina allsherjar andlitslyftingu. Samhliða því voru gerðar endurbætur á matseðlinum en þar má t.d. finna nýungar eins og salöt, vefjur, spelt pizzur og vegan pizzur, auk ýmissa smárétta. Blaðamaður settist niður með þeim Anný Aðalsteinsdóttur, […]
ÍBV komið yfir í einvíginu gegn ÍR

ÍBV fékk ÍR í heimsókn í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar. Eyjamenn reyndust sterkari þegar uppi var staðið og sigruðu leikinn með fjögurra marka mun, 22:18. Leikurinn fór rólega af stað í markaskorun og var staðan einungis 1:1 eftir tíu mínútnar leik. Mikill hiti var í mönnum í kvöld og sló […]
Nýr aðstoðarskólameistari hefur verið ráðinn

Nýr aðstoðarskólameistari hefur verið ráðinn hjá Framhaldsskólanum í Vestmannayjum en á dögunum var auglýst eftir slíkum og umsjónarmanni fasteigna. Fjórir umsækjendur sóttu um starf aðstoðarskólameistara og fimm sóttu um starf umsjónarmanns. Thelma B. Gísladóttir verður aðstoðarskólameistari Framhaldsskólans og Sigurjón Eðvarðsson var ráðinn umsjónarmaður. Thelma hefur starfað við skólann í nokkur ár, Sigurjón starfaði áður við […]
Eyþór Ingi fór á kostum líkt og fyrri daginn

�?að er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hafi hitt beint í mark þegar hann hélt tónleika/uppistand í Höllinni í Vestmannaeyjum sl. föstudagskvöld. Upphaflega átti Eyþór að koma fram á Háaloftinu en vegna góðrar aðsóknar var sýningin flutt niður í sjálfa Höllina sem var nokkuð þétta setin þegar uppi var staðið eins og […]
Herborg Sindradóttir er Eyjamaður vikunnar: Nauðsynlegt að hafa trú á sjálfum sér

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin í Vík í síðustu viku. GRV sendi þrjá keppendur og það má segja að skólinn hafi staðið uppi sem sigurvegari því nemendur hans hrepptu bæði 1. og 3. sætið í keppninni. Herborg Sindradóttir var í 1. sæti og Jón Grétar Jónasson í 3. sæti. Sara Dröfn Ríkarðsdóttir tók […]
Gríðarlega mikilvægur undirbúningur fyrir sumarið

Um páskana lögðu níu peyjar land undir fót og fóru til Spánar í golfæfingaferð með þjálfara sínum Einari Gunnarssyni golfkennara Golfklúbbs Vestmannaeyja. �?eir voru við æfingar í tíu daga við frábærar aðstæður á golfsvæði sem heitir La Sella og er staðsett miðja vegu á milli borganna Alicante og Valencia. Allur aðbúnaður var til fyrirmyndar og […]
Strákarnir taka á móti ÍR í kvöld

8-liða úrslit Olís-deildar karla hefjast í kvöld en þar mæta Eyjamenn ÍR á heimavelli kl. 18:30. Liðin mætast síðan aftur á sunnudaginn í Austurbergi en tvo sigra þarf til að komast áfram í undanúrslit. (meira…)
Hefur tekið á móti um þúsund börnum

�??�?g hef tekið á móti um þúsund börnum frá því ég hóf störf sem ljósmóðir árið 1979,�?? sagði Drífa Björnsdóttir ljósmóðir í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjafréttir í vikunni. Blaðamaður ákvað að heyra í henni í ljósi umræðna um stöðu ljósmæðra á Íslandi og kjarabaráttu þeirra. Drífa segir baráttu ljósmæðra fyrir bættum launakjörum hafa verið […]
Síðan skein sól – �?rafmagnaðir á Háaloftinu

Sólin var sú hljómsveit sem byrjaði snemma að tileinka sér þetta form á framkomu og fóru þó nokkrar tónleikaferðir þar sem einungis var leikið unplugged og verður nándin og tilfinningin oft hlýrri og persónulegri. Lög sem fá ekki að heyrast eins oft og þegar rokkið er allsráðandi, en fá að blómstra unplugged. Lög eins og, […]