Bikarslagur í Eyjum

2. umferð Mjólkurbikars kvenna hófst í gær og lýkur á morgun. Í dag verða þrjár viðureignir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV sat hjá í fystu umferð en Grótta sló út ÍH. Leikurinn verður á Þórsvelli og er leikið til þrautar. Flautað verður til leiks klukkan 14.00. Bikarleikir dagsins: (meira…)
Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun, sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars, segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar á vef bæjaryfirvalda. Dagurinn byrjar kl. […]
Íbúafjöldinn stendur í stað frá í haust

Í dag 25.apríl eru 4722 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4724 talsins. Það var í byrjun nóvember sl.. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað í vetur. Fyrir réttu ári síðan […]
Vorhátíð Landakirkju

Vorhátíð Landakirkju verður á sunnudaginn 27.apríl kl. 11.00. Þetta er síðasta sunnudagaskólasamveran fyrir sumarfrí. Big-sunday-school-party-band spilar, kórinn og Kitty verða með og að lokinni samveru í kirkjunni verður grill-pylsu-partý, segir í tilkynningu frá kirkjunni. (meira…)
Hraðskákmeistaramót þann 1. maí

Hraðskákmeistamót Vestmannaeyja 2025 verður haldið fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 13.00 í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Tímamörk á hvorn keppenda 5 mín. + 3 sek. fyrir hvern leik og má reikna með að hver skák taki 10-12 mín. Hraðskákmeistaramótið gefur skákstig eftir reglum Fide. Skráning keppenda fer fram hjá skákstjóra Sæmundi Einarssyni á netfangið […]
Frábær sigur á Fram

ÍBV lék sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni í dag. Mótherjar dagsins voru Fram og var leikið á Þórsvellinum. Svo virðist sem Eyjamenn kunni vel við sig á Þórsvelli því liðið er búið að sigra báða leikina þar og skora í þeim sex mörk. Fyrst þrjú gegn Víking Reykjavík í bikarnum og í dag sigruðu […]
Gleðilegt sumar

Eyjafréttir/Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Þá má […]
Tveir sólarhringar höfn í höfn

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Túrinn var einungis tveir sólarhringar höfn í höfn hjá þeim báðum, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi verið að veiðum á sömu slóðum. Þau byrjuðu á Sjötíu faðma blettunum vestur af Surti og […]
ÍBV fær Fram í heimsókn

Þriðju umferð Bestu deildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Fram. Eyjamenn enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið sýndi fína takta í síðasta leik er þeir slógu Víking Reykjavík út úr bikarnum. Fram er með 3 stig eftir sigur í síðustu […]
Feðgarnir á Víkurröstinni

Þeir létu ekki á sig fá smá pus, feðgarnir Haraldur Hannesson og Baldur Haraldsson. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þeim í gegnum linsuna þegar þeir voru að koma í land í dag. Hannes Haraldsson, faðir Halla og afi Baldurs beið svo á kæjanum og aðstoðaði við að landa aflanum. (meira…)