VSV býður á ball

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar fer fram í Höllinni næstkomandi laugardag. Venju samkvæmt endar árshátíðin með dansleik þar sem Gosar, Jónsi, Dagur og Una halda uppi stuðinu. Vinnslustöðin býður öllum bæjarbúum og gestum í Vestmannaeyjum á ballið. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að undirbúningur fyrir árshátíðina gangi vel. Helena Björk Þorsteinsdóttir, sem hefur veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar, […]

Safnahelgi í Eyjum: Takið helgina frá ! 

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda um safnahelgina sem haldin verður 30. október til 2. nóvember.  Pàlmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdòttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar með yfirgrips mikla þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta […]

Bikarslagur í kvöld

ÍBV og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld. Leikið er í Mosfellsbæ. Ef staða þessara liða er skoðuð í deildinni má búast við hörkuleik í kvöld. Afturelding á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að afloknum fimm umferðum. ÍBV er í þriðja sætinu með 6 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður […]

Kostnaður við Hásteinsvöll kominn í 267 milljónir

hast_20250703_125759

Framkvæmdir við Hásteinsvöll hófust á árinu en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til verksins á árinu 2024. Þar sem framkvæmdirnar töfðust voru fjárheimildir síðasta árs ekki nýttar. Samkvæmt útboðum er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 267 milljónir króna, en allur kostnaðurinn fellur á árið 2025. Af þeim sökum þurfti framkvæmda- og hafnarráð að […]

Dæmdur í 1,6 milljóna króna sekt fyrir kannabisræktun

heradsdomur_sudurlands-2.jpg

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 1,6 milljóna króna sekt fyrir að hafa ræktað og haft í vörslum sínum kannabis í Vestmannaeyjum. Samkvæmt gögnum málsins viðurkenndi maðurinn skýlaust fyrir dómi að hafa ræktað fjórar kannabisplöntur og haft í vörslum sínum 20,07 grömm af maríhúana og 284,03 grömm af kannabislaufum. Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á […]

Flestir hafa enn ekki tekið ákvörðun

Nú eru kjörnir fulltrúar víðs vegar um land að gefa upp hvort þeir hyggist gefa aftur kost á sér í framboð til sveitarstjórna. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí 2026. Eyjafréttir sendu fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem og varabæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og spurðu hvort þau hyggist gefa kost á sér á lista í komandi bæjarstjórnarkosningum.  „Ég hef ekki tekið […]

Eldgos og rýming Heimaeyjar 1973

Hér að neðan má sjá kvikmyndaupptökur af eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þær eru teknar af bandaríska sjóliðsforingjanum fyrrverandi Curtis J. Winters en hann kom til Vestmannaeyja til að aðstoða við rýmingu og tók í leiðinni þessar einstöku kvikmyndir upp af hamförunum. (meira…)

Aðalfundur Farsæls

trillur

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)

Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

DSC 7395

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó.  Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]

ÍBV og ÍA mætast í Eyjum

Eyja 3L2A9214 (1)

Tveir leikir fara fram í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en ÍA er í þriðja sæti með 28 stig. Leikurinn í dag er næst síðasti heimaleikur ÍBV á tímabilinu en ÍBV […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.