Siglt á ný til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag og þar til annað verður tilkynnt skv. áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)
Að rekstrarskilyrði Reykjavíkurflugvallar verði tryggð

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á miðvikudaginn síðastliðinn fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir ályktun sem samþykkt var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. mars. sl. Ályktunin hljóðar svo: ,,Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga leggur ríka áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir flugsamgöngur landsmanna, sérstaklega í ljósi hlutverks hans í sjúkraflugi og öryggi fólks sem þarf á bráðri heilbrigðisþjónustu […]
Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Vegna versnandi aðstæðna í Landeyjahöfn siglir Herjólfur til Þorlákshafnar seinni partinn í dag. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Aðrar ferðir eru ekki á áætlun. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki […]
Hæsti lottópottur sögunnar !

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Fengu þær […]
Birta niðurstöður stofnmælingar botnfiska

Komin er út skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að niðurstöður séu bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985. Stofnmæling botnfiska […]
Kalla eftir ítarlegri gögnum áður en ákvörðun er tekin

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í vikunni, en fyrir lá erindi frá framkvæmda- og hafnarráði um afstöðu bæjarráðs til þess að skoðað verði með kaup á þjónustubáti á yfirstandandi fjárhagsári. Erindinu fylgdi minnisblað vegna fjárfestinarinnar. Þar segir m.a. að bátamál Vestmannaeyjahafnar hafi lengi verið í umræðunni, en höfnin átti tvo […]
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikningsárið frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024, verður haldinn í Vinnslustöðinni, Hafnargötu 2, þriðjudaginn 29. apríl nk. kl. 17:00. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn félagsins […]
Formannsskipti hjá Krabbavörn

Krabbamein. Þegar þetta orð er notað fer beygur um fólk, sérstaklega þegar það snertir ástvini. Í Vestmannaeyjum er starfandi félag sem gefur sig að þeim sem verða fyrir því að fá krabbamein. Krabbavörn hefur það hlutverk að styðja við þá einstaklinga sem greinast með krabbamein í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra. Í félaginu eru yfir fimm […]
Æfingin þótti heppnast mjög vel

Flugslysaæfing var haldin á Vestmannaeyjaflugvelli síðastliðin fimmtudag. Þar átti flugvél með 22 um borð að hafa hlekst á í lendingu með þeim afleiðingum að margir slösuðust og eldar kviknuðu víða. Fjallað er um æfinguna á vefsíðu HSU. Mjög góð þátttaka var á æfingunni og á fræðslu dagana á undan. Alls tóku þátt 50 starfsmenn HSU, […]
Tveir styrkir til bæjarins

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2025. Umsóknir voru samtals 122, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 91 í flokki menningarverkefna. Rúmlega 42 milljónum úthlutað Að þessu […]