Dýpkun hefst seinnipartinn í dag

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá breytingum á siglingum til Landeyjahafnar í dag og næstu daga. Í tilkynningunni kemur fram að siglt verði á flóði í dag, mánudag, með brottförum frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:30, og frá Landeyjahöfn kl. 18:15 og 20:45. Ferðir kl. 22:00 og 23:15 falla […]

Sögur, hlýja og hlátur með Óla Gränz

Óli Gränz

Það var mikið hlegið í gær í Eldheimum þegar Óli Gränz kynnti nýútkomna endurminningabók sína á frestaðri dagskrá Safnahelgar. Fjölmenni lagði leið sína til að hlýða á þennan ástsæla Eyjamann segja frá lífshlaupi sínu af einlægni, gleði og hreinskilni, eins og honum einum er lagið. Bókin „Óli Gränz“ hefur að geyma endurminningar Carls Ólafs Gränz, […]

Tunglið, tunglið taktu mig

Tungl Opf 20251108 210955

Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. svona hefst texti lagsinsTunglið, tunglið taktu mig eftir Theodoru Thoroddsen. Hann á ágætlega við þessar flottu myndir sem Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta tók seint í gærkvöldi af tunglinu að lýsa upp dimman himininn. Á Stjörnufræðivefnum segir […]

Stórgóð skemmtun á hausttónleikum Lúðrasveitarinnar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fóru fram í gær í Hvítasunnukirkjunni og heppnuðust með eindæmum vel. Fjölmenni lagði leið sína á tónleikana, sem eru orðinn rótgróinn liður í menningarlífi Eyjamanna – hefð sem nær lengra aftur en elstu menn muna. Lúðrasveit Vestmannaeyja var stofnuð 22. mars 1939 og hefur starfað óslitið síðan þá, sem er einstakt afrek […]

„Stöðugleiki er lykillinn“

Qingdao Hopmynd

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Qingdao var haldin í 28. sinn í haust og dregur að sér fyrirtæki og gesti alls staðar að úr heiminum. Í viðtali á vef Vinnslustöðvarinnar segir Yohei Kitayama, sölustjóri VSV Japan, sýninguna vera einn mikilvægasta vettvang í heimi fyrir viðskipti með sjávarafurðir og að þátttaka VSV skipti máli til að fylgjast með […]

Jákvæð áætlun þrátt fyrir 120 milljóna framkvæmd

Herj Innsigling Horgeyrargard Tms Cr

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2026 var tekin til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs og samþykkt til áframhaldandi vinnslu í bæjarstjórn. Samkvæmt áætluninni eru rekstrartekjur hafnarinnar áætlaðar 693 milljónir króna á næsta ári. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði er hins vegar afar naum og gert ráð fyrir aðeins 43 þúsund króna afgangi. Ástæðuna má rekja til stórra […]

Höfnin stefnir á Seatrade eftir 14 ára hlé

Halkion Teista Skemmtiferdaskip Lagf Minni

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum að leggja til að tveir fulltrúar Vestmannaeyjahafnar verði sendir á Seatrade Global ráðstefnuna sem fer fram í vor. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur, en fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn henni. Beiðnin barst frá hafnarstjóra og hafsögumönnum sem telja nauðsynlegt að viðhalda tengslum við viðskiptavini […]

ÍBV fær KA/Þór í heimsókn

Eyja 3L2A9749

Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur […]

Bókakynningu Óla Gränz frestað til sunnudags

Bókakynningu Óla Gränz, sem fara átti fram í Eldheimum um helgina, hefur verið frestað til sunnudagsins 9. nóvember kl. 17:00. Á kynningunni mun Óli segja frá nýrri bók sinni Óli Gränz, þar sem raktar eru endurminningar hans úr fjölbreyttu og viðburðarríku lífi. Bókin er skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. Óli, […]

Bergey og Vestmannaey lönduðu í Grindavík

Eyjarnar 20250826 081915

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Grindavík í morgun að afloknum stuttum veiðiferðum. Vinnslustöðvar Vísis þurftu á hráefni að halda og þá komu togararnir færandi hendi. Rætt er við þá Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Jón sagði að farið hefði verið út […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.