Konunglegt teboð í Sagnheimum – myndir og myndband

Konunglegt teboð var haldið í Sagnheimum á sunnudaginn síðastliðinn sem hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnahelgarinnar. Gestir nutu bæði góðrar stemningar og fróðleiks þegar rætt var um líf og störf dönsku konungsfjölskyldunnar. Guðný Ósk Laxdal hélt þar áhugavert erindi um dönsku konungsfjölskylduna. Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander, þar sem hún deilir fréttum, […]

Dæluskipið fer af stað í kvöld – uppfært

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Dæluskipið Álfsnes, sem sér um dýpkun í og við Landeyjahöfn, fer úr slipp klukkan 16 í dag og siglir til Vestmannaeyja í kvöld. Skipið verður þannig tilbúið til starfa seinnipartinn á morgun. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Álfsnesið er enn í slipp, en fer niður núna kl. 16:00 í […]

„Ég ætlaði aldrei að hætta í út­gerð“

Binni Sigurjón Scaled 1024x683 Cr

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]

Félags- og húsnæðismálaráðherra í Eyjaheimsókn

Inga Saeland Vestm Is

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar á fimmtudaginn síðastliðinn. Markmið ferðarinnar var að ræða fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis og kynna sér starfsemi helstu stofnana í málaflokki ráðherrans. Bæjarráð tók á móti Ingu í ráðhúsinu, þar sem rætt var um áform um nýtt hjúkrunarheimili við sjúkrahúsið. Lögð var áhersla á að framtíðarlausnin yrði hluti af heildstæðri […]

Gæti breytt efnahagslegu landslagi Eyjanna

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til að ný greinargerð um framtíðarsýn í innviðauppbyggingu verði nýtt sem stefnumótandi grundvöllur fyrir fjárfestingaráætlanir sveitarfélagsins. Skýrslan, sem unnin er af Jóhanni Halldórssyni fyrir framkvæmda- og hafnarráð, dregur upp mynd af stórtækum tækifærum sem gætu skapast með byggingu stórskipakants á Eiði. Möguleg lyftistöng fyrir atvinnulíf og íbúa Í greinargerðinni, sem kynnt var […]

Eliza Reid í Sagnheimum

Eliza 120 Ads Cr

Safnahelginni í Vestmannaeyjum lauk í dag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú slunginn spennusagnahöfundur brá þar upp listilegri fléttu af afleiðingum þess að verða veðurtepptur í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson tók frásögnina upp og má hlýða á hana hér að neðan. Nánar verður fjallað um bókakynninguna á morgun hér á […]

Óvissa með siglingar Herjólfs vegna grynninga í Landeyjahöfn

her_naer-3.jpg

Nýjustu dýptarmælingar sem gerðar voru í morgun í Landeyjahöfn sýna að dýpið er enn ófullnægjandi til reglulegra siglinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þrátt fyrir það stefnir Herjólfur á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi á morgun, mánudag. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:00, og frá Landeyjahöfn klukkan 12:00. Ferðin […]

Áratugur af samvinnu og þróun heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjumum

HSU Ads A7C1174

Í lok október voru liðin tíu ár frá því að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sameinaðist undir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og markar þessi dagsetning mikilvægan áfanga í þróun heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi og í Eyjum. Sameiningin tók gildi í október 2015, með það að markmiði að efla samvinnu, bæta þjónustu og tryggja sterkari stoðir fyrir heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Undanfarin […]

Eyjafiskur í aðalhlutverki á jólaborðum Portúgala

Porto IMG 20251101 WA0005

Saltfiskurinn gegnir lykilhlutverki í jólahaldinu í Portúgal, þar sem eftirspurnin eykst verulega þegar hátíðin nálgast. Hjá fyrirtækinu Grupeixe, dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, stendur nú yfir annasamasti tími ársins við framleiðslu og kynningu á úrvals jólasaltfiski sem ber heitið Bacalhau Especial – Cura superior 9 meses. Fiskurinn, sem byggir á íslensku hráefni, hefur verið látinn þroskast í salti […]

Sköpunarkraftur í Hvíta húsinu

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja býður gestum að skyggnast inn í skapandi heim listafólks á opnu húsi sem hófst á föstudag og lýkur í dag. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja var stofnað 2. mars 2019 með það að markmiði að sameina, efla og virkja listsköpun í Eyjum og gera verk listamanna sýnilegri – bæði innan samfélagsins og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.