Aprílgabbið: Óbyggðamálið ekki að leysast

20230101 134219

Í gær greindum við frá því að útlit væri fyrir að óbyggðamálið svokallaða væri jafnvel að leysast. Var fréttin ekki á rökum reist heldur var um létt aprílgabb að ræða. Er þeim Kára Bjarnasyni og Jóhanni Péturssyni þakkað fyrir að taka þátt í þessu létta sprelli í tilefni dagsins. (meira…)

Aglow samvera í kvöld

Mynd Aglow

Apríl Aglow samveran verður í kvöld 2.  apríl  kl. 19.30 í safnaðarheimili Landkirkju. Það styttist í páska og verður hátíðlegra yfirbragð yfir fundinum.  Við munum eiga gott samfélag saman, byrjum með góðum veitingum, syngum saman  og  heyrum uppörvandi boðskap. Þóranna M. Sigurbergsdóttir talar til okkar, hún dvaldi í Keníu í janúar og febrúar og fór […]

​Heildarkostnaður áætlaður 200 – 220 milljónir

​Á föstudaginn sl. héldu bæjaryfirvöld kynningarfund vegna listaverks Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa í tilefni af 50 ára goslokaafmælis. Á fundinum komu fram nokkrar fyrirspurnir úr sal. Ein af þeim kom frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þar spurði hún um hver heildarkostnaður við framkvæmdina sé áætlaður. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar svaraði fyrirspurninni í lok […]

Óbyggðamálið að leysast með óvæntum hætti?

2vestmannaeyjar 1024x646

Lögfræðingarnir Jóhann Pétursson og Ólafur Björnsson á Selfossi hafa unnið að því undanfarið ár að verjast ásælni ríkisins sem vill leggja undir sig úteyjar Eyjanna. Kári Bjarnason hefur verið þeim til aðstoðar við að leita uppi heimildir sem geta hjálpað til við að taka af vafa um að Vestmannaeyjabær sé réttmætur eigandi alls lands í […]

„Nú flæðir vertíðarfiskurinn þarna yfir”

Bergur Vestmannaey 20250331 081527

Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Aflinn var fyrst og fremst þorskur, ýsa og ufsi. Rætt var við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar á meðan löndun stóð yfir. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði að afar vel hefði veiðst. „Við vorum á Víkinni allan tímann og veiðin var afar góð. […]

Ársþing ÍBV

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2024 verður haldið í Týsheimilinu þriðjudaginn 13. maí nk. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. (meira…)

Ertu klár fyrir 3 daga?

Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður […]

Upptaka frá íbúafundinum um listaverkið

DSC 1543

Á föstudaginn var haldinn íbúafundur í Eldheimum um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa í tilefni af 50 ára goslokaafmælis. Olafur Eliasson kynnti  listaverkið. Þá voru pallborðsumræður þar sem í pallborði voru áðurnefndur Olafur og einnig Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Góð mæting var á fundinn og verður honum gerð […]

Lions undirbýr sölu á Rauðu fjöðrinni

Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu „Rauða fjöðrin”. Nú hafa Lionshreyfingin og Píeta-samtökin tekið höndum saman um átak til að efla starf samtakanna. Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina dagana 3. – 6 apríl 2025. Landsmenn eru hvattir til að styðja við þetta þarfa verkefni. Lionsmenn í Eyjum undirbjuggu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.