Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

DSC 4101

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu. 13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur […]

Mæta botnliðinu á Skaganum

Í dag hefst 10. umferð Bestu deildar karla. Á dagskrá eru fimm leikir í dag. Á Skaganum taka heimamenn á móti ÍBV. ÍA er á botni deildarinnar með 9 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 11 stig. Bæði þessi lið sigruðu andstæðinga sína í síðustu umferð. Eyjamenn lögðu þá FH-inga á heimavelli og […]

Nýdönsk í Höllinni – myndir

Það var heldur betur góð stemning á stórtónleikum Nýdanskra í Höllinni í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns mættu til að hlýða á þetta glæsilega band sem starfað hefur óslitið síðan 1987. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði stemninguna í gegnum linsuna. (meira…)

Fágætissalur opnar í Safnahúsi – myndir

Það var mikið um dýrðir sunnudaginn 18. maí í Safnahúsinu. Þann dag, sem bar upp á alþjóðlega og íslenska safnadaginn, var nýr og sérútbúinn fágætissalur opnaður í Safnahúsi Vestmannaeyja. Af því tilefni var efnt til tvískiptrar dagskrár sem hófst í Ráðhúsi Vestmannaeyja með nokkrum ávörpum en hélt síðan áfram í Safnahúsinu þar sem fágætissalurinn var […]

Sjómannadagurinn: Dagskrá dagsins

Sjómannafjör

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11.00 með dorgveiðikeppni. Á sama tíma opnar bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Eftir hádegi er svo sjómannafjör á Vigtartorgi og um kvöldið færist fjörið upp í Höll. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins. 11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar o.fl. 11-15 Akóges: […]

Golfmót, bílasýning og stórtónleikar

DSC_2474

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar heldur áfram í dag. Dagskrá dagsins hófst snemma í morgun með sjómannagolfmóti Ísfélagsins. Klukkan 16.00 verða blóm lögð að minnisvarðanum á Skansinum. Milli klukkan 16-18 verður svo Bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Í kvöld klukkan 21.00 verða svo stórtónleikar í Höllinni þar sem Nýdönsk spilar. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast […]

Opnar sýningu í Gallerí Fold Vínarborg

COVER

Sýningin “Minningar um landslag” á verkum Bjarna Ólafar Magnússonar opnar á morgun, föstudag kl. 18 hjá Gallerí Fold Vínarborg í samstarfi við Art.Passage.Spittelberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallerí Fold. Verkin á sýningunni eru unnin með vaxlitum á pappír í byrjun árs 2025. Listamaðurinn leikur sér bæði með minni og minningar. Landslagið er þekkt […]

Mikið um að vera í Safnahúsinu um sjómannadagshelgina

IMG 7704

Það verður mikið um að vera í Safnahúsinu um sjómannadagshelgina. Einn liður í sjómannadagskránni er að opna dyrnar að fágætissal Safnahúss en þar verður tekið á móti gestum föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13-17. Í dag,  uppstigningardag, kl. 14 opnar Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja myndlistarsýningu í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja. Sýningin er samsýning félagsmanna og […]

Tónleikar Kórs Vídalínskirkju í Landakirkju

Sunnudaginn 8. júní nk. kl. 17:00 heldur Kór Vídalínskirkju úr Garðabæ tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum.  Með á tónleikunum verður Kór Landakirkju og munu kórarnir syngja saman nokkur lög undir stjórn kórstjóranna, Jóhanns Baldvinssonar og Kitty Kovács.  Á efnisskránni verða þekkt íslensk kórlög, m.a. lög úr ferð kórsins til Ungverjalands síðastliðið sumar, en einnig nýrri lög […]

ÍBV og FH mætast í Eyjum

Heil umferð verður leikin í Bestu deild karla í dag á uppstigningardag. Í Eyjum mætast ÍBV og FH. Eyjamenn hafa átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum. Hafa ekki náð að landa sigri í fjórum síðustu leikjum í deildinni. FH-ingar hafa hins vegar verið að rétta úr kúttnum eftir erfiða byrjun. Eyjaliðið varð fyrir blóðtöku þegar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.